Vikan - 02.05.1985, Síða 19
ævintýri. Hún er viðbúin heilu
svona ári eða þangað til hún er
búin að selja húsið, þangað til rétt-
vísin er búin að finna Clirtt,
þangaö til dollararnir fimmtíu
sem hún fær á viku fyrir að aka út
blöðunum skipta ekki máli. Hún er
viðbúin ári, hefur séð fyrir allar
árstíðirnar, þó að hún trúi ekki
lengur aö fyrirhyggjan ein sé nóg.
Sumir eiginmenn finnast aldrei,
sagði lögfræðingurinn hennar
henni. Þeir skipta um nafn, skipta
um nafnnúmer, hefja splunkunýtt
líf. Hún las sjálf grein um þetta
einu sinni fyrir langalöngu. En
þeir menn, var hún sannfærð um
þá, voru óheflaðir, grófgerðir,
ruddalegir. Þeir földu sig í hús-
vagnastæðum og í topplausum
börum. Konurnar þeirra voru
feitar með hár eins og dreifbýlis-
söngkonur!
Menn eins og Clint, með hátt
slétt enni og dökkbrún skálda-
augu, hlátur eins og kornungur
drengur; menn sem lásu heim-
speki, sem voru fljótir að faðma
að sér vin, sem tóku kurteislega í
hendur á böngsum og elskuðu há-
tíðlega, blíðlega, eins og biskup
sem blessar hjúskap — slíkir
menn yfirgáfu ekki bara eiginkon-
ur sínar og börn, hurfu.
Og konur eins og hún enduðu
ekki aftan við hátt skrifborð og
seldu smáauglýsingar og báru út
blöð klukkan fimm á morgnana,
hugsuðu bara um peninga, verð,
reikninga: Hugrökk yfirgefin
kona í smábæ; blóm sem neitaði
aðgefast upp.
Þetta átti ekki að hafa komið
fyrir þau.
Þau hittust í menntaskóla
snemma á öðru ári sínu og urðu
ástfangin þegar í stað, „bundust”
sögðu þau oft. Þegar þau útskrif-
uðust samþykktu þau að eyða að
minnsta kosti ári hvort í sínu lagi,
búa ein, bara til að vera viss. Hún
hafði fengið tilboð frá smáblaði í
fylkinu og hann hafði fengið sér
vinnu í borginni. Hún fann lítinn
kofa, skreytti hann, gerði við
þakið, eignaöist eigin vini, hjó
sjálf eldivið, fékk stöðuhækkun.
Ári síðar, þegar hún sagði honum
að hún hefði komist að því að
hún gæti lifað hamingjusöm án
hans en vildi það síður bað hann
um að vera fluttur í starfi og flutti
til hennar.
Eftir sex mánaða reynslutíma
og langa helgi sem þau eyddu við
að greina tilfinningar sínar, skipu-
leggja framtíðina, ræða allt ósam-
ræmið, gryfjurnar, áhættuna,
ákváðu þau að gifta sig. Þau trúðu
því að af því að þau voru ung,
sjálfsánægð, greind, ný í ást sinni,
að af því aö þau höfðu rætt um allt
gæti ekkert gengið úrskeiðis.
Hún ekur inn á bílastæðið við
blaðiö og aftur fyrir húsið. Robert
er þar, hallar sér upp að stuttum
pallinum, blaðabunkinn hennar
fyrir aftan hann. Hann er að
drekka kaffi úr pappabolla, blæs á
það, dreypir á því. Hann setur það
niður hjá blöðunum þegar hún
stígur út úr bílnum.
„Góðan daginn,” hvíslar hann.
„Allt í lagi með strákana? ”
Hún brosir, kinkar kolli
(minnist raddar Clints þegar hann
hvíslaði í myrkrinu þegar hún
skreiö upp í rúm eftir að hafa
vakað fram eftir yfir seinni sjón-
varpsmynd eða góðri bók: „Allt í
lagi með strákana? ” Ömeðvitaður
faðir — á morgnana mundi hann
aldrei eftir að hafa spurt). „Það er
allt í lagi með þá,” segir hún
Robert, hvíslar líka.
Hann brosir breitt, hristir
höfuðið, hlær við. Hann er stuttur
maður, feitlaginn og dökkur yfir-
litum. Hann heldur því fram að
hann sé írskur, að hann hafi einu
sinni haft bjarta húð og rautt hár,
en aö þrjátíu ár við prentvélina
hjá Record hafi gert hann
svartan. Þegar hún vann áður hjá
blaðinu, áður en drengirnir fædd-
ust, sat hún oft hjá honum við lok
kvöldsins, drakk bjór, horfði á
risastóra prentvélina spýta út
þunnum blööum, smágreinunum
hennar. En eins og allir aðrir hjá
blaöinu, sem hafa þekkt hana frá
því að hún kom fyrst, kemur
Robert fram við hana af kurteis-
legri, eilítið sektarþrunginni
mismunun sem fólk sýnir
öryrkjum og vinum sem eiga í
erfiðleikum. Þeir yfirborga henni
fyrir blaðburðinn, kaupa handa
henni hádegisverð, gæta barn-
anna einstaka sinnum um helgar.
Hún hafði valið að vera heima
hjá Raymond þangað til hann færi
aö ganga í skóla vegna þess að
hann hafði verið henni til slíkrar
gleði, heillað. hana með skyndi-
legum, óskýranlegum hlátri sín-
um, með óskiljanlegum reiðitár-
unum, með því að hann gat jafnvel
komið henni á óvart, þó hún hefði
fáeinum mánuðum áður deilt
líkama sínum með honum, fæðu
sinni, blóði sínu. Þó Raymond
hefði ekki verið ákveöinn fyrir-
fram ákváðu þau að eignast
Douglas strax á eftir svo að hún
þyrfti ekki að hætta að vinna
aftur.
„Tvö börn í einu fríi,” sagði hún
við þá hjá blaðinu. Það var ekki
svo að skilja að starfið skipti hana
minna máli, en hún vildi njóta
hvors tveggja — ungra barna
sinna og starfsins — til fulls, sitt í
hvoru lagi. Þeir brostu, sögðu aö
þeir skildu þetta.
En þegar hún kom aftur fyrir
fjórum mánuðum, rétt eftir að
Clint fór og tveimur árum áður en
ráðgert hafði verið, gátu þeir ekki
látið hana fá gamla starfið aftur
(það voru liðin næstum fjögur ár
og það voru svo mörg önnur ung-
menni sem höfðu útskrifast með
háskólagráöu), en þeir veittu
henni vinnu við auglýsingamót-
töku og spurðu svo hvort hún vildi
aka út blöðunum. Þeir hvöttu
hana til að skrifa greinar í sunnu-
dagsblaðið eins og hún hafði gert
frá því að hún hætti til að eiga
Raymond — enn ein vörn gegn
óhamingju, leiðindum, skilnaði
sem þau Clint höfðu lagt á ráðin
um.
Robert vindur sér upp á pallinn,
réttir henni þegjandi blaðabunk-
ana, tvo í einu. Hún lyftir þeim inn
í bílinn, reynir á vöðva í hálsi og
öxlum, og rennir þeim yfir fram-
sætið. Hún fyllir gólfið og meiri
hluta sætisins, skilur rétt eftir
nægilegt rúm fyrir sjálfa sig.
Þegar hún kemur síöasta bunk-
anum fyrir lítur hún í skottið.
Drengirnir hafa fært sig saman;
Douglas hefur krækt hendinni um
handlegg Raymonds, neglur hans
enn bláar eftir fingramálninguna
frá deginum áður. Hún vill ekki
láta þetta minna sig á að hún sé
ekki sú fullkomna einstæða móðir
sem hún virðist vera. Hún veit aö
henni gengur vel, veit að hún er
sterk. Hún veit líka að á þessu
stigi virðast öll minnstu frávik,
yfirfull þvottakarfan, óhreinindin
undir nöglum Douglas, martraðir
Raymonds, ásakanir...
Hún bakkar út úr bílnum,
hvíslar „sé þig seinna” til Roberts
og sest svo í ekilssætið. Robert
stekkur af pallinum og hleypur að
bílnum, ýtir hurðinni hljóðlega
aftur. Hann veifar þegar hún ekur
burt, stór augu hans dapurleg.
Hún sleppir armbríkinni
snöggvast og nýr á sér hálsinn.
Tvær vikur við þetta og enn eru öll
hennar eymsl viðkvæm, ný, eins
og nýir vöövar vakni á hverjum
degi, ævareiðir yfir áreynslunni.
Hún hafði nefnt þetta um daginn
við Lisette sem vann á blaðinu og
Lisette kinkaði kolli, brosti
spekingslega. „Þú kemst að því að
þú hefur marga vöðva sem þú
hefur aldrei notað áður,” sagði
hún, eins og þetta ætti að vera
henni huggun.
Hún leggur höndina aftur á
hurðina, hagræðir bakinu upp viö
sætið. Lisette var að tala um
vööva á líkingamáli; hún hafði
verið að tala um vöðva í bókstaf-
legri merkingu, vöðva sem fundu
bókstaflegan, líkamlegan sárs-
auka, sem eru ónæmir fyrir
smyrslum líkingamálsins.
Þegar hún uppgötvaöi tóman
helming skápsins, þær bækur sem
eftir voru og höfðu of mikið rúm í
hillunum, bankabókina sem vant-
aði, kembdi hún húsið, leitaði að
því sem vantaði eins og þjófur
hefði verið á ferð. Bókstaflegur,
líkamlegur sársauki.
Hún ekur inn á bílastæðið við
Lion verslunarmiðstöðina. Það er
autt, hvítir miðar með tilboðum
verslunarinnar á víð og dreif, fá-
einir innkaupavagnar sem ekki
höfðu veriö sóttir, röð af tómum
bjórflöskum veitir staðnum öllum
dapurlegt yfirbragð herbergis eft-
ir veislu. Hún fer út, lætur vélina
vera áfram í gangi og hraðar sér
með blaðabunka upp að dyrum
verslunarmiöstöðvarinnar. Hún
foröast að líta inn í auða búöina;
tómir gangarnir, dauf ljósin og
langt glampandi gólfið minna of
mikið á kunnuglegt herbergi sem
verður ógnvekjandi vegna
martraðar eða dauðsfalls, af nýju
óviðeigandi tómi.
Hún sest aftur inn í bílinn, ekur
hægt, dyrnar enn opnar, yfir bíla-
stæðið aö stóru lyfjabúðinni viö
endann á göngugötunni. Lyfsalinn
í hvíta sloppnum er þegar kominn
og er aö taka stór grá lök af
sýningarskápum. Hann veifar
henni og hún brosir og veifar á
móti. Sólin er rétt að koma upp
yfir ruslastíunni á enda lóðar-
innar.
Hún veit að hún er þegar farin
að verða kunnugleg sjón fyrir
fólkið sem er árla á fótum í
bænum. Hugrakka unga konan
sem ekur út blöðum með syni sína
tvo sofandi fyrir aftan sig, tvo
indíánahnokka í lengdum líkama
bílsins hennar. Rómantísk vera á
vorum dögum. Við nýlenduvöru-
verslunina rétt utan við bæinn ber
hún bunkann upp þrjú þrep og
skilur hann eftir á brún breiðrar
verandarinnar. Þetta er gamalt
hús; eigendurnir búa enn uppi.
Hún veit að ef hún færi inn og
kallaöi kveðju myndi annað hvort
þeirra, Harrison gamli eða gamla
frú Harrison sem var alveg eins,
koma fram með munnþurrku í
hendi. Þau myndu bjóða henni að
koma inn og hún sæi þar hitt
þeirra sitja við morgunverðar-
borðið meö ríflegan málsverð
fyrir framan sig, borinn fram á
bleikum og hvítum borðbúnaði og
bláum, handsaumuðum dúk. Þau
gæfu henni kaffibolla, myndu
rabba þægilega við hana. Þau
Clint sögðu oft að það versta sem
gæti gerst væri að þau enduðu eins
og Harrison-hjónin, þyrsti í félags-
skap, gerðu allar máltíðir að
helgisiðaathöfn, litu nákvæmlega
eins út.
18. tbl. Vikan 19