Vikan - 18.04.1985, Side 26
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar:
Hvað segja stjörnurnar
um afmælisbarnið?
Hver er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku?
Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu?
Hvernig lítur út í ástamálum þeirra?
Hvernig er heilsufari þeirra háttað?
Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja
um þá sem eiga afmæli 18. —24. april.
* * * * * 18. apríl: * * * * *
Fólk, fætt í hrútsmerkinu, er
einatt þverlundað en fremur vilja-
sterkt. Það er kjarkað og bregst
einatt við óvæntum uppákomum
af djörfung. Stundum veldur þetta
því að fólk, sem fætt er í dag, er
talið óháttvíst og ekki mjög næmt
á tilfinningar annarra. Framkom-
an mótast nefnilega oft af athafna-
viljanum en er ekki eins þaulhugs-
uð með tilliti til annarra. Því er
einatt nauðsynlegt fyrir þann sem
fæddur er í dag að huga að hátt-
semi sinni, reyna að temja sér
nærgætni í umgengni við annað
fólk og rasa ekki um ráð fram. Þá
munu kjarkurinn og fram-
kvæmdaviljinn nýtast á jákvæðan
hátt.
Öll hagnýt störf og veraldar-
vafstur eiga vel við afmælisbarn
dagsins. Best henta kannski störf
sem tengjast flutningastarfsemi
eða annarri útvegun. Störf í kring-
um vélar virðast liggja á sviði
þess sem fæddur er í dag. Þar
kann stundum að reyna á þolin-
mæðina og jafnvel jaðrar við eirð-
arleysi. Viljastyrkurinn getur þó
komið þarna til góða og einþykkn-
in ef tekist hefur að hemja hana í
viðjum háttvísi og kurteisi. Stund-
um vill bera á því hjá fólki, sem
fætt er í dag, aö það varpi frá sér
verkum þegar á móti blæs því það
vill gjarnan sjá árangur fljótt og
þolir illa alla bið.
Fólki, sem fætt er í dag, farnast
oft ekki vel í hjónabandi því þá
koma til skapgerðareiginleikar
þeir sem áður er á minnst: ein-
þykknin og dálítill skilningsskort-
ur gagnvart öðru fólki. Einkan-
lega er þessi skilningsskortur
bagalegur í samskiptum við hitt
kynið. Þar er stundum svo að sjá
sem fólk, fætt í dag, geti ekki lifað
í sambúð.
Heilsufarið er fremur gott.
Viljastyrkurinn og þrjóskan láta
ekki undan fyrir mörgum sjúk-
dómum og það er ekki rúm fyrir
neinn kveifarskap.
Happatalan er 9.
19. apríl:
Eins og aðrir hrútar hefur af-
mælisbarn dagsins talsverða for-
ystuhæfileika. Stundum er fólk,
sem fætt er í dag, gætt háleitum
hugsjónum og telur sig vera að
ryðja braut nýjum hugmyndum.
Þessum degi tengjast ótvíræðir
forystuhæfileikar sem helgast ef
til vill af því að fólk, fætt í dag, er
fætt undir sterkum áhrifum frá
sólinni og reikistjörnunni Mars.
Mars var herguð Rómverja og
fólk, sem fætt er undir áhrifum
hans, er oft þrekmikið og jafnvel
afreksfólk, til dæmis í íþróttum.
Sólin er tákn tignar og göfugleika
og áhrif hennar beina afmælis-
börnum dagsins oft inn á brautir
æðri lista.
Skapandi störf henta best. Eink-
um eru það bókmenntir og tónlist
sem virðast liggja fyrir fólki sem
fætt er í dag og tærleiki hugans og
háleit markmið geta stuðlað að
miklum frama á listabraut ef list-
in er stunduð af kostgæfni og alúð.
Forysta í félagsmálum er einnig
líkleg hjá afmælisbörnum dagsins
og ábyrgðarmikil stjórnunarstörf
hjá ríki eða einkaaðilum. Stund-
um þarf þó aö temja vel hugar-
flugið og reyna að hafa hemil á
sköpunargáfunni til þess að vel
farnist í venjubundnum störfum.
Þetta leiöir einatt til innri tog-
streitu hjá afmælisbörnum dags-
ins og kemur stöku sinnum fram í
óþolinmæði og úrillsku í garð und-
irmanna. Því er nauðsynlegt að
læra að hemja skap sitt.
Ástamálin eru söguleg. Þar
skiptast vissulega á skin og skúrir
eins og við má búast vegna af-
stöðu himintunglanna. Svipting-
arnar i tilfinningalífinu eru stund-
um miklar en ástasamböndin
stundum eldinum heitari. Þó kann
svo aö fara að réttur maki finnist
og endist og þá er hamingjan vís.
Lífsfjörið er mikið og lífskraft-
urinn svo sjúkdómar hrjá lítt þann
sem fæddur er í dag. Þó er hætt
við að hitasótt af einhverju tagi
eigi eftir að gera þér lífið leitt.
Happatölur eru 9 og 1.
* * * * * 20. apríl: * * * * *
Sá sem fæddur er í dag er á
merkilegum tímamótum. Sólin er
að fara úr hrútsmerkinu yfir í
nautsmerkið og þetta setur ótví-
rætt mark á allt fas og persónu-
gerð þeirra sem fæddir eru í dag.
Hrúturinn er viljasterkur, kapps-
fullur svo stundum jaðrar viö
árásarhvöt og situr aldrei auðum
höndum. Nautið er tilfinningaríkt,
úthaldsgott og slægviturt í fjár-
málum. Þetta síðasta kemur þó
oft ekki fram fyrr en afmælisbarn-
ið hefur að fullu tekið út allan
venjulegan þroska.
Þessi tvískinnungur í afstöðunni
til stjarnanna setur mark sitt á
hvað best fer úr hendi þeim sem
fæddur er í dag. Hrútseigindin
beinir honum á braut starfa sem
snerta vélar en nautið heimtar að
fást viö skapandi störf. Stundum
getur þetta farið saman en einatt
verður af þessu mikil togstreita.
Sá sem fæddur er í dag ber gott
skynbragð á peninga og mun farn-
ast vel í viðskiptum. Kaup-
mennska er eiginlega það sem
beinast liggur við.
Viðskipti við hitt kynið eru
stundum ofsafengin en reyndar
virðast viðbrögð afmælisbarnsins
einatt mótast af kaldlyndi og
miskunnarleysi. Ákefðin dregur
þá sem fæddir eru í dag að hinu
kyninu og þeir stofna oft til náinna
kynna. Allt bendir til hamingju-
ríks hjónabands en þar verður af-
mælisbarnið að fá að ráða ferð —
annars fer illa.
Þeim sem fæddir eru í dag virð-
ist hætt við hálsbólgu og raunar
bólgu víðar til höfuðsins en eru
annars heilsugóðir.
Happatölur eru 2,6 og9.
26 Vikan X6. tbl.