Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 20

Vikan - 18.04.1985, Side 20
um í sumar áttir en ekki aðrar. Til að mynda gat hann aðeins lesiö einföldustu orð og það hikandi. Samt gat hann sagt makalausar sögur. Sumar voru byggðar á upp- hafi ævintýra, aðrar voru upp úr honum. Hann átti erfitt með aö telja en þekkti nöfnin á öllum fugl- unum sem urðu á vegi okkar á röltinu um garðinn. Þegar ég dáð- ist að marmarakúlusafninu hans fór hann að segja mér allt um gler, hvemig það væri búið til og htað. „Hvemig veistu svona mikið?” spurði ég. „Það var gamall maöur sem ég þekkti sem vann í glerbræðslun- um fyrir noröan. Hann var vinur minn.” Við fórum b'irtu í þrjár vikur í október. Þegar við komum til baka var Jess viss um að Patrick væri ekki í garðinum. Við vorum ekkert að flýta okkur fyrsta morguninn en þegar við sáum hliöið var hann þar. Það var eins og hann hefði aldrei hætt að sveifla sér á hliðgrindinni. „Skólinn byrjar eftir nokkrar vikur,” sagði hann áður en hann greip í höndina á Jess. Dagamir urðu styttri og kaldari en samt var enn milt veður. Rósir blómstmðu í byrjun nóvember og laufin á trjánum vom enn græn. Af því að veðrið var svona gott ákváðum við Jess að fara með Patrick í dýragarðinn í Regent’s Park. Við ætluðum að vera þar mestallan daginn og mér fannst nauðsynlegt að fá leyfi foreldra Patricks. Ég útskýrði þetta fyrir honum og átti von á að hann léti mig hafa símanúmer. I staðinn sagði hann: „Gætirðu ekki skrifað þetta á miða, mamma? Við höfum ekkisíma.” Hann kom aftur með miða með ólæsilegu kroti. Ég stautaði mig fram úr: „Patrick má fara. Takk fyrir. Ivý W... ” Eftimafnið var hallandi strik. En miðinn var greinilega trúverðugur og þegar dagurinn rann upp beið Patrick í sínum bestu fötum með nesti. Teboð sjimpansanna var hápunktur dagsins. Éftir að viö vorum búin að fara og skoða sjimpansana þrisvar sinnum vildi ég að við færum heim. Við fórum úr strætisvagninum við Kensingtongarðinn til þess að fylgja Patrick heim. Ég hafði alls ekki hugsað mér að fara á leikvöll- inn og var farin að hlakka til þess að fá mér kaffibolla og skipta um skó þegar Jess tosaði í handlegg- inn á mér. „Mamma, séröu þessa skrítnu stráka?” Á leikvellinum var hópur ungra drengja, tötrum klæddir. „Það er Guy Fawkes dagur í dag,” sagði Patrick. Jess heimtaði að við kæmum nær til þess að sjá hvað þeir væm aðgera. „Penný fyrir Guy! Penný fyrir Guy!” kailuðu drengimir þegar við nálguðumst þá. Ég opnaði veskið mitt til þess að ná í einhverja smá- peninga. Patrick og Jess flýttu sér í rólumar. Ég sá að það var tekið að skyggja og vildi fara að fara heim. Það var komið fram yfir tetíma. Allt í einu kallaði einhver „Þama er Patrick!” og strák- amir stukku burt frá mér og hlupu í áttina að rólunum. „Hvar hefurðu verið, Patrick?” kallaði einn. Patrick svaraði ekki og tók að rólasérhærra. „Við söknum þín í skólanum!” kallaði annar. Ég hljóp yfir að rólunni sem Jessica var í og stöðvaði hana. „Komdu, Patrick. Það er kominn tími til að fara heim,” sagði ég hátt. Hann starði á mig eins og hann kannaðist ekki við mig. Strákamir söngluðu. „Við náum Patrick og köstum í hann steinum og þegar hann er dauður troðum við á hans beinum.” „Komið ykkur burtu!” hrópaði ég en þeir hlógu og héldu áfram að söngla sömu klausuna aftur og aftur. Patrick rólaði sér hærra og hærra og ég sá fyrir mér þá skelfingarsjón þegar hann dytti niður í blóðpolli. „Burt með ykkur! Hypjið ykkur héðan!” hrópaði ég en strákamir hlustuðu ekki á mig. Það var þýðingarlaust að kalla á hjálp því leikvöllurinn var auður. Ég sneri baki við drengjunum og fór að tala til Patricks. Þegar hann rólaði til mín sá ég að augun í honum vom gljáandi. „Patrick!” kallaði ég nokkrum sinnum. Hann starði en svaraði ekki. Jess togaði í handlegginn á mér. „Patrick!” æpti hún. „Patrick, þettaer Jess!” Hann leit niður. „Komdu Patrick. Það er kominn tími til að fara,” kallaði ég. Við þetta hægði hann á rólunni. Leikvöllurinn var óeðlilega hljóður. Augnablik hélt ég að strákamir hefðu fahð sig og væm þess albúnir að stökkva á hann. En þá sá ég til þeirra þar sem þeir gengu í áttina að Bayswater Road og kölluðu: „Penný fyrir Guy! Penný fyrir Guy!” Ég hélt utan um bömin tvö þar til við heyrðum ekki lengur til þeirra og þá flýttum við okkur út úr garðinum. Patrick leit á mig. „Þeir em úr skólanum sem ég var síðast í,” muldraði hann og ég þrýsti hönd hans. Daginn eftir var Patrick ekki í garðinum og ekki þann næsta eða þamæsta. Til að byrja með reyndi ég að gera leit okkar að honum að eins konar feluleik en hvorki mig né Jess langaði til að leika okkur. Að lokum fór ég til gæslukonunnar á leikvellinum. Hún stóð við dymar á litla múr- steinshúsinu. Hún hafði vafið þunnri kápunni þétt um sig því skyndilega var orðið mjög kalt i veðri og hráslagalegt. „Veist þú nokkuð hvar Patrick gæti verið?” spurði ég hana. Jess haföi samþykkt að fara ein í ról- umar. „Hefur hann ekkert komið?” spurði hún. „Nei, ekki í nokkra daga.” I rauninni vom það nákvæmlega þrír dagar. „Og hann kvaddi ekki. Mig langar til þess að hitta hann.” Hún yppti öxlum. „Ég veit ekki hvemig þú ferð að því. Ég veit ekki hvar hann býr og ég veit ekki hvað fólkið hans heitir.” Hún tók sér smáhvíld. „Það er eitthvað að honum, skal ég segja þér. Mamma hans kom héma einu sinni og sagði að ef hann léti illa ætti ég að taka í hnakkadrambiö á honum og segja honum að fara heim. Hátt. En hann lét aldrei illa, hoppaði bara um. Þá komst þú. Með þér og litlu stelpunni virtist hann ánægður. Samt skildi ég aldrei hvers vegna þið höföuð áhuga á hans líkum. ’ ’ Hún hafði sett hendur á mjaðmir og hristi höfuðið. „Sagði móðir hans þér nokkum tíma hvað var að honum?” spurði ég. „Hún virtist ekki vita það. Þau eru fátækt fólk með hóp af bömum. Hún sagði að þeir hefðu sagt að hann væri geðveikur eða þroskaheftur — annað hvort. Þú veist, sálfræðingar og svoleiðis.” „Talaði hún eitthvað um skóla?” „Hún sagði að hann ætti að fara í heimavist úti á landi einhvem daginn. Þeir héldu að það myndi hjálpa honum ef hann kæmist aö heiman, þannig að það væri hægt að ráða við hann. Ég býst við að hannséfarinn.” Hún leit á mig augnablik og rödd hennar var blíðlegri. „Hafðu ekki áhyggjur. Það verður allt í lagi með hann,” sagði hún. „Það er alltaf svo. Þannig verður það að vera.” 20 ViKan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.