Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 13

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 13
Baltasar. „Mamma sýndi mér dánartilkynninguna í blöðunum.” Þrjátíu ár liðu frá því þeir kvödd- ust á heldur napurlegan hátt og nú er útséð um að þeirra leiðir liggi saman. 200 fermetra altaristafla En ekkert í lífinu verður þurrkað út og það væri synd að segja að allir erfiðleikar hafi verið að baki þegar hingað til Islands var komið. Hér festi Baltasar rætur og hér er hann nú að vinna lífsverkið sitt, stærstu viðurkenn- ingu sem hann getur fengið og getur hugsað sér, 200 fermetra altaristöflu — fresku — í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Honum gekk hægt aö skapa sér nafn sem listamaður á íslandi, en nú hefur honum tekist það ótvírætt. Stærsta skreyting á Islandi, ef til vill sú stærsta á Noröurlöndum, hefur honum verið falin. Vinnan sjálf, þegar freskan veröur máluð á blautan múrinn, fer fram næsta sumar ef allar áætlanir standast, en þá er líka gífurleg forvinna að baki. Það er þessi forvinna sem gerir hraða vinnslu á þessu geysi- stóra verki mögulega. Freskan lýtur þeim dyntóttu lögmálum að hver kafli myndarinnar verður aö vera málaður á fyrstu 8—14 stundunum eftir að múrað er. Svipaða sögu mætti ef til vill segja um líf katalónska málarans Baltasars sem fluttist hingað til lands fyrir rúmum tuttugu árum. Hann fór að heiman án þess aö eiga frá miklu að hverfa. Sú saga verður ekki rakin hér. „Ég er orðinn leiður á að svara sömu spurningunum aftur og aftur: Hvers vegna komstu? Hvaö varstuaðgera?” En þeir sem hafa áhuga á að vita meira um lífshlaup Baltasars fram að þessu geta fengið þessum spurningum svarað og mörgum fleiri í tveim bókum sem hafa að geyma væna kafla um Baltasar. Norður í svalann heitir önnur þeirra og þar rekur hann bak- grunn sinn frá Spáni og ævina fram að þessu. Hvernig hann fór út á listabrautina, kornungur og í misgóðri þökk foreldranna, og hvernig fjölskylduböndin gliðnuðu á sáran hátt. „Þaö eina sem hefur breyst síðan sú bók kom út er að nú er pabbi dáinn,” segir 23. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.