Vikan


Vikan - 18.04.1985, Síða 58

Vikan - 18.04.1985, Síða 58
heims- frum- sýningu Hvítir mávar á Seyðisfirði Seyðfirðingar hlæja á öðrum stöðum en aðrir landsmenn þegar þeir horfa á kvikmyndina HVÍTA MÁVA. Nokkrir góðborgarar eru viðstaddir afhjúpun styttu og bærinn ligg- ur í hlátri. Presturinn á staðnum hnippir í konu sina og seg- ir: Ætli við fáum tilboð? Þaö var mikið hlegið á heims- frumsýningu nýju Stuömanna- myndarinnar á Seyðisfirði föstu- daginn 15. mars. Minnstu munaöi að ekkert yrði úr sýningunni. „Það leit nú ekki alltaf jafnvel út með að myndin kæmist hingað,” sagöi Valgeir Guðjónsson viö frumsýningargesti skömmu eftir aö hann kom austur á Seyðisfjörð þetta kvöld. „Við komum út á flugvöll í Stokkhólmi kortéri fyrir brottför í gær með eintakið sem nú er búið að færa upp á sýningar- vélina og það fór í þetta skiptið eins og oft áður, hlutirnir gengu upp á síöustu stundu.” Þessi sama filma var sýnd kvikmyndaeftirlitinu um tvöleytið frumsýningardaginn og hlaut þann úrskurð að vera óskaðleg öll- um. Um fimmleytiö var Valgeir farinn að bíða úti á Reykjavíkur- flugvelli eftir Ragnhildi Gísla, Jakobi Magnússyni og filmunni. Hann hafði hótað að fara fótgang- andi með filmuna til Seyðisf jarðar ef ekki fyndist betri fararskjóti. Um hálfsexleytið flaug filman af stað áleiðis til Egilsstaða og var síðan flutt með bíl yfir Fjarðar- heiði sem sakir afbrigðilegs ár- ferðis var vel fær. „Ég segi ekki að ég hafi bölvað þegar ég heyrði að ef til vill yrði myndin frumsýnd í Reykjavík,” sagði Þorvaldur Jóhannsson skólastjóri þegar filman var loks komin heil og óskemmd til Seyðis- fjarðar, „en mikið andskoti var ég sár! Það var búið að vinna hérna í samkomuhúsinu í þrjár vikur, umbylta öllu, allt í sjálfboðavinnu, ég segi nú ekki að þessi frumsýn- ing hafi ráðið öllu um að það var gert, en svona 70—80%. Þess vegna vil ég bara minna ykkur Stuðmenn á það að fyrir okkur að fá svona frumsýningu er eins og fyrir börnin að hitta jóla- sveininn! ” Eftir frumsýninguna var mikið spjallað, menn ekki á eitt sáttir, kannski sáttastir á að þeir vildu fá að melta efni myndarinnar áður en þeir tjáðu sig um þaö. Söguþráðurinn kom á óvart og það fór eins fyrir gagnrýnendum nokkrum dögum síðar og Seyðfirö- ingum eftir sýningu, þeir vissu ekki alveg hvað þeir ættu að segja. Það er nefnilega ekki sama hver gefur söguþræðinum á kjaft- inn, séra Valgeir eða Guðbergur Bergsson. En myndin er skemmti- leg, það verður ekki af henni skafið! 58 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.