Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 18
Roberta Silman
Börnin í garðinum
Hann var afkáralegur og klunnalegur og leit út eins og dúkkustrákur,
en hann var vinur Jess.
Á hverjum morgni gengum við
Jessica á leikvöllinn í Kensing-
tongarðinum. Við höfðum komið tíl
London frá Bandaríkjunum þrem-
ur vikum áður, í byrjun júní, og
ætluðum að dvelja í eitt ár. Phil
hafði fengið verkefni hjá bresku
fyrirtæki.
Suma dagana dóluðum við Jess
fyrir framan sýningarglugga
skartgripaverslana eða í bókabúð-
inni. En þegar viö höfðum gengið
fram hjá stórmarkaðnum varð
Jess óþolinmóð. Þegar hún sá hlið-
iö á leikvellinum fór hún að
hlaupa.
Þegar ég horfði á hana velti ég
því fyrir mér hvort einhver myndi
tala við okkur í dag. Fram til
þessa hafði ekki nokkur sála
ávarpað okkur. Jess virtist vera
alveg sama. Hún var bara
fjögurra ára og var ánægð ef
henni var ýtt í rólunni eða fékk að
renna sér niður rennibrautina.
Þegar hún var orðin hagvön á leik-
vellinum fór ég að taka með mér
pr jónana mina eða bók. Ef hún gat
hlaupið til mín og smellt á mig
kossi var hún ánægð.
Samt var þetta einmanalegt.
Ég sat og virti fyrir mér ensku
bömin og mæður þeirra og mér
fór að líða óþægilega. Ég settist
eins nálægt konunum og ég gat en
þær voru niðursokknar í að fylgj-
ast með bömum sínum eða rabba
hver viö aðra og ég virtist aldrei
fá tækifæri til aö blanda mér í
samræðumar og kynna mig. Ég
hafði alltaf verið feimin og eftir
því sem dagamir liðu átti ég erfið-
ara með að brosa.
Én dag nokkura í júlí eignaðist
Jess vin. Það var lítill indverskur
drengur sem hét Raja. Bömin
léku sér og ég og móðir Raja sát-
um saman. Hún sagði mér að þau
væru hér í sumarfríi. Hún var
elskuleg og vingjamleg og hafði
lesið eitthvað af bandarískum
bókum.
Veður var milt þessa viku. Það
hafði ekki komið jafngott sumar í
Englandi árum saman. I blöðum
og útvarpi lýstu menn yfir undrun
sinni. Við hittumst við hringtjöm-
ina næstum því á hverjum degi og
tvisvar borðuðum við saman ír
garðinum. Fyrst var það banda-
rískur matur og næst indverskur.
Rósunum virtist fjölga fyrir
framan augun á okkur. Síðasta
daginn sem bömin voru saman á
leikvellinum tókum við myndir af
þeim þar sem þau ilmuöu af blóm-
unum, síðan kvöddumst við.
Daginn eftir tilkynnti Jess:
„Ég ætla ekki að fara í garðinn í
dag. Ég held ég sakni Raja of
mikið.”
Ég brosti.
„Ekki hlæja að mér, mamma,”
sagði hún og fór að skæla. Hún var
glaðlynt bam og mér stóð ekki á
sama. Ég stakk upp á því að við
færum að gamni okkar lengri leið-
ina, fram hjá húsi Margrétar
prinsessu, gegnum appelsínulund-
inn. Það þýddi að við kæmum inn
á leikvöllinn baka til.
Rétt við bakhliðið stóö bam
sem virtist vera að bíða eftir okk-
ur. Ég hafði veitt honum athygli
einu sinni áður við styttuna af
Pétri Pan. Hann hafði horft á
Jessicu benda Raja á litlu dýrin
sem voru falin í styttunni. Þegar
hann sá að ég var að horfa á hann
varð hann óttasleginn þannig að
ég leit niður.
Þegar ég leit upp aftur var
18 Vikan 16. tbl.