Vikan


Vikan - 02.05.1985, Side 37

Vikan - 02.05.1985, Side 37
Marcel Cerdan var giftur og þriggja barna faöir. Hann vildi alls ekki skilja við eiginkonu sína og í tvö ár var hann á stöðugum þeytingi milli Parísar þar sem Edith bjó og Casablanca þar sem fjölskyldan bjó. Samband Edith og Marcel var mjög stormasamt og oft lentu þau í hávaðarifrildum á kaffihúsum en sættust jafn- harðan aftur. Þegar Marcel var í New York til þess að búa sig undir að vinna aftur heimsmeistara- titilinn frá Jake La Motta rifust elskendurnir heiftarlega í símann. Skömmu síðar hringdi Edith og grátbað Marcel um að koma til Parísar og hitta sig. Þrátt fyrir erfiðar og strangar æfingar pantaði Marcel far með næstu flugvél. Flugvélin komst aldrei til Parísar. Hún fórst í stormi yfir Azoreyjum og Marcel Cerdan með henni. Edith Piaf náði sér aldrei eftir áfalliö. Með hlutverk í kvikmyndinni Edith og Marcel fara franska leik- konan Evelyne Bouix og Marcel Cerdan yngri, sonur hnefaleika- kappans. Hann þykir líkjast föður sínum en þó var það aðeins tilviljun sem réð því að hann fékk hlutverkið. Hann hafði veriö ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi en leikarinn sem átti að leika Marcel framdi sjálfsmorð skömmu áður en tökur áttu að hefjast. Cerdan var þá boðið hlutverkið og stóöst ekki mátið. Hann hringdi þó áður í móður sína og spurði hana álits. Þegar hún reyndist þessu ekki andvíg sló hann til. Hann hefur oft verið spurður um hvort það hafi ekki verið vandræðalegt að leika í kvikmynd sem fjallaði um ótryggð föður hans. Því svarar hann á þann veg að sambandið hafi verið staðreynd og á allra vitorði og að vilja ekki horfast í augu við það væri hreinn leikara- skapur. Marcel Cerdan var 6 ára þegar faðir hans fórst og vissi ekki betur en hjónaband foreldra hans væri í stakasta lagi. Edith Piaf heimsótti fjölskylduna í Casablanca eftir slysið og þær deildu sorgum sínum, eiginkonan og ástkonan. Þegar Marcel Cerdan yngri var 16 ára ákvað hann að feta í fótspor föður síns og gerast hnefaleikari. Hann fór til Parísar og hitti Piaf. Hún tók á móti honum eins og hann væri hennar eigin sonur. 1 tvö ár bjó hann hjá henni í stórri glæsiíbúð þar sem hún lifði hátt, umkringd elskhugum, vinum, aðstoðarmönnum og áhangend- um. Hún var á kafi í drykkjuskap og eiturlyfjum og lést örfáum árum síðar af þess völdum. Leikkonan Evelyne Bouix hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir að gefa of slétta og fellda mynd af söngkonunni en sjálf segir hún að Piaf hafi sveiflast milli þess að vera annars vegar grimm og drottnunargjörn og hins vegar óendanlega blíð, og að hlutverkið hafi verið sér til ómældrar gleði. Leikstjóri myndarinnar, Claude Lelouc, vann á sínum tíma til óskarsverðlauna fyrir myndina A MAN AND A WOMAN. Marcel Cerdan var átrúnaðargoð hans þegar hann var ungur drengur og seinna lærði hann að meta tilfinn- ingaþrunginn söng Edith Piaf. Hann varð fyrir áfalli þegar Cerdan fórst en það var einnig upp úr því að hann gerði sér ljósan mátt kvikmyndanna. Á tjaldinu mátti endurskapa liðna tíð og vekja horfnar hetjur aftur til lífs- ins. 18. tbl. Víkan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.