Vikan


Vikan - 05.07.1984, Síða 13

Vikan - 05.07.1984, Síða 13
Rigningarsuddi í París gerir umhverfiö vægast sagt gráleitt yfir að líta. Engin máluö þök og húsveggir í öllum regnbogans litum eins og heima á Islandi heldur múrinn grár og þökin sömuleiðis. Örlítið grænt hér og þar lífgar upp veröldina og litla Parceyjan úti í Signu í Neully virðist sem vin í eyðimörk. Leiðin liggur um stórar marm- aratröppur í háhýsi og inn í rúmgóða bjarta skrifstofu með ljósum húsgögnum. Yfirbragðið er nútímalegt. Viðmælandi okk- ar að þessu sinni er Gaynor Lambert og hressilegt bros hennar ásamt Utríkum tísku- myndum á veggjum gefur tUver- unni aftur líf og Ut. Einstaklega faUegur rauður Utur á sumum fatanna á myndunum breytir grámósku dagsins. Gaynor hlær: „Þetta er einn af uppáhaldsUtum Giannis — og blár líka. Grátt og svart notar hann mikið með — bjartari Uti aðsumrien vetri.” Hún er yfirmaður almanna- tengsla á alþjóðamarkaðnum — fyrir Gianni Versace — og fer til MUanó aðra hverja viku. Starf- inu fylgja mikil ferðalög allan ársins hring. Er annars ensk að uppruna en hefur unnið hjá Charles of the Ritz í París í 11 ár og verið hjá Versace síðan 1980. „Það er ekkert óalgengt að finna konur í slíkum stöðum í ilmvatnsiðnaðinum, hins vegar er þaö mjög sjaldgæft í öðrum atvinnugreinum. Ég á sjálf ekki fjölskyldu aö annast þannig að það er auðveldara að sinna starfinu en annars væri. Það hlýtur að þurfa mjög sérstaka konu til þess að sameina hvort tveggja. En takist það getur það haft góð áhrif á sambandið, heldur kannski manninum á mottunni! Besti hluturinn í þessu starfi er að sjá hugmyndir verða að veruleika, hugmyndir sem eru allt í einu orðnar að áþreif- anlegri vöru. Gianni Versace er mjög indæll maður, góður í sam- vinnu og hlustar vel á hugmynd- ir annarra, fylgir eftir hverju smáatriði — lyktar til dæmis af hundruðum prufa áður en hann ákveður hvaða ilmvatn er notað. Síðan er umbúðavalið ekki minna virði. Þegar ilmvatnið hans var á leið á markaðinn rétti hann okkur steinklump og sagði: „Þetta er nákvæmlega það sem ég vil hafa í hendinni, fá þessa tilfinningu.” Það er ekkert sem frá honum kemur sem hann hef- ur ekki hannað sjálfur frá upp- hafi og hann er mjög hrifinn af náttúruefnum og -formum. Taktu til dæmis eftir gráa litnum í umbúðunum fyrir baölínuna, þar sameinar hann litina frá sínu eigin baðherbergi. Vinnufélagamir fá oft ýmsar góðar hugmyndir en hann er snillingurinn að baki öllu og stendur því feti framar. Hann hefur sístarfandi heila, er Suður- ítali og dæmigerður sem slíkur, mikill Itali og snillingur sem hugsar svo hratt að stundum er Á Norðurlöndum er haft á orði að ítalskar fjölskyldur hljóti að vera þær sam- heldnustu í veröldinni, fjöl- skylduböndin virðast ótrúlega sterk. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ítalinn Gianni Versace hóf störf í verslun móður sinnar og í eigin fyrirtæki síðar voru nán- ustu samstarfsmennirnir bróðir hans og systir. Og á því er engrar breytingar að vænta. 27. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.