Vikan


Vikan - 05.07.1984, Qupperneq 40

Vikan - 05.07.1984, Qupperneq 40
Mikið úrva/ afsænskum bómuUarfatnaði, einnig hentugur sem tækifærisfatnaður. — Sendum í póstkröfu — n Fimm mínútur með W Kostir og gallar minnismiða 4 Ég veit ekki hvort það er eitt- hvað sem fylgir aldrinum en ef ég skrifa ekki allt niður, þegar ég þarf að muna eitthvað, þá gleymi ég því. Hálftíma eftir að einhver hefur sagt mér eitthvað, sem ég verð endilega að muna, er ég bú- inn að steingleyma því ef ég hef ekki párað það niður á miða. Eins og til dæmis í gær. Marí- anna stóð tilbúin til brottfarar út á land og ætlaði að vera þar í þrjár vikur og daglegar skyldur á heimilinu féllu mér í skaut. — Mundu nú að affrysta ísskáp- inn að minnsta kosti einu sinni í viku, sagði hún. — Affrysta ísskápinn, endurtók ég. — Skrifaðuþaðhjáþér! Ég krotaöi það niður á bakhlið- ina á gamalli kassakvittun. — Og mundu svo að slá gras- flötina að minnsta kosti tvisvar í viku. Ég er enn ekki búin að gleyma illgresinu sem ég kom að þegar ég kom heim í fyrra. — Ég skal snoða hana reglu- bundið, sagði ég glettnislega. — Skrifaðu það hjá þér! Og blómin. Kólusinn annan hvern dag, begónían þarf mikið, gyðingurinn þegar sól er en þú veröur að passa þig að vökva burknana ekki nema lítið og úða þá svo vel. Svo verðurðu að passa að ræturnar á japanska blóminu verði aldrei þurrar, þaö þarf að vera blautt á því alltaf og. . . — Ekki svona hratt, sagði ég til að stoppa hana af og svo krotaði ég hjá mér það sem ég hafði náð af ræðunni svo neistaði af blýantin- um. — Og svo verðurðu að muna að draga rúllugardínurnar niður þegar mikil sól er. . . .heyrðu, þú mátt ekki gleyma pelagóníunni. Og vínviðnum! Heyrðu, og svo verðurðu að vökva kaktusana svona að minnsta kosti einu sinni og. . . — Hvernig stafaröu pela. . . þarna? — Heyrðu, ég læt hana bara til Diddu, ég treysti þér ekki fyrir henni. Svo er eitt blóm inni á baði sem þú getur örugglega ekki stafað en þú verður að vökva það. Skrifaðu það hjá þér! — Skrifað! Maríanna leit rannsakandi yfir heimilið í síðasta sinn og síðan á minnismiðann. — Skrifaðirðu eitthvað? — Róleg bara, sagði ég og rak miðann upp að nefinu á henni svo hún gæti lesiö: Muna að vökva baðherbergið! — Heyrðu, já, og það þarf að klippa limgerðið, sagði hún. . . fyrir verslunarmannahelgi alla vega. . . ég gleymi því ekki hvernig það leit út þegar ég kom heimífyrra. — Búinn að skrifa það. — Og mundu að þú varst búinn að lofa að helluleggja veröndina og bera á garðhúsgögnin. Ég krotaði það hjá mér. — Nokkuð fleira? — Já, rósarunnarnir gætu þurft vökvun, ef það er þurrt, og svo verðurðu að taka uppþvottinn jafnóðum, annars verður hann óleysanlegt vandamál. Þú skalt þvo diskinn og glasið um leið og þú ert búinn að nota það. Ég er ekki 40 Vikan 27. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.