Vikan


Vikan - 05.07.1984, Side 29

Vikan - 05.07.1984, Side 29
Porsche 908/3 frá 1968. Þessi kappakstursbíll er búinn átta strokka vél sem er 2997 rúm- sentímetrar og kemst hraðast 320 kílómetra á klukkustund. Bræðurnir fóru á hausinn en bflasafnið stendur enn þaö hjálpaði lítiö því aö lokum fór svo aö fyrirtækið fór á hausinn. Þetta var áriö 1976 og tók þá ríkið bílasafn þeirra bræöra upp í skuldirnar. Þaö er vitað mál aö hefði hver bíll verið seldur á upp- boöi hefði bræðrunum sennilega tekist aö borga skuldir sínar og vel þaö (skuldirnar voru um 100 millj- ónir nýrra franskra franka) en ríkiö ákvað aö flokka ökutækin sem safngripi og seldi safniö fyrir rúmlega þriöjung af skuldarupp- hæðinni eða 44 milljónir. Kaupandinn var samtök sem síðar mynduöu félag um safniö. Félag þjóðminjasafns farartækja í Mul- house var stofnaö þann 11. mars árið 1981 en þó svo að það heiti þjóöminjasafn er þaö í eigu einka- aðila, nafnið kom til vegna flokk- unar ríkisins á ökutækjum bræör- anna. Bræðurnir Schlumpf búa nú í Basel í Sviss en vegna skulda, sem enn eru ógreiddar í Frakklandi, geta þeir ekki fariö yfir landa- mærin. Þeir eiga á hættu að veröa settir í fangelsi. Þeir hafa því lítil not af öllum bílunum sem þeir söfnuöu í gegnum árin og eru til sýnis um 100 km frá Basel. Sagt er að þeir hafi byrjað söfnunina til minningar um móöur sína (fyrir utan áhugann á sjálfum bílunum), sem þeir voru mjög háöir, og annar bróðirinn talar aldrei svo viö vini að hann nefni ekki „mömmu” í hverri setningu. Göturnar, sem skipta niður safninu, bera heiti þeirra bræðra og þegar inn kemur má sjá stóra mynd af móöur þeirra sitjandi meö prjóna, svo þrátt fyrir allt hefur hún kannski ekki verið til einskis, bíladellan bræðranna. Ferrari. 312 formúla 1 árgerð 1970. Vélin er tólf strokka, sprengirými er þrír lítrar. öku- menn þessarar bifreiðar voru kappaksturs- hetjurnar Reggazoni og Andretti. Mercedes-Benz 300 SL árgerð 1955. Sex strokkar, sprengirými 2995 rúmsentímetrar. Hurðirnar eru svokallaðir „fiðrildisvængir" með hjörunum á toppnum. Hámarkshraði: 210 km/klst.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.