Vikan - 05.07.1984, Page 56
Bakhúsafegurð m-------------------->
Þœr eru margar, húsalengjurnar í henni Reykjavík, og flestir vegfarendur
þjóta fram hjá þeim í dagsins önn án þess kannski að fá nokkurn tíma ad vita
hvað þar leynist á bak við. Þegar gengið er í gegnum húsasund í lengju einni
við Bergstaðastrœtið blasir við fögur sjón: Gamalt timburhús, bráðum 100
ára, hefur verið gert upp og húsið og garðurinn í kring, með litlu Ijóskerun-
um, eru eins og lítið œvintýraland þegar komið er frá grárri og hversdags-
legri götunni. ínœstu VIKU verður í máli og myndum sagt frá heimsókninni
íþetta hús sem er eitt af fyrstu húsunum sem voru flutt úr stað í Reykjavík.
Mér finnst allir hvítingjar eins
- eftir að hafa verið í Afríku *
— segir Birna Bjarnadóttir sem dvalið hefur ásamt manni sínum, ísleifi
Jónssyni verkfrœðingi, í Afríku meira eða minna allan síðasta áratug. Þau
eru enn á förum til Afríku en í nœstu VIKU segja þau ýmislegt um hvítingja
og Afrikana í Afríku austanverðri.
Myndir lesenda
Myndir lesenda eru sívinsœlt efni, bœði fyrir þá sem þekkja þar sínar eigin
myndir á prenti og ekki síður fyrir hina sem sjá þar skemmtilegar myndir og
stundum af óvenjulegum atvikum og hlutum. — / nœstu VIKU er enn einn
þátturinn afþessu tagi.
Gert við í geimnum m---------------- >
Óhœtt er að segja að síðasta ferð geimferjunnar Challenger hafi vakið
mikla athygli, einkum fyrir þá sök að geimfararnir gerðu við gervihnött sem
hafði bilað snemma á ferli sínum og beindu honum aftur á rétta braut,
eigendum hnattarins til brúks. / nœstu VIKU fylgjum við þessum bíla-
viðgerðarmönnum geimaldar og birtum myndir frá gervihnattaverkstœðinu.
Þar sem grasið er grænt
heitir nýja framhaldssagan sem hefst í nœsta blaði. Hún segir frá ungri og
íðilfagurri konu sem á landnemaárunum vestanhafs hrökklaðist úr sínu
eigin landi, Englandi, vestur um haf og átti ekki afturkvœmt heim af sér-
stökum ástœðum. Hvers vegna það var fá þeir að vita sem fylgjast með nýju
sögunni frá upphafi — og þeir fá líka að kynnast því hvernig líf stúlkunnar
tekur nýja og framandi stefnu í nýju landi.
Sumarpeysa »---------------------►
Vonandi aumkar sólin sig yfir okkur í sumar. Efsvo verður er nauðsynlegt
að eiga þœgilega sumarpeysu og við birtum uppskrift að einni slíkri í næstu
VIKU.