Vikan


Vikan - 05.07.1984, Síða 7

Vikan - 05.07.1984, Síða 7
Umsjón: Jón Ásgeir eftir slátrun. I því sambandi má benda á að af um það bil 65 slátur- húsum á landinu hafa fá fullgild rekstrarleyfi, mörg eru rekin á undanþágum af ýmsum ástæðum. Kjötið þarf alls ekki að vera af nýslátruðu. Ágætt er að láta það hanga og meyma í nokkra daga í kæli (2—4 stig á Celsíus). Hafi kjötið fengið fyrsta flokks meðferö í sláturhúsi má nautakjöt hanga allt að 20 daga en annars um þaö bil 10 daga. Lambakjöt þarf mun skemmri tíma, það er að segja 5 til 8 daga. Við val á grillbúnaði er rétt að hafa í huga að grindin sé færanleg þannig að hægt sé að ráða steikingar- hitanum. Einnig er rétt að fá stutta sýnikennslu í því að setja saman tækin og athuga um leið hvort allt stendur stöðugt og traust. Nautafilet-steikin er svo gott sem óbrigðult hrá- efni, hvort sem á að grilla eða matreiða með öðrum hætti. Bakaðar kartöflur hæfa vel með nautasteik. Vefjið kartöflur í álpappír og látið þær bakast á grill- grindinni. Silungur grillast líka ágætlega ef hann er vafinn í álpappír. Smakkhópur Vikunnar að störfum. Þetta eru nokkrir af blaðamönnum títtnefnds vikublaðs (talið frá vinstri): Hrafnhildur, Guðrún Birgisdóttir og dóttir hennar, Dagrún, Sigurður Tómasson, Eggert Einars- son og Jón Ásgeir. Megi sólin sem oftast skína á alla grillandi lesendur Vikunnar. 27. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.