Vikan - 18.04.1985, Síða 24
Læknirinn setur
ásig
svuntuna
Óttar Guðmundsson yfirlæknir
í Eldhúsi Vikunnar
Óttar Guðmundsson er yfirlæknir í heilsu-
gæslustöðinni í Keflavík. Hann lauk doktors-
prófi í Svíþjóð árið 1984 og fjaliaði doktors-
ritgerð hans um áhrif salts á háþrýsting. Það
má segja að það hafi verið happ VIKUNNAR
að Óttar er líka áhugamaður um matargerð
og matarneyslu. Við fengum hann nefnilega
til þess að taka að sér nokkrar uppskriftir í
Eldhúsi Vikunnar.
Fyrir mörgum árum, þegar ég var að læra þýska tungu í
menntaskóla, var sú skoðun ríkjandi að þetta ágæta tungumál
yrði best lært af orðtækjum og málsháttum. Til var bók sem hét
Þýsk orð og orðtök og var sá bestur í málinu sem flest gat lært
orðtökin. Löngu síðar var ég á ferð í Þýskalandi og reyndi að
ræða við alþýðu manna á þessu orðtakatungumáli. Sæmilega
gekk að gera sig skiljanlegan en fólk horfði á mig svipuðum
undrunaraugum og við mundum horfa á einhvern glaðbeittan
Þjóðverjann sem gæti til dæmis hreytt út úr sér þegar verið
væri að varpa honum á dyr í Óðali: ,,Eigi má sköpum renna."
Matur og
málshættir
Matseðlar og matargerðarkúnst þjóðanna lýsa oft þjóðarsál-
inni og nota menn gjarnan matarvenjur þjóðanna til að lýsa
göllum þeirra og kostum. Þannig eru Frakkar álitnir hinir mestu
sælkerar og ágætismenn og skemmtilegir matseðlar og
„cuisine nouvelle" sanna það en aftur á móti færir dapurlegt
sauerkraut Þjóðverja mönnum enn heim sanninn um það
hversu leiðinlegir og frekir þeir síðarnefndu eru. Ekki er ég alveg
sammála þessum staðhæfingum enda tel ég að gera megi allan
mat skemmtilegan og gómsætan með smávegis vinnu og
hugsun.
Þessi langi formáli á eiginlega að leiða til þess að eftir öll
þessi ár eru nokkur þessara orðtaka mér enn minnisstæð, eins
og til dæmis Der Mensch ist was er frisst, eða í lauslegri þýð-
ingu, maðurinn er það sem hann étur, eða maðurinn étur það
sem hann étur. Eftir því sem árin hafa liðið hefur mér fundist
þetta betra spakmæli og harma að hafa ekki notað það meira á
ferðum mínum erlendis. En matargerð og matarval lýsir nefni-
lega innri manni meira en margt annað.
Matargerðaráhugi minn vaknaði fyrir nokkrum árum þegar
ég í útlöndum saknaði matarins hennar mömmu og taldi mig
hvergi fá almennilega að borða. Ég hef síðan haldið við þessum
áhuga með lestri bóka og blaða og stöðugum verklegum
æfingum þegar tími og aðstæður hafa verið fyrir hendi. Ég tel
að allir geti búið til góðan mat en það tekur smátima og til þess
þarf ákveðna hugsun og skipulagningu en ekki neina sérstaka
fingrafimi. Þess vegna vil ég hvetja sem flesta að skella sér í
eldhúsið og reyna eitthvað nýtt. Það er hægt að matreiða fisk á
ótrúlega marga vegu en ekki bara með því að sjóða hann í söltu
vatni og bera svo fram með hamsatólg og kartöflum. Slíkt er
auðvitað ágætismatur en leiðinlegur til lengdar. Ég mun i þess-
um þáttum mínum fara vitt og breitt um lendur matseldarinnar,
gefa uppskriftir að réttum sem mér finnast mjög góðir, ræða
um megrunarmat, saltsnauðan mat og svo lostætar krásir fyrir
þá sem bæði geta snætt salt og feitt að vild.
24 vikan 16. tbl.