Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 43

Vikan - 18.04.1985, Side 43
Seinna sneri Maxín sér að Júdý í fatageymslunni og spurði: , Jæja, ég býst við að nú fáijim í Virginíu að róa?” ,,Af hverju?” spurði Júdý steinhissa. ,,Ja, Nick er greinilega alveg vitlaus í þig. Og það yrði ekki slæmur ráðahagur, er það?” spurði Maxín. Júdý fór að hlæja. „Heyrðu mig nú, ég er ekki einu sinni orðin sextán ára. Ég ætla mér ekki að giftast neinum núna, hvað þá einhverjum gaur sem ég er ekki hrifin af. Ég lofaði mömmu að ég færi ekki einu sinni út með strák á meðan ég væri hér og það var bara þess vegna sem hún leyfði mér að fara. Ég held að þetta hafí verið skynsamlegt loforð og ég ætla að halda það. Ég veit að ykkur ríku krökkunum finnst það brjálæði en ég þarf að vinna fyrir mér. Það er erfitt að fylgj- ast með námsefninu í frönsku- tímunum eins og í þýskutím- unum og það gerir námið ekk- ert auðveldara að vinna sem þjónustustúlka. En þetta er eina tækifærið sem ég fæ og ég ætla mér að nota það. Það verð- ur nóg af karlmönnum seinna í lífínu. Þeir geta beðið.” Hún hikaði en sagði svo: ,,Ef þú vilt vita sannleikann þá er hann sá að ég á engan kærasta heima. Jim í Virginíu er ekki til. Hann er bara blekking sem ég beiti stráka sem fá áhuga á mér. Það særir ekki eins hégómagirnd þeirra. Karlmenn þola ekki að þeim sé hafnað að ástæðu- lausu.” ,,En ef þú giftist ríkum manni þarftu ekki að vinna,” sagði Maxín og botnaði ekkert í þessu. ,,Viltu veðja?” spurðijúdý. etta sama kvöld var mikill kliður við kvöldverðar- borðið í skólanum þegar stúlk- urnar ræddu sín á milli í hverju þær ætluðu að vera á ballinu. Maxín átti bláa hlýralausa silki- kjólinn og stuttjakkann með púffermunum við. Kata ætlaði að vera í leiðinlega ljósa Debenhamkjólnum, úr mynstruðu efni með linda í mittið, hjartalaga hálsmáli sem ekki var of flegið og saumað í með blúnduefni. Maxín bauðst strax til þess að gera hálsmálið djarflega flegið og boði hennar var tekið umsvifalaust. En það leysti ekki vandann sem sneri að því í hverju Heiðna ætti að fara. ,,Þetta þýðir ekkert. Ég get ekki farið. Ég á engan síðan kjól,” sagði Heiðna niðurdreg- in. ,,En þú átt vítt, svart taft- pils,” sagði Maxín, ,,og hvítu silkiblússuna af henni ömmu þinni. Ef við keyptum nú nokkra metra af æpandi bleiku tafti og saumuðum rosa pífur á ann voru stúlkurnar að máta ballkjólana sína. Sumar stúlk- urnar frá meginlandi Evrópu voru í merkilegum flíkum sem kallaðar voru ,,Káta ekkjan” Þær þöktu stúlkurnar frá handarkrika og niður á sokka- bönd með svörtu satíni og blúndu. I bakinu voru stálvír- ar sem voru jafnóþægilegir og hvalbeinsstífurnar sem konur á Viktoríutímanum voru með, en þetta var sexí. Um allan skóla skrifuðu stúlkurnar heim sem ein mann- eskja — og báðu um peninga fyrir aukafíðlutímum. . . faldinn á pilsinu þannig að það næði niður á ökkla og rykkt- um afganginn af efninu um mittið á þér í breiðan linda þá gætum við hneppt efstu tölun- um á blússunni frá þannig að hún virkaði flegin.” Heiðna tók gleði sína aftur. Maxín var merkilega lík frú Hocken í þorpinu heima og Heiðnu fannst ekkert skemmti- legra en að breyta flík í eitthvað allt annað en hún hafði upp- haflega verið. u m kvöldið teiknaði Maxín með krít djarflega flegið hálsmál á ljósa kjólinn hennar Kötu og Kata lokaði augunum og kreppti hnefana þegar skær- in klipptu í efnið. Því næst skreið Maxín á hnjánum kring- um Heiðnu og festi dagblaða- pappír við faldinn á pilsinu hennar til þess að búa til snið fyrir pífurnar. Um allan skól- Imperialhótelið, með ævin- týralegum turnum sínum og spírum, er ein fallegasta hótel- bygging í heimi. Um leið og óupphitaði græni skólabíllinn ók upp að ljósglitrandi gler- byggðu anddyrinu fóru nem- arnir úr hallærislegum yfir- höfnum sínum (aðeins fáar áttu kvöldkápur eða sjöl) því það var betra að drepast úr kulda en líta lummulega út. Tvær sínöldrandi kennslukonur fylgdu fylkingunni yfír rautt gólfteppið undir kristalljósa- krónunum inn í danssalinn, þar sem fólk sat þegar við lítil hvít borð við kertaljós. Stúlk- urnar settust á raðir af dökk- rauðum bekkjum sem höfðu verið teknir frá fyrir þær og pöntuðu sér freyðandi gin- blöndur. Stúlkurnar urðu sjálf- ar að borga drykkina sína og freyðandi ginblöndur áttu víst að endast lengst. Nick, kurteis og formlegur, tók pant- anir þeirra. llar voru stúlkurnar taugaóstyrkar. Þær kviðu því að verða boðið upp, þær kviðu því að verða ekki boðið upp, þær óttuðust að dansa illa eða stíga á tærnar á dansfélaganum. Þær þóttust ekki taka eftir karlpen- ingnum sem var farinn að raða sér upp í hinum enda salarins um leið og þær undirbjuggu það sem þær áttu hugsanlega I vændum — fyrstu meiriháttar opinberu auðmýkingu sína. Heiðna var fegin því að hún sat svo strákarnir sáu ekki hvað hún var há. Hún var of há fyrir helminginn af karlmönnunum I salnum þó hún botnaði ekkert I hvers vegna það fór svona I taugarnar á þeim — henni var alveg sama þótt þeir væru litlir. ,,Ég held ég bregði mér á snyrtinguna,” sagði Kata kæruleysislega. ,,Nei, það gerir þú ekki,” sagði Heiðna. ,,Eitt er víst, það býður enginn þér upp meðan þú ert á snyrtingunni. Ekki vera svona mikil skræfa. Horfðu á mig! Það ætti að leiða hugann frá þessari skelfingu. Ég er dauðhrædd um að stíga á þessar fjandans blómapífur og rífa allt draslið af. ” Hljómsveitin fór að leika ,,La Vie en Rose”, það mynd- aðist skyndilega þvaga og borð- ið þeirra varð umkringt strák- um sem allir vildu dansa við. . .Kötu! Kata varð agn- dofa og tók boði þess sem stóð næst. Hann leiddi hana með sér í vangadans og hún þakkaði guði fyrir kennsluna sem Maxín hafði veitt henni. Brátt voru þær allar þrjár komnar út á gólfið og þar með bjargað frá þeim skelfilegu örlögum að verma bekkina. Þegar dansinum var lokið fylgdu herrarnir þeim aftur að borðinu, hneigðu sig og fóru. Svo fór hljómsveitin að leika samba og þá varð sama kapp- hlaupið um að bjóða Kötu upp. Hún hélt sig vera að dreyma þegar hún sveif yfir dansgólfíð með myndarlegum, dansliprum náunga sem hét 16. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.