Vikan - 18.04.1985, Page 48
w
Pósturinn
AIRMAIL
PAR AVION
Beiðni um
aðdáenda-
klúbba
Halló Póstur!
Ég er í svolitlum vand-
rœdum. Sko, ég skrifa í alla
addáendaklúbba og allt sem
ég veit um alla söngvara og
liljómsveitir. Og svo vill til
aö mig vantar heimilisfang
hjá addáendaklúbbi Julian
Lennon en ég veit ýmislegt
um hann. Einnig vantar mig
heimilisfang hjá aðdáenda-
klúbbi NENU.
Svo langar mig að segja
gkkur að mér finnst Vikan
alveg œðislegt blað en það
mœtti vera meira af
plakötum. Svo bið ég bara
að heilsa með von um
birtingu.
Bœjó.
Ég.
P.S. Ef þið vitið heimilis-
fangið hjá Madonnu þá
vantar mig það líka alveg
œðislega mikið.
Nú stendur svo á að Pósturinn
getur ekki hjálpað þér með þessi
heimilisföng. En hér með óskum
við eftir liðsinni lesenda sem
kunna að eiga umbeðin heimilis-
föng í fórum sínum. Lesendur eru
vanir að bregðast skjótt við og um
leiö og heimilisföngin taka að
streyma inn skal Pósturinn birta
þau fyrir þig.
Alltaf að
ergja mig og
niðurlægja
Kœri Póstur.
Ég sendi þetta bréf vegna
þess að ég er alveg ráðþrota
vegna stráks sem ég er hrifin
af. Það er þannig að þegar
ég kynntist honum, köllum
hann bara X, þá var hann
svo góður við mig og stríddi
mér aldrei. En svo, þegar
lengra tók að líða, þá var
hann alveg að fara með mig,
sem sagt alltaf að ergja mig
og niðurlœgja. Við megum
ekki hittast, þá byrjar hann.
Samt get ég ekki hœtt að
vera hrifin af honum en oft
get ég grenjað af reiði út í
hann.
Vonandi getur þú svarað
eftirtöldum spurningum
fyrir mig:
1. Hvers vegna lœtur hann
svona?
2. Getur verið að það sé af
því að hann er feiminn ?
3. Er hann að reyna að
hrinda mér frá sér?
4. Ef ekki, h vað get ég gert ?
Góði Póstur, reyndu að
svara mér, annars geng ég af
göflunum. Með fyrirfram
þökk fyrir birtinguna.
B.
Mannskepnurnar haga sér
stundum undarlega.
Póstinum þykir leitt að hryggja
þig, en þetta virðist nú frekar
benda til þess að hann vilji ekkert
með þig hafa. Hann gæti varla
tekið upp á því að láta svona nema
af því. Það gæti þó verið að hann
væri aö reyna að komast að því
hvar hann hefur þig, reyna þig eða
vita hvað hann kemst langt með
þig. En Póstinum þykir þetta ljót
framkoma. Þú verður að tala við
strákinn og fá á hreint hvað hann
meinar eöa fá einhvern milli-
göngumann til þess. Ef hann er
eitthvað hrifinn af þér verður
honum aö skiljast aö það er ekki
rétt að hann láti það svona í ljós.
Ef hann er hins vegar að vísa þér
á bug með þessu háttalagi sínu
skaltu reigja þig og vera ekkert að
abbast upp á hann. Hann getur þá
bara átt sig, það er nóg af Öðrum
strákum. (Auðvitað verður þú
voða sár og kærir þig ekkert um
aðra stráka, í þaö minnsta ekki
strax, en það lagast. Tíminn
þurrkar öll tár og græðir öll sár.)
Burtflotin
plaköt
og Spandau
Ballet
Halló, kœri Postur!
Ég œtla að byrja á að
þakka fyrir gott blað en ég
get ekki stillt mig um að
kvarta svolítið líka. Það er
hreint og beint skammarlegt
að fella niður plakötin í
Vikunni. Þið komið bara
með myndir sem maður
verður að klippa út úr
blaðinu og skemma það
þannig. Þið mœttuð alveg
koma með plaköt í annarri
hverri viku. En ég vildi líka
frœðast um hina frábœru
hljómsveit Spandau Ballet.
Hvað heita meðlimir hljóm-
sveitarinnar? Getið þið sagt
mér heimilisfang aðdáenda-
klúbbs hennar? Þið vœruð
hreint og beint dásamlegir ef
þið vilduð birta plakat af
hljómsveitinni.
Að lokum vil ég þakka
fyrir söguna Ástir Emmu.
Virkilega góð saga. Takk
fyrir birtinguna.
Bœ.
Áskrifandi.
Plakötin í Vikunni eru býsna
umdeilt mál en ábendingar eins og
þín hafa borist margoft og verið
ræddar. Það eru margvíslegir
tæknilegir örðugleikar í veginum
en vel getur verið að plakötunum.
taki aftur að fjölga von bráðar.
Meðlimir í Spandau Ballet eru
bræðurnir Gary og Martin
Kemp, Tony Hadley, Steve
Norman og John Keeble. Hljóm-
sveitin vakti fyrst á sér athygli
árið 1980 og var talin ein af
upphafshljómsveitum nýju
rómantíkurinnar. Meðlimirnir
klæddu sig á glæsilegri og íburðar-
meiri hátt en lengi hafði þá þekkst
í poppinu (í pönkbylgjunni) og tón-
listin var einnig léttari og íburðar-
meiri en í pönkinu og nýbylgjunni.
Fyrsta vinsæla lagiö þeirra var
„To Cut a Long Story Short” 1980
og síðan slógu þeir aftur í gegn
meö laginu „Instinction” ’82 og
„True” ’83. Til að byrja með vöktu
þeir á sér athygli fyrir að halda
hljómleika á harla óvenjulegum
stööum, svo sem í gömlum her-
skipum og skemmtigörðum. Þeir
fóru aldrei í venjulegar hljóm-
leikaferðir í upphafi ferils síns, en
tóku þann sið síðan upp og er mál
manna að það hafi enn frekar ýtt
undir vinsældir þeirra.
Aðdáendaklúbbur Spandau
Ballet hefur eftirfarandi heimilis-
fang:
Spandau Ballet,
c/o Jacqui
Suite 7
89 Portland Street
London W1
England.
Kennarinn: Ungi maður, þú art
tveim klukkutimum of seinn i
skólann og býrð bara hinum
magin við götuna. Hvernig
standur ó þessu?
Nemandinn: Ég var að kveðja
gæludýrin min.
Kennarinn: Það tekur nú varla
svona langan tima.
Nemandinn: Þegar maður á
maurabú þá gerir það það.
Kennarinn: Klukkan er orðin
ellefu. Þú hefðir átt að vera
kominn hingað klukkan níu!
Nemandinn: Vá, hvaðgerðist
þá?
Hið hlálega við kennslu er að
kennarinn þarf að útskrifa
góðu nemenduma en situr
uppi með þá lólegu þangað til
þeir eru líka orðnir góðir.
48 Vikan 16. tbl.