Vikan


Vikan - 02.05.1985, Síða 5

Vikan - 02.05.1985, Síða 5
Veðurfarið hér á landi, einkum á vestanverðu og suðvestanverðu landinu, bindur oft hendur garð- ræktenda sem dreymir um suðrænt blómskrúð og aldingarða. En svo eru þeir til sem ekkert eru að stríða á móti veðrinu. Þeir halda út í náttúruna og lit- ast um eftir því sem þar heldur velli, og aðlaga garða sína síðan að duttl- ungum veðurfarsins. Árangurinn verður ólíkur hinum algengari gras- og blómagörðum en engu aö síður fagur, litskrúðugur og fiölbreytilegur garður öllum til ánægju allan ársins hring. I utanverðu Skólavörðu- holtinu, við Frakkastíg 24, er lítill garður fyrir framan íbúðarhús eitt. Þeir sem ganga þarna fram hjá nema gjarnan staðar og virða hann fyrir sér því hann er ólíkur öörum görð- um. I þessum garði er mik- ið um mosa og grjót, en það sem yfirleitt er garðeigend- um til ama og óþurftar er þarna ein helsta prýði garösins. Garðurinn snýr á móti austri og það takmarkar þá möguleika sem garðurinn býður upp á. Þarna skín sól aðeins á morgnana og fyrri hluta dags ef hún lætur sjá sig á annað borð í borginni. Þetta er því enginn sól- baðsstaður og ber lítinn svip af suðrænum rósa- görðum. í stað þess völdu eigendurnir, Guöbjörg Jónsdóttir og Uffe Balslev Eriksen, að vera ekkert að berjast við íslenska veðr- áttu en láta garðinn bera sem mestan svip af íslenskri náttúru. Gras er lítið sem ekkert 18. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.