Vikan


Vikan - 07.06.1984, Page 13

Vikan - 07.06.1984, Page 13
Baltasar. „Mamma sýndi mér dánartilkynninguna í blöðunum.” Þrjátíu ár liðu frá því þeir kvödd- ust á heldur napurlegan hátt og nú er útséð um að þeirra leiðir liggi saman. 200 fermetra altaristafla En ekkert í lífinu verður þurrkað út og það væri synd að segja að allir erfiðleikar hafi verið að baki þegar hingað til Islands var komið. Hér festi Baltasar rætur og hér er hann nú að vinna lífsverkið sitt, stærstu viðurkenn- ingu sem hann getur fengið og getur hugsað sér, 200 fermetra altaristöflu — fresku — í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Honum gekk hægt aö skapa sér nafn sem listamaður á íslandi, en nú hefur honum tekist það ótvírætt. Stærsta skreyting á Islandi, ef til vill sú stærsta á Noröurlöndum, hefur honum verið falin. Vinnan sjálf, þegar freskan veröur máluð á blautan múrinn, fer fram næsta sumar ef allar áætlanir standast, en þá er líka gífurleg forvinna að baki. Það er þessi forvinna sem gerir hraða vinnslu á þessu geysi- stóra verki mögulega. Freskan lýtur þeim dyntóttu lögmálum að hver kafli myndarinnar verður aö vera málaður á fyrstu 8—14 stundunum eftir að múrað er. Svipaða sögu mætti ef til vill segja um líf katalónska málarans Baltasars sem fluttist hingað til lands fyrir rúmum tuttugu árum. Hann fór að heiman án þess aö eiga frá miklu að hverfa. Sú saga verður ekki rakin hér. „Ég er orðinn leiður á að svara sömu spurningunum aftur og aftur: Hvers vegna komstu? Hvaö varstuaðgera?” En þeir sem hafa áhuga á að vita meira um lífshlaup Baltasars fram að þessu geta fengið þessum spurningum svarað og mörgum fleiri í tveim bókum sem hafa að geyma væna kafla um Baltasar. Norður í svalann heitir önnur þeirra og þar rekur hann bak- grunn sinn frá Spáni og ævina fram að þessu. Hvernig hann fór út á listabrautina, kornungur og í misgóðri þökk foreldranna, og hvernig fjölskylduböndin gliðnuðu á sáran hátt. „Þaö eina sem hefur breyst síðan sú bók kom út er að nú er pabbi dáinn,” segir 23. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.