Vikan - 18.04.1985, Page 38
VÍDEÓ- VIKAN
Vídeó-Vikan er þáttur fyrir þá sem áhuga hafa á myndböndum og þeim kvikmyndum
sem unnt er að verða sér úti um hjá myndbandaleigum til afnota í heimahúsum.
Við leggjum áherslu á að ekki er ætlunin að gagnrýna
þætti og kvikmyndir heldur kynna þær sem á boðstólum eru
og við teljum óhætt að mæla með.
Frá þeim harmleik kemst ungur
maður sem stefnir í vesturátt, til
Ameríku. Næst erum viö stödd á
Italíu, þar sem við kynnumst enn
nýrri söguhetju, Marco. Hann hef-
ur einnig tekið ákvörðun um að
fara til Ameríku.
Leið útflytjendanna frá Evrópu
hefst í Hamborg. Þaðan fer skip
frá Hamburg-Amerika skipafé-
laginu. Þar hittum við söguhetju
okkar frá Rússlandi næst. Hann er
heppinn, kynnist fólki sem verður
honum innanhandar við að afla
fjár til þess aö kaupa farseðilinn
— og ávísun á sambönd þegar
vestur kemur.
Skipið leggur upp frá Hamborg
til írlands til að safna saman enn
fleiri útflytjendum. Þar koma um
borð tvær systur og eiga þær eftir
að spinna þræði í margslungnum
örlagavef söguhetjanna tveggja,
Marco og Jake.
Við fylgjumst með lífinu um
borð hjá útflytjendunum á leiö-
inni, allt þar til komið er til New
York, Ellis Island, þar sem fram
fer nákvæm sundurgreining á
þeim sem þangað koma. Læknis-
skoðun er stór liður í þeirri rann-
sókn. Hún verður sumum örlaga-
rík.
Við fylgjumst með framgangi
og afdrifum þessa unga fólks
strax í fyrsta þætti og kynnumst
nýjum persónum. En þættimir'
eru aUs þrír. Frægastur leikara í
myndinni er án efa Richard Burt-
on sem lést hinn 5. ágúst á síðasta
ári, réttum tveimur vikum eftir að
hann lauk við að leika í myndinni.
í þessari mynd kemur dóttir Rich-
ards Burton, Kate, fram sem ein
aðalpersónan. Er það í eina skipt-
ið sem Richard Burton leikur með
henni.
EUis Island er staðurinn þar
sem gæfa innflytjenda til Ameríku
er ráðin. Um EUis Island komast
menn inn til Bandaríkjanna og um
EUis Island fara þeir frá Banda-
ríkjunum ef yfirvöldum býður svo
við að horfa ... Þannig endar
fyrsti þáttur þessa stórkostlega
myndaflokks að gert er út um ör-
lög söguhetju okkar frá ItaUu í
landi framtíðarinnar. Eða gerir
hann þaðsjálfur ...?
Þessi sjö klukkustunda mynda-
flokkur er nokkuð í ætt við þættina
Master of the Game og Empire
Inc. en ber þó nokkuð annað yfir-
bragð, meðal annars vegna þess
að hér er verið að fjaUa um at-
burði sögunnar í tengslum viö
þjóðflutningana miklu til Ame-
ríku.
Draumur margra í Evrópu um
síðustu aldamót var að komast til
Ameríku. ElUs Island var fyrsti
viðkomustaðurinn.
Myndin gerist um aldamótin
1900. Fólk flykkist hvaðanæva að
til Bandaríkjanna.
Ástæður hvers og eins fyrir því
að yfirgefa „gamla landið” eru
mismunandi. Fátæktin og vonin
um betra líf er þeim þó flestum
sameiginleg. Við frelsisstyttuna á
Ellis Island hefst sá draumur —
eða sú martröð — sem „nýja land-
ið” ber í skauti sér fyrir innflytj-
enduma.
1 þessari mynd fylgjumst við
með nokkrum þeirra frá upphafi
og sjáum hvemig þeim famast í
nýju heimkynnunum. Við byrjum
söguna í Rússlandi árið 1907.
Hópur kósakka gerir árás á
bændasamfélag þar sem gyðingar
eru í meirihluta.
Kvikmynd byggö á sögu Fred Mustard Steward.
Framleiðandi: Nick Gillott.
Leikstjóri: Jerry London.
Tónlist: John Addison.
Helstu leikarar: Richard Burton og Fay Dunaway.
Einnig: Peter Riegert, Greg Martyn, Claire Bloom,
Judy Bowker, Kate Burton, Joan Greenwood,
Ann Jillian, Stubby Kaye, Lila Kaye,
Alice Krige, Cherie Lunchi, Milo O'Shea,
Emma Samms, Ben Vereen.
Sýningartimi er um sjö kist. alls.
Íslenskur texti.
Einkaréttur á íslandi: JS Video.
38 Vikan 16. tbl.