Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 39
Þýöandi: Anna Hún Olafía var ekki svikin af honum. Hún var búin að vera gift hon- um í nákvæmlega einn mánuð þegar hann kvöld nokkurt kom ekki heim um kvöldmatarleytið. Steikta síldin stóð á borðinu og varð köld og leiðinleg, vatns- grauturinn sauð niður en Ólafía hugsaði meö sér: Hann hlýtur að fara að koma. Loks tók hún eld- fasta mótiö sem síldin var í og brá því inn í ofn til að hita síldina upp. Klukkan varð átta, hún varð níu. En ekki kom Friðrik. Getur maður láð henni Olafíu þó hún hafi smám saman orðið svolítið herpt til munnsins og verið farin að hnykla brýrnar ívið ógnvekj- andi? Það lá þó ekki fyrir henni að fara að standa í því sama með hann Friörik og hún hafði staðið í með hann Þorvald sáluga, þann fordrukkna dóna? Klukkan varð ellefu og þá ákvað Ólafía að hella vatns- grautnum í öskutunnuna og síð- an setti hún reyktu, steiktu síld- ina í ísskápinn. Þegar hann kæmi skyldi hann að minnsta kosti ekki setjast beint að snæð- ingi. Það hafði Þorvaldur heldur ekki getað þegar hann kom rorr- andi fullur heim á nóttunni. Hann hafði fengiö ærlegan syndalestur í staðinn, slúbbert- inn sá. En Friörik? Já, en hvað var þetta annars eiginlega með hann Friðrik? Hún hafði þó ekki sagt honum svo mikiö af villtum skemmtunum Þorvalds að hann hefði fengið löngun til að taka upp sömu háttu? Hún beit í þunnar, blóölausar varirnar. Ef svo væri hefði hún betur haldið sínum heimska munni saman. Friðrik var allt of vandaður maður til að fara að venja kom- ur sínar á vínstúkur og lenda í sukki, svalli og svínaríi, og að maöur nefni nú ekki félagsskap lauslátra drósa. Ólafía leit í 117. skipti á klukk- una í borðstofunni. Klukkan var orðin rúmlega eitt. Það var kominn stríðsglampi í ásjónu Ólafíu. Þolinmæði henn- ar var á þrotum. Þegar hann sýndi sig myndi teppabankarinn að minnsta kosti fá að dansa einn can-can á bakinu á honum og kenna honum hvernig sóma- kærir eiginmenn hegða sér. Hún fann bankarann í kústa- skápnum og kom sér fyrir á reyrstól í forstofunni, stól sem hún hafði setið í löngum stund- um. Klukkan varð tvö og hún varð þrjú. Enn enginn Friðrik. Ólafía herti takið á teppabank- aranum svo að hnúamir hvítn- uðu. — Ef þú heldur að ég leggi upp laupana þegar þú kemur þá skaltu fá að sannreyna eitthvað allt annað, minn góði maður, tautaöi hún viö sjálfa sig og herpti svo saman varimar að þær næstum hurfu. Það var greinilegt að hún var komin í bardagaskap. Úha, úha. Klukkan varð fjögur, hún varð fimm. Hálfsex og sex. Og enn bólaði ekkert á Friöriki. Jú, loksins. Um hálfsjöleytið heyrð- ist gengið upp stigann. Ólafía stóð upp og tók sér stöðu viö dyrnar. Teppabankarinn var ör- uggur í höndunum á henni. Lykli var stungið í skrána, dyrnar opnuðust og inn gekk Friðrik. . . og flautandi í þokkabót! — Jæja, slúbbertinn þinn! Svikahrappur! Og svo flautandi! Þú mátt trúa því að ég skal fá þig til að flauta svo um munar. Hér færðu þennan og þennan og.. þennan.. .! Friðrik, þessi veslings maður, reyndi að verja sig eftir því sem best hann mátti. En þrátt fyrir það dundu höggin á hryggnum á honum á meðan hann náði að hnipra sig saman og koma sér út í hom á forstofunni. — Já, en Ólafía þó. . . elsku, kæra Ólafía . . . hvað gengur að þér? Ég hef ekkert gert af mér.. . Ólafía snarhætti. Allt í einu hafði hún komið auga á nestis- kassann hans Friðriks og hita- brúsann. Nú mundi hún! Hún sleppti teppabankaranum og varð nú blóðrauö af skömm. Svo fleygði hún sér í fangið á Frið- riki og grátbændi hann um fyrir- gefningu. — Ég fyrirgef mér aldrei, grét hún svo skar í eyru, aldrei! Nei, aldrei að eilífu! En þú verður að trúa mér, minn kæri eiginmað- ur, þú verður að trúa því að ég var alveg búin að steingleyma því að... þú ert á næturvakt þennan mánuðinn! e? Stjömuspá Hrúturinn 21. mars 20. april Þér verður trúað fyrir leyndarmáli og mikið er undir því komiö að þú bregðist ekki traustinu. Annars virðist helst tíðinda að vænta á sviði ástamálanna en vert er aö láta ekki fljótfærnina hlaupa með sig í gönur. Krabbinn 22. júni - 23. júli Nautið 21. april 21. maí Heldur virðist allt ætla að ganga brösuglega þessa viku. Láttu samt ekki deigan síga því þetta er bara stundarfyrir- bæri. Þér verður falið talsvert mikilvægt verkefni. Ljónið 24. júli 24. ágúst Tvíburarnir 22. mai 21. júni Það er eins og ástin blómstri mjög skyndilega og óvænt hjá þér á næstunni. Reyndu aö njóta ævintýrisins eins og þú getur og láttu ekki úrtölufólk spilla fyrir þér. Er á meðan er! Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú verður svolítiö óheppinn þessa viku. Það er eins og allt snúi öfugt. Þér hættir líka til þess að gera of mikið úr smámun- um og svo er eins og allir stólfætur hafi gert samsæri gegn tánum á þér. Þaö er ímyndun. Vogin 24. sept. 23. okt. Nú er tími til þess að taka ákvöröun sem snertir starfiö og framtíöina. Margt veltur á því hvernig þér tekst til. Reyndu að stunda útivist og hreyfingu meira en þú hefur gert upp á síðkastið. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Láttu ekki metnaðinn hlaupa með þig í gönur. Þaö er fleira mikilvægt í lífinu en að hljóta almenna viöurkenningu. Stund- um er hið dýrmæt- asta að finna þar sem enginn sér það, nema þú sjálf. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Þér gefst nú dágóður tími til þess að kasta mæðinni eftir undan- ■farandi átök sem virðast hafa reynt nokkuð á þol þitt. Þú skalt samt ekki hella þér út í neitt óhóf, þaö kemur dagur eftir þennan dag. Athugaðu vel þinn gang. Þú þarft að hugsa vel um hvernig þú kemur fram viö annaö fólk því eitt- hvað í framkomu þinni virðist, aö minnsta kosti annaö slagiö, valda slæmum misskilningi. Það er bjart fram undan. Þér finnst þú eiga það skihð en kannski hefur þetta ekki verið eins svart og þér hefur sýnst. Temdu þér ofurlítiö meiri nærgætni í um- gengni viö fólk. Vatnsberinn21. jan. 19. febr. Það er enginn full- kominn. Þú ekki heldur. Vertu því ekki stöðugt að grufla í því sem þér heföi getaö farið betur úr hendi. Reyndu frekar að einbeita huganum að nýjum verkefnum. En sem fyrr eru smá- atriðin aö angra þig. Reyndu að horfa yfir smásteinana sem þér sýnast einatt vera björg í vegi þínum. Þroskaðu hæfileika þína á jákvæðan hátt. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Þér gefst tækifæri á næstunni til þess að leiðrétta misskilning sem lengi hefur varpað skugga á samband þitt og ann- arrar manneskju sem er þér mjög kær. 18. tbl. Víkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.