Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 8
Fremst til vinstri er benjamínsfikjutré (Ficus benjamini), falleg og býsna
algeng planta i stofum. Flún getur orðiö mjög há, 2 — 3 m þar sem skilyrðin
eru best. Benjamín kýs helst að standa á björtum stað í stofunni og þolir illa
beint sólskin. Gætið þess að láta moldina aldrei þorna alveg því þá taka
neðstu blöðin að falla. Plantan hefur gott af daglegri vatnsúðun.
Aftar til vinstri er drekatré (Dracena). Drekatré eru ekki ýkja sérvitur
hvað birtu snertir. Æskilegust skilyrði eru þó fremur bjartur staður en ekki
beint sólskin. Það þarf að vera hlýtt kringum drekatré og það þolir mjög illa
kulda. Þvi er ekki rétt að láta plöntuna standa I norðurglugga að vetri til.
Flana þarf að vökva i meðallagi og hún þolir að þorna.
Háa plantan á gólfinu er nilarsef (Cyperus). Þetta afbrigði getur orðið
mjög hávaxið en til eru önnur minni. Nilarsef þarf góða birtu en ekki sterkt
sólskin. Plantan þarf mjög mikið vatn. Best er að láta pottinn standa I stórri
skál eða pottahlif og láta pottinn standa á kafi i vatni. Úðið oft. Oft getur
þurft að binda stönglana saman. Plöntunni er fjölgað með því að klippa
stöngul mað blaðhvirfingu og hvolfa ofan i vatn. Hann er látinn vera þar
uns rætur hafa myndast. Einnig er hægt að fjölga plöntunni með skiptingu.
i glugganum eru meðal annars bergflétta (Hedera) með stjörnulaga,
dröfnóttum blöðum. Hún þolir ekki sterkt sólskin en getur á hinn bóginn
staðið í nokkrum skugga. Best er þó að láta plöntuna standa á tiltölulega
björtum stað. Hún þarf fremur litla vökvun. Úðið hana oft og þurrkið ryk af
blööum með rökum klút.
Blómstrandi plantan er gloxinía, fallegt sumarblóm í stofunni, rætkað
upp af laukhnúðum siðla vetrar. Vökvist vel á meðan hún er í blóma.
Plantan getur lifað í nokkur ár ef hún er klippt niður að lokinni blómgun.
Laukhnúðurinn er geymdur á svölum stað yfir veturinn. Siðla vetrar er
hnúðurinn settur í nýja mold og vökvaður.
Fremst er kókospálmi, glæsileg planta sem getur verið
erfið viðfangs. Kókospálminn þarf að standa á björtum stað,
til dæmis nálægt stórum stofuglugga en ekki alveg við
hann. Æskiiegast er að loftið umhverfis hann sé hlýtt og rakt
að sumri en svalara á veturna. Kókospálminn þarf góða
vökvun og klumpurinn má aldrei þorna alveg. Úðið oft með
úðara.
Í glugganum eru frá vinstri tengdamóðurtunga
(Sansevaria) og júkka (Yucca). Þessar plöntur þola dável
sólskin, einkum tengdamóðurtunga. Reyndar er því þannig
varið með tengdamóðurtungu að hún þrífst nánast hvar sem
er i íbúðinni. Sömuleiðis þolir hún þurrft loft. Vökvið spar-
lega og leyfið moldinni að þorna alveg á milli. Ágætis planta
í suðurglugga.
Júkka þrífst vel í eða við suðurglugga en þolir þó að
standa innar í stofunni. Vökvið hana vel yfir sumartímann en
minna á veturna. Hún hefur gott af vatnsúðun öðru hverju.
\
8 Vikan 16. tbl.