Vikan - 02.05.1985, Page 8
Með hækkandi sól er
rétt að huga að hárinu.
Hingað kom á dögunum
finnskur hárgreiðslu-
meistari, llkka Salminen
að nafni, og Vikan fékk
að fylgjast með honum
og taka myndir af
árangrinum. Finninn
kom hingað á vegum
fyrirtækisins ,,Arctic
Trading Company" sem
flytur inn finnskar
snyrtivörur sem heita
Cutrin. Finninn notaði
þær við greiðslurnar og
það sem kannski var
athyglisverðast af því
var ilmefnalaust hárlakk
sem heitir ,,Papillon".
Ekki erum við svo vel
að okkur um leyndar-
dóma hárgreiðslunnar
að við getum skilgreint
hártísku sumarsins í
nokkrum vel völdum
orðum en okkur finnst
yfirbragðið létt og
frjálslegt. Módelin á
myndunum heita
Heiðdís Hermannsdóttir,
Lárus Svansson,
Sigríður Ásgeirsdóttir
og Þóra Ragnarsdóttir.
<