Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 61

Vikan - 18.04.1985, Side 61
ÚR HERBÚÐUM CULTURE CLUB Allt frá því að Culture Club kom fyrst fram á sjónarsviðið hafa verið sambúðarörðugleikar milli Boy Georges annars vegar og hinna þriggja, Roy Hay, Mickey Craig og Jon Moss, hins vegar. Það mun vera mikil stjórnsemi Georges sem veldur deilunum enda drengurinn mikill egóisti. George semur lög og Ijóð hópsins með smáaðstoð hinna, þá aðallega Roy Hay. ,,Þið megið trúa því að George gœti ekki án okkar verið," segir Mickey Craig og vill meina að þótt George sé mest i sviðsljósinu sé það góðri samvinnu heildarinnar að þakka hvar hljómsveitin er i dag — og þetta veit George. Boy George heföi getaö fariö út í sólóferil. EMI bauð honum samn- ing en hann neitaði því vegna þess að hann veit aö Culture Club er rétt blanda og hann yröi aldrei jafnvinsæll einn. Craig heldur áfram: „George neitar algjörlega að syngja lög eft- ir okkur hina, hvort sem þau eru vond eða góö. Auðvitað fer þetta í taugarnar á manni og það liggur viö að maður hætti alfarið að semja lög vegna þess hvernig hann lætur.” Þó svo að Boy George semji bæði lög og texta hópsins þá eru þeir alUr skráðir fyrir lögunum. George skrifar ekki nótur þannig að hann raular lögin fyrir Hay sem skrifar þau niður og síðan vinna þeir lögin í sameiningu. „Við erum enn frekar lýðræðis- sinnaðir og nánast jafningjar en þaö er deginum ljósara aö þetta er ekki eins lýöræðislegt og ég vildi hafa það,” segir Craig. Þeir Moss og Craig viðurkenna að þeir vildu gjama vera meira í sviðsljósinu og segja að George vilji ekki deila því með þeim að neinu ráði. Moss segir: „Maður verður reiöur en kemst svo yfir það. Drengurinn er ákaflega for- vitnileg persóna og auk þess er hann söngvarinn. Við gætum aldrei verið bara Culture Club. Það verður alltaf Boy George og Culture Club. Roy Hay bætir við: „Ég held aö við munum halda áfram að vinna saman á meðan við kveikjum hug- myndir hver hjá öðrum og höfum gaman af því sem við erum að gera. Við myndum aldrei halda áfram bara peninganna vegna.” En hvað segir höfuðpaurinn sjálfur, Boy George: „í raun trúi ég ekki á lýðræði. Það er mjög erf- itt að vinna með mér vegna þess að ég vil hafa allt fullkomið og þaö vilja hinir strákarnir reyndar líka þannig að það er erfitt að vinna með þeim líka. Við semjum lögin í sameiningu. Ég hef lært að semja lög meö þessum strákum og ráð- færi mig alltaf við þá, hvort sem ég er að semja fyrir okkur eða aöra. Þeir hafa kennt mér allt sem ég veit og öfugt. Við lærðum þetta saman, svo er líka best að semja með þeim sem manni þykir vænt um.” Craig segir að lokum: „Það er ekkert erfiðara að vinna með Boy George núna en þegar við byrjuö- um. Það erum við hinir sem erum orðnir erfiðari.” 16. tbl. Víkan 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.