Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 15

Vikan - 02.05.1985, Page 15
yfir því aö þaö væri eins og þetta væri bara stöð fyrir okkur, en ég er nú á því aö ef fólki þykir gaman í vinnunni þá hljóti þaö aö vera skemmtilegra út á viö. ” „Ástæðan fyrir því að ég minnkaði við mig á rásinni var sú aö ég var búinn að vera í morgun- þættinum í 14 mánuði og mér fannst bara löngu kominn tími til að skipta um fólk og mig langaði aö breyta til, bæði svo aö fólk yrði ekki leitt á mér og mér fannst ég orðinn staðnaður. Mig langaði til þess að vera með eigin þátt og datt í hug þáttur fyrir áhugafólk um íþróttir, mér finnst íþróttir og tónlist eiga mjög vel saman. Og svo líka til þess aö sanna mig fyrir fólki. Maður hefur fengið orð á sig fyrir að láta eins og fífl af því að maöur hefur látið ýmis- legt flakka í útvarpiö og af því að þetta er Ríkisútvarpið er ekki hægt aö láta alveg eins og maður vill. I upphafi notaöist ég við hand- rit eins og aðrir og var búinn að ákveða það sem ég ætlaði að segja en ég er löngu hættur því og segi bara þaö sem mér dettur í hug eöa því sem næst. Það er miklu skemmtilegra en svolítið hættulegt upp á málfarið. Það sitja allir með eyrun límd viö og bíða þess að grípa mann glóðvolgan og skrifa lesendabréf. En ég segi alveg eins og er að mér finnst ekkert að því þó menn mismæli sig í útvarpi ef þeir leið- rétta sig á eftir. Það verður miklu persónulegra þannig. I daglegu lífi, þegar fólk talar lengi, kemst það ekki hjá því að mismæla sig og hika, hugsa sig um og leiörétta sig og þannig á þaö að vera í útvarpi eins og rás 2. Mér finnst óeðlilegt að menn séu alveg hundraö prósent pott- þéttir, nema þá í fræðandi þáttum. Það er ekki svo auðvelt að kynna popptónlist án þess að sletta. Sum orð í tónlist er alveg vonlaust aö þýða. Þegar músík- antar eöa plötusnúöar eru að tala saman er oft erfitt fyrir aöra að skilja þá. En þaö mál sem talaö er á rásinni er bara þaö mál sem talað er alls staðar. Það sletta allir einhverju en það er auövitað sjálfsagt að reyna að tala gott mál. Ég er hlynntur því og það er alveg hægt en það getur orðiö mjögstirt.” — Finnst þér eins verið sé að láta undan þrýstingi og rásin að verða meira eins og „gamla” út- varpið? „Það hefur margt lagast á rás- inni þó menn séu ennþá að kvarta yfir því að það séu alltaf sömu lögin spiluð, sem er tómt rugl! Þetta var svona á rásinni fyrst en núna eru menn famir aö gera miklu meira að því að spila gömul lög og lagavalið hefur batnað mjög. En ég er svolítið hræddur um að þaö sé verið að láta undan þrýstingi. Eg hef ekkert á móti því að það séu viðtalsþættir eða fréttir, hef ekkert á móti leikritum eða sígildri tónlist, en mér finnst að fólk eigi að geta valið og hafnaö og að það þurfi ekki allt aö vera á rásinni. Fólk virðist ekki nenna aö skipta á miili, nennir ekki aö leita. Ef við höldum áfram að láta undan öllum óskum um hitt og þetta verður rásin ekki það sem hún átti að vera í upphafi. Mér finnst að rásin eigi að vera 95 prósent tónlist, brotin upp með léttu spjalli og allt í lagi með fréttir í nokkrar mínútur á klukkustund en það veröur að passa sig að láta ekki um of und- an lesendabréfunum. Hlustenda- könnunin fyrsta sýndi að fólk var ánægt með rásina eins og hún var.” — Verður þú sjálfur oft að svara gagnrýni? „Ég hef þurft að svara fyrir sjálfan mig og aðra og rásina í heild. Ég hélt fyrirlestur um rás- ina hjá JC um daginn og það kemur oft fyrir að maður veröur aö tala fyrir hönd samstarfs- manna sinna og stundum Ríkis- útvarpsins í heild sem er auðvit- að fáránlegt. Ég hef fengið að heyra allan andskotann. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér því ég er svo oft aö spila sjálfur en fyrst eftir að rásin byrjaði var stundum ólíft á öldurhúsum bæjarins vegna þess að þegar menn eru búnir að fá sér í glas verða þeir ansi hugrakkir. En mér hefur aldrei fundist þessi gagnrýni mjög alvarleg. Þetta er alltaf þetta sama: þið spilið alltaf sömu lögin. Vinsælustu lögin eru auövitað spiluð á meðan þau er á toppnum en um leið og þau fara aö hrapa þá er hætt að spila þau. Mér hefur oft þótt gagnrýnin vera bara til þess að gagnrýna. Fólk sem ég kalla rauðvínshippa og stofukomma virðist alltaf vera aö gefa skít í rásina en samt aUtaf að hlusta. Mér finnst að svona fólk eigi bara að hlusta á rás 1 og leyfa hinum, sem hafa gaman af rásinni, að hafa gaman af henni. Ég er alveg á móti því aö rás 2 eigi að vera fyrir aUa. Ég vona að það verði þannig þegar frjálsa útvarpiö kemur að þá skilji fólk að þaö á að velja á milU.” — Heldur þú að þaö sé fuU þörf fyrir fleiri útvarpsstöðvar? „Það er örugglega markaður fyrir svona tvær tU þrjár en ég ef- ast um að mikið fleiri beri sig. Annars hef ég ekki haft of miklar áhyggjur af frjálsa útvarpinu. Það er aUtaf veriö að reyna aö pumpa mann eitthvað með það. Ég vil bíöa og sjá hvað gerist. Ég kem ekki tU með að rjúka af Ríkisútvarpinu um leið og ein- hver stöð verður opnuð, aUs ekki. Ég er mjög ánægöur á rásinni; þó þetta sé ríkisútvarp er stöðin nokkuð frjáls. Þaö er ekkert verið að ritskoða það sem viö gerum. Þaö er auövitað ýmislegt sem má ekki gera sem mann langar að gera. Ég væri alveg til í að vera meö þátt og geta sagt haltu kjafti í útvarpið (hlær . ..). Ég veit um þátt í Bandaríkjunum sem gengur út á það að stjórn- andinn er allan tímann að espa hlustendur upp og það er óskap- lega mikið hlustað á hann. ’ ’ „Þaö eru allir að vara mann við að fara alveg út í músíkina en mér gengur bara vel aö Ufa af henni. En ég er að spUa á böllum og því nenni ég ekki endalaust. Ég hef áhuga á aö fara utan haustiö ’86 og stúdera fjölmiðla- fræði. Það verður annaöhvort hún eöa músíkin sem verður ofan á og ég er eins og miUi tveggja elda. En það er samt ekki svo ólíkt að vera með þátt á rásinni og tU dæmis spila jass. I bæði skiptin er maður að velja músík ofan í fólk, í annað skipti spila sjálfur á hljóðfæriö og hitt að ákveöa hvaða lag maður ætlar að leyfa fólki að heyra af plötuspil- ara. Þessa dagana er ég aö semja lög og texta ásamt félaga mínum úr Töfraflautunni, Stefáni Hjör- leifssyni. Við köUum okkur Possi- biUies og finnum okkur knúna tU þess að komast á breiðskífu. Hún verður tekin upp í maí og kemur væntanlega út í júlíbyrjun. Þetta er bara popp með breskum áhrifum og íslenskum textum.” - Ertu umdeildur útvarps- maöur? „Já, ég hugsa það. Fólk hefur komið tU mín og sagt: þú ert eini maðurinn meö húmor þarna, og ég hef líka heyrt að ég hagi mér alveg eins og fáviti og menn hafa sagt: hvemig fær svona maður að vera þarna? Ég ákvað, þegar ég byrjaði, aö vera bara eins og ég er. Þaö hefur alltaf verið þannig að annaöhvort kunna menn vel viö mig eöa ekki og ég veit um fuUt af fólki sem hreint og beint þohr mig ekki. Mér finnst það allt í lagi. Ég held að ef fólk hefur ákveðnar skoðanir á manni þá sé maður aö gera eitthvaö sem skiptir máU. Þó maður segi nú einn og einn vafasaman brand- ara.. . en ég er nú aðeins farinn að róast! Ég ákvað frekar að byrja og láta flest flakka, gá hvað geröist og hægja þá aðeins á ferðinni í stað þess að vera inní mér í byrjun og komast ekki út. Mér finnst bara að maður eigi að vera maður sjálfur þama eins og alls staðar annars staðar.” — Hver er þín uppáhalds- tónlist? „Það er breytilegt hverju sinni. Ég tek tU dæmis nokkra mánuöi og er þá á kafi í jassi en núna held ég mest upp á breska tónUst. Kántrí og diskó hlusta ég ekki á en held nú til dæmis mikiö upp á hljómsveitir eins og Talk Talk, Smiths og Stranglers hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Þegar ég var unglingur var ég ógurlega snobbaður, hlustaði mest á Emerson, Lake og Palmer og Genesis. Mér fannst ABBA ömurleg þá en nú geri ég mér grein fyrir aö auðvitaö er hún f rábær popphljómsveit. ’ ’ — Hvaömeðíþróttirnar, ertu sjálfur eitthvað í íþróttum? „Já, já. Ég er búinn aö vera í fótbolta í mörg ár. Ég er í fjórðu deildinni með kunningjum min- um. Viö stofnuðum félag í fyrra sem heitir Víkverji, fengum inni hjá Glímufélaginu Víkverja og stofnuðum þar knattspyrnudeild. Ég hef lítiö getað æft í vetur en ég hef rosalegan áhuga á íþróttum. Eins og flestir Islendingar hef ég mestan áhuga á boltaíþróttum, þar er mest að gerast. Ég fæ íþróttamenn í spjall til þess aö heyra hvað þeir hafa að segja, þó þaö sé ekki alltaf mjög merki- legt. Fólk hefur séð myndir af þessum mönnum í blöðunum og langar aö vita meira um þá. Iþróttamenn eru alveg sérlega skemmtilegir aö tala við. Þeir eru svo öruggir með sig, lausir við taugaveiklun, fljótir að taka gríni og hafa frá mörgu aö segja. Þeir hafa verið úti um allan heim og eru mjög almennilegir. Ég var í Þrótti áöur og held með Þrótti. I ensku? Ég er ekkert voða heitur en ég er nú Leedsari, held meö Leeds í annarri og Wat- ford í fyrstu því maöur hafði svo gaman af Elton John. Við höfum svipuð áhugamál, ég og Elton, músík og sport. Þar fyrir utan les ég allt sem ég kemst yfir í blöðunum af því ég hef veriö í blaðamennskunni, las bækur mikið en lítið í seinni tíð, það er bara af einhverjum ástæðum ekki tími til þess.” Það skyldi engan undra aö sólarhringurinn endist varla hjá honum Jóni Ólafssyni.. . það er best að vera ekkert aö tef ja hann lengur. . . 18. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.