Vikan


Vikan - 02.05.1985, Síða 27

Vikan - 02.05.1985, Síða 27
Það er létt yfir liðinu, þótt í fangelsi sé Innan við múrvegginn — sagði skáld af öðru tilefni, en þessi mynd er úr fangelsisgarðinum í Ringe þar sem fangarnir njóta þess frelsis sem hægt er að hugsa sér i fangelsi. Hættulegustu refsifangar Dan- merkur eru saman komnir í fangelsinu í Ringe. Þar leyfist körlum og konum að geta af sér börn. Starfsfólkið hefur enga sérmenntun til fangagæslu og fangarnir verða sjálfir að axla tals- verða ábyrgð. Umhverfis fangelsið eru einhverjir öruggustu fangelsismúrar heimsins. Ríkisfangelsiö rís innan langra, rafeindavæddra múranna. Þeir rísa svo hátt aö hvergi sér inn yfir þá og fangelsið er algerlega af- skorið frá frjálsum íbúum eyjar- innar. Ringe fangelsið er nokkra kílómetra sunnan við bæinn Ringe á Suður-Fjóni í Danmörku. Eg þrýsti á hnappinn og málm- gróf rödd spyr hvað ég vilji. Svo er ég beöinn aö doka viö. Mínútu seinna kviknar grænt ljós og ég ýti upp þungu fangelsishliðinu. Þegar það skellur mér aö baki er annað framundan, en þegar ég nálgast það marrar í læsingunni og fyrr en varir er ég kominn að aöaldyrun- um. Og þá er bara aö halda inn- göngu sína í eitt öruggasta fang- elsi heimsins. 18. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.