Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 17

Vikan - 02.05.1985, Page 17
ætlar að megra sig í alvöru verður að íhuga hvað er borðað og í hvaða magni og gera sér svo grein fyrir hvað er nytsam- legt og hvað er bara fitandi. Líkaminn þarf ávallt á orku að halda, jafnvel í algjörri hvíld. Brennslan verður þeim mun meiri eftir því sem vöðvarnir eru nýttir meira og þess vegna er mikilvægt fyrir þá sem eru í megrun að hreyfa sig. Með aukinni tæknivæðingu hefur nútímamaðurinn breytt öllu lífi sínu og minnkað alla líkamlega áreynslu. Menn fara í bílum til vinnu sinnar, ferðast í lyftu í stað þess að ganga í stigum og svo framvegis. Með minnkandi áreynslu og þar með minnkaðri brennslu verður að breyta matarvenjunum svo við hlöðum ekki á okkur orkuforða sem ekki nýtist. Það verður því að minnka hitaeiningafjöldann í matnum svo að líkaminn taki af varabirgðunum, að auka líkamshreyfingu svo að umframfitan nýtist. Til að einhver árangur náist og megrun verði varanleg þarf að nást ákveðið jafnvægi milli þeirra hitaeininga sem nýtast á hverjum degi og þeirra hita- eininga sem maður lætur í sig. Orkugjafinn í matnum kemur aðallega úr fitu, kolvetni og eggjahvítu. Hvert gramm fitu gefur helmingi meiri orku en hin og þess vegna borgar sig hvað best að minnka fituna í matn- um. Líkaminn þarf stöðugt á næringu að halda til að við- halda sér og lifa daglegu lífi, við þurfum eggjahvítu til að endur- nýja frumur, járn til að mynda blóðfrumur, kalk fyrir beinin og ýmis vítamín til að halda heilsu og þrótti. Það verður því að athuga sinn gang vel þegar byrjað erí megrun og þann mat sem er fitandi en jafnframt að gæta þess að maður fái bæði fylli sína og auk þess öll efni sem líkaminn þarf á að halda. Þegar rætt er um megrun og matarvenjur er iðulega talað um fæðuhringinn, maturinn er flokkaður niður eftir ákveðnum reglum og svo metið út frá því hvað borða eigi úr hverjum flokki. I. Grænmeti Grænmeti inniheldur ekki mikið af hitaeiningum en mikið af málmefnum og vítamínum. Grænmeti má borða að vild í megruninni. Það á helst að snæða hrátt eða snöggsoðið því að þannig heldur það best næringargildi sínu. II. Ávextir Ávexti má borða að vild en þeir hafa að geyma málmefni og vítamín. Hitaeiningafjöldinn er mismunandi eftir tegundum en ávextir eru ekki fitandi. III. Kartöflur og garðávextir Mikið er af vítamínum í garðávöxtum og kartöflur eru ágætur matur fyrir fólk í megrun. Þó ber að varast steiktar kartöflur, franskar kartöflur og bakaðar kartöflur með smjöri. IV. Mjólk og mjólkurmatur Mjólk og mjólkurmatur er nytsöm næring, sérstaklega ef um er að ræða fitusnauða fram- leiðslu. Þess vegna ætti maður í megrun að velja undanrennu og léttmjólk, svo og magra osta. V. Kjöt og fiskur Hvað snertir fisk og kjöt þá gildir að velja magurt, skera burt alla fitu í kjötinu og varast feitar pylsur og þess háttar. VI. Brauð og mjöl Brauð inniheldur mikið af vítamínum, járni og eggjahvítu og er nytsamt fyrir þann sem er að megra sig. Flestir ættu þó að velja gróft brauð og það er góður siður að bera fram brauð með mat og þá án allrar feiti eins og víða tiðkast erlendis. Allar kökur og annað meðlæti með kaffi ber að varast þar sem sykur- og fitumagn slíkrar vöru er yfirleitt mikið. Makkarónur, hrísgrjón og spaghetti eru ágæt tilbreyting frá kartöflunum en innihalda þófleiri hitaeiningar. VII. Feiti Helst á að minnka alla feiti. Það sem verður að forðast algjörlega ef árangur á að nást er eftirfarandi: Kökur og vínarbrauð (allt of mikið af sykri og fitu). Sælgæti (100 g af súkkulaði hafa að geyma 600 hita- einingar). Sykur (notið aldrei sykur í kaffi eða í mat). Helst ber að forðast bjór og vín og áfengi sem inniheldur mikið af hitaeiningum. Við fæðuval ber að hafa þetta í huga og varast algjör- lega ákveðnar matartegundir og minnka aðrar. Borða skal á ákveðnum tímum og reyna að deila matnum jafnt niður á daginn til að komast hjá svengd og hungri. i megrun á maður aldrei að borða milli mála og hugsa um allt sem maður lætur í sig. Varanlegur árangur næst einungis með þessu móti en allt annað er einungis kák. Stefnt skal að því að fæðan innihaldi um það bil 1500 hitaeiningar á dag, það þýðir að kyrrsetu- maður myndi léttast um ca 250 — 500 g á viku. Ég mun í þessu blaði og því næsta gefa nokkrar uppskriftir að gómsæt- um mat sem jafnframt er hita- einingasnauður. Lifur með appel- sínum og timian 1 msk. ólífuolía 500 g niðurskorin lambalifur 1 græn paprika (skorin niður í skífur) rifinn appelsínubörkur utan af 2 appelsínum, svo og safinn úr appelsínunum. 1 súputeningur 1 tsk. timian salt og pipar og niðurskornar appelsínusneiðartil skrauts. Hitið ólífuolíuna í steikar- pönnu, leggið lifrina í og steikið þar til hún er orðin brún og fal- leg. Setjið þá paprikuna og appelsínubörkinn í pönnuna og steikið í 2 mínútur. Bætið þá út í safanum af appelsínunum svo og 11/2 dl af vatni og hrærið súputeninginn út í, timi- an, salt og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur. Þetta má svo skreyta með appelsínusneiðum. Fyrir 4, 240 kaloríur í hverjum skammti. Með þessu má svo bera fram soðnar kartöflur eða hrísgrjón. Stroganoff feita mannsins 1 1 /2 dl jógúrt 1 msk. af frönsku sinnepi salt, pipar 450 — 500 g af góðu nautakjöti, t.d. roast beef 2stórir laukar, grófhakkaðir 11/2 dl kjötseyði (gert úr súputeningi) 1 —2 msk. sérrí eða rauðvin (má sleppa) 100 g niðurskornir sveppir. I. Blandið jógúrt, sinnepi, salti og pipar saman og geymið. II. Skerið kjötið í mjög þunnar lengjur. III. Setjið laukinn í pott og hellið yfir kjötseyði sem rétt hyl- ur botninn. Setjið sérríið eða rauðvínið út í. IV. Sjóðið við vægan hita í um það bil 10 mínútur, þangað til laukurinn er mjúkur og gegn- sær. Bætið kjötseyðinu á, setjið kjötið og sveppina út í og aukið hitann. Sjóðið í nokkrar mínút- ur eða þar til kjötið er meyrt og mjúkt. (Erfitt er að gefa upp suðutíma, fer eftir gæðum kjötsins, svo og hversu þunnt það er skorið.) V. Takið pottinn af og hrærið jógúrt- og sinnepsblöndunni út í og berið samstundis á borð. Með þessu má bera fram hrísgrjón, makkarónur eða soðnar kartöflur. Hitaeiningafjöldi er um það bil 300 í hverjum skammti, nægirfyrir4. 18. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.