Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 42
1S Framhaldssaga
ÁTÖK
Hann setti bréfiö í umslag og
lét flugstjórann fá það til aö
setja í póst, velti fyrir sér hvort
þaö yröi ritskoöaö. Áhöfnin, sem
horföi á hann meö opinskárri for-
vitni, yröi undrandi á heim-
leiðinni. Hann haföi verið fullviss-
aöur um aö þaö heföi ekki aðeins
verið tekiö af henni trúnaöarheit,
henni yröi haldið í notalegri ein-
angrun þar til aðgeröum lyki. Þaö
höföu komiö upp of mörg njósna-
tilfelli í Noregi til aö stjórnin tæki
nokkra áhættu, fyrst hún var búin
aö samþykkja að láta til skarar
skríða.
Þegar vélin var farin frá Tromsö
fór Peterson í hvítan samfesting
með þykku fóðri, nægilega hlýjan
til aö koma í staö svefnpoka niðri
á jörðinni. Flugþjónarnir horfðu
heillaöir á þegar hann fór yfir út-
búnaöinn sinn. Hann stakk
kortunum í langan vasa á buxna-
skálminni. Hann var með uppá-
haldsvopnið sitt, .357 magnum
skammbyssu, skotfæri og lítiö
blikkljós, allt fest í beltiö sitt.
Fallhlífin var samanbrotin á baki
hans. Viö hana var festur sjálf-
virkur loftvogar-opnari sem
opnaði fallhlífina í 2000 feta hæð
ef hann heföi ekki þegar opnað hana.
Við varafallhlifina á bringu hans var
festur hæðarmælir.
í fimmtán mínútna fjarlægö frá
Svalbaröa festi hann langan hólk
við hægri fótlegg sinn, en hann
myndi á endanum hanga undir
honum í nælonkaöli. I honum voru
matarskammtar, föt til
skiptanna, M-16 riffill, saman-
brotin skíöi og lítiö loftskeytatæki.
Loks festi hann hjálm á höfuðið og
slagaði klunnalega aftur í, eins og
vera úr geimferöasögu, reyndi að
halda jafnvægi í ganginum á milli
sætanna.
Liöþjálfinn, sem átti aö koma
honum af staö, sömuleiöis
klæddur í stökkgalla og meö fall-
hlíf ef óhapp yröi, beiö við símann
sem áhöfnin notaði yfirleitt.
42 Vikan 23. tbl.