Vikan


Vikan - 01.11.1984, Page 5

Vikan - 01.11.1984, Page 5
Fjallið Skjaldbreiður. Það var á þessum slóðum sem Jónas Hallgrímsson villtist frá sam- ferðamönnum sínum, var einn með hrossi sinu í tvö dægur og orti kvæðið góða. Á hverju hausti auglýsa sýslumenn landsins í blöðum og útvarpi að menn geti étt von á umferðartöfum vegna fjárrekstra. Sumir þeirra loka raunar ýmsum vegum í umdœmum sínum fyrir bflum til þess að trufla ekki þessa ferfættu vini okkar. Göngur og röttir eru tími athafna í sveitum landsins. Það er líka alltaf nokkur ævintýrablœr yfir fjallferðum og smalamennsku: Þetta eru oft margra daga ferðir á hestum um fjöll og vegleysur. í austurhluta Þingvallahrepps eru aðeins tveir bæir í byggð, Miðfell og Mjóanes. Þeir eiga afrétt með Gríms- nesingum en fá aðstoð frá vinum og kunningjum til smalamennskunnar sem tekur tvo daga. Útsendari Vik- unnar veitti þeim lið í september 1983 og tók nokkrar myndir sem nú koma fyrir augu lesenda. Afrétturinn liggur eiginlega norð- austur af þjóðgarðinum, frá Kaldadal f vestri, upp í hlíðar Skjaldbreiðar og austur að Tindaskaga. Réttað er við Gjábakka. Þar er nú ekki búið lengur fremur en á öðrum bæjum innan þjóð- garðsins. Áður fyrr hefur líklega verið fleira fé í Gjábakkarétt en nú er. Þá var búið á Þingvöllum, í Vatnskoti, Skógarkoti, Hrauntúni, Gjábakka og Arnarfelli en allir þessir bæir voru í byggð fram á þessa öld. Myndir: Guðrún Jóhannsdóttir Texti: Sigurður Tómasson og Eggert Einarsson. Göngur í Þingva/lasveit 38. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.