Vikan - 18.04.1985, Page 15
Alberto kvaðst hafa verið feginn þegar hann vaknaði
eftir 45 mínútna meðvitundarleysi. Hann var feginn að
finna til. Sú staðreynd að hann sárkenndi til í fætinum
færði honum nefnilega heim sanninn um að hann var á
lífi.
Læknirinn sem annaðist Alberto á Floresta sjúkra-
húsinu sagði hann vera í ágætu formi. Allt sem virtist
hrjá hann voru nokkrar skrámur, tvö brotin rif og all-
djúpur skurður á vinstri handlegg. Skurðurinn kom þó
ekki í veg fyrir að Alberto gæti hreyft handlegginn því
skurðurinn var langs eftir handleggnum en ekki þvers
og hafði því ekki skorið sundur neina vöðva.
Sjálfur kvaðst Alberto muna allvel eftir aðdraganda
slyssins og slysinu sjálfu. Þó væri smátímabil sem hann
myndi ekki. ,,Ég var að rétta félaga mínum borð þegar
ég missti jafnvægið og féll aftur á bak. Svo fékk ég
högg og allt varð svart. Það er það sem ég man ekki.
Ég man ekki eftir neinum sársauka. Ég vaknaði aftur
þegar ég kom á spítalann. Þá fann ég til. Og ég varð
ánægður því ég vissi að ég væri á lífi."
En Alberto Rithner er óneitanlega heppinn maður.
Læknirinn á spítalanum, sem annaðist hann eftir slysið,
fullyrðir að það sé einstakt í sögu læknisfræðinnar að
maður slasist jafnlítið við jafnmikið fall.
Og hann er ekki bara heppinn með skrokkinn á sér.
Þegar hann kom til sjálfs sín var það fyrsta sem hann
gerði að þreifa á brjóstvasanum. Hann fann peningana
sem hann átti að eiga þar en ekki úrið sitt. Vinnufélag-
arnir leituðu að úrinu á slysstaðnum og viti menn — þar
var það og gekk eins og ekkert hefði ískorist. Glerið var
að vísu brotið en það var allt og sumt.
Og ef þið trúið þessu ekki skuluð þið bara skoða
myndirnar!
16. tbl. VIKanlS