Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 17

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 17
Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Saltvinnsla ffornum námum í Austurríki var óvenju mikill námugröftur þegar áður en sögur hófust. Þar var ekki einungis numinn stór hluti af þeim eir sem notaður var á bronsöldinni í Evrópu heldur einnig efni sem var öldungis lífsnauösyn: salt. I dölun- um kringum Salzkammergut, hátt uppi í Olpunum, var saltið grafið úr jörð í námum sem náðu allt að fjögur hundruð metra niður í jörð- ina. Saltið var höggvið í hjartalaga hnullunga, um þaö bil 40 kíló að þyngd. Það var síðan flutt um langan veg með lestum áburöar- dýra til kaupenda í Mið-Evrópu og á Norður-Italíu. Þaö er breskur fornleifafræð- ingur, John Alexander, við Cam- bridgeháskóla sem segir frá þess- ari merkilegu starfsemi en hann hefur nýlega gefið út yfirlit um saltvinnslu í Evrópu í fyrndinni. Salt er nauðsynlegt efni sem ekki er alls staðar finnanlegt. Víðast þarf raunar að flytja það um langan veg. Það er svo nú á tímum og sú var einnig raunin áöuren sögur hófust. Það er ekki erfiðleikum bundið að komast yfir salt við Miöjaröar- hafið. Þar er svo heitt í veðri að hægt er aö framleiða salt með því að láta sjó gufa upp í tjörnum í fjörunni. Þetta er ekki mögulegt við strendur Vestur-Evrópu, Þar verður að hita sjóinn til þess að ná úr honum saltinu. Það krefst bæði sérstakra kera og eldsneytis. A bronsöld og fyrri hluta járn- aldar — fram til um það bil 400 fyrir Krists burð — fengu Norður- og Vestur-Evrópubúar salt sitt úr námum á meginlandinu að sögn Johns Alexander. Til þessa hafa einungis fundist þrír vinnslustaöir salts frá þessum tíma. Einn þessara staða var í Mið- Austurríki. Staðanöfnin bera því vitni hve salt var mikilvægt fyrir svæöið. Þar er ekki bara um að ræða nöfn sem innihalda „Salz” þýska orðiö fyrir salt — eins og til dæmis Salzburg — heldur er í fjölda staðanafna orðiö „Hall” sem er af keltneskum uppruna sem undantekningarlaust tengist salti. Maöur rekst á nöfn af þessu tæi bæði við saltar uppsprettulindir og námur, svo sem Hall í Tríól, Bad Hall, Hallein og auövitað Hall- statt, sem er eldgamalt þéttbýli í Salzkammergut. Elsta tímaskeið hinnar evrópsku járnaldar dregur nafn sitt af hinu síðasttalda. Viö Hallstatt hafa verið gerðar sérstæðustu uppgötvanirnar um hinar fornu saltnámur. Þar hafa fundist lík námamanna sem trú- lega hafa farist í námuslysum sem sennilega hafa átt sér stað á milli 1000 og 500 f. Kr. en þá var mestur gangur í vinnslunni. John Alexander telur að salt- vinnslan hafi lagt grunninn að vel- sældinni sem blómstraði allt í kringum námurnar. Fundist hefur mikið af skartgripum, vopnum og öörum málmhlutum sem gefa til kynna óvenjulegt ríkidæmi. Telur vísindamaöurinn aö þessi auðlegð hafi byggst á skiptaverslun með salt. Einhvern tíma í kringum 400 f. Kr. var saltvinnslu hætt í Austur- rísku Ölpunum. Mörg hundruð ár liöu þar til þessi atvinnugrein lifði nýtt blómaskeið, á miðöldum. Fjörutíu míluin norðar var önnur saltmiðstöð Evrópu. Þaö var í Sachsen sem nú er í Þýska al- þýðulýðveldinu. Þar var salt unn- iö úr söltum uppsprettum við fljót- ið Saale. Miðpunktur þessarar starfsemi var bærinn Halle. Þarna var saltvinnslan auðveldari en í námunum. Vatnið úr lindunum var soðiö og saltið varð eftir. Það var selt í drönglum sem líktust kandís. John Alexander segir saltvinnsl- una við Saale hafa líkst salt- vinnslunni sem fram fór í Uvinza í Tansaníu á öldinni sem leið en þar unnu um 20000 manns. Þriðja svæðið, sem nýtt var í stórum stíl til saltvinnslu, var við ána Mosel í Frakklandi. Þar hafa fornleifafræðingar fundiö 17 metra háa hauga af úrgangi frá saltvinnslu. Á báðum þessum stöðum hætti þessi starfsemi um áriö 400 f. Kr. eins og í Salzkammergut. Það var einmitt um þaö leyti sem Hall- stattskeiði járnaldar lauk og við tók næsta skeið, La Tene. Um langán aldur þaðan í frá var salt flutt frá ströndinni og inn til landsins. Ibúar stranda Frakklands, Belgíu og Suður- Englands tóku að eima salt úr sjó. Þeir gerðu þetta við ósa stórfljótanna og árnar urðu fljótt aðalflutningsleiöirnar fyrir saltverslunina. En hvað var það sem orsakaði þessi skyndilegu umskipti? I grein í tímaritinu Nature, þar sem John Alexander gerir grein fyrir athugunum sínum, setur hann fram tilgátu um þetta. Þessar aldir voru óróatímar og meðal annars áttu sér stað þjóðflutning- ar kelta til Italíu og Balkanskaga. Þá er mögulegt aö komið hafi til eldsneytisskortur á meginlandinu og dýptin á námunum hafi gert þær óhagkvæmar og hættulegar í rekstri. Þetta hefur komiö íbúun- um á Atlantshafsströnd Evrópu til góöa en þar var enn gnægð skóga til þess að halda glampinum undir saltgrýtunum. 23. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.