Vikan


Vikan - 31.01.1985, Page 25

Vikan - 31.01.1985, Page 25
Eldhús VikunnarÁ Fyllt eggaldin með tómataþykkni Fyrirfjóra. Efni: 4 meðalstór eggaldin (aubergine) 2 laukar 1 rifaf hvítlauk 1/81 af óltfuoltu (eða annarri matar- olíu) 200 g nautahakk pipar salt safran basilíka 4 matskeiðar sesamfræ 4 matskeiðar rifinn ostur (parmesan) 1 stór dós niðursoðnir, afhýddir tómatar 30 g mjúkt svínaspik 1 matskeið smjör (eða matarolta) 1 gulrót (stceðileg) 1 leggur af'selju 1 matskeið hökkuð steinselja ofurlítil flís af sterkum piparávexti (rauðum) 1 negulnagli óreganó sykur eftir þörfum. Tilreiðsla: 1) Skerið eggaldinin að endilöngu og ♦ hreinsið innan úr þeim með skeið. Skiljið þó eftir ofurlitla rönd og stráið saltiíhýðin. 2) Hakkið helminginn af því sem kom innan úr. Saxið laukinn, merjið hvítlaukinn, blandið því saman við og brúnið allt saman í sex mat- skeiðum af ólífuolíu. 3) Setjið hakkið á pönnuna og steikið. Kryddið vel og stráið basilík- unni í blönduna. 4) Hellið af safanum sem safnast hefur í hýði eggaldinanna. Setjið fyllinguna í og stráið sesamfræi og rifnum osti yfir. Hellið góðum slurk af olíu í hvert aldinhýði. Setjið afganginn af olíunni í stórt eldfast fat og bakið í ofni við meðalhita í um það bil 50 mínútur. Á meðan rétturinn er að bakast er tómatþykknið útbúið. Tómatarnir úr dósinni eru skornir í sneiðar (ekki fleygja safanum). Spikið er skorið í teninga og brúnað í því sem eftir kann að vera af olíunni. Seinni laukurinn saxaður ásamt gulrótinni, seljunni og steinseljunni og síðan látið krauma í feitinni ásamt tómötunum. Kryddið með negulnaglanum og óreganó. Hellið síðan safanum yfir þetta og látið malla í 20 mínútur. Bragðbætið sósuna með salti og pipar. Ef tómatarnir eru súrir má setja ofur- lítinn sykur í sósuna. Og þegar hér er komið sögu ættu eggaldinin að vera bökuð í ofninum. Verði ykkur að góðu! S.tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.