Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 44

Vikan - 02.05.1985, Page 44
nam 1,50 sekúndum. Fjórtán af þeim þrjátíu og sjö sem höfðu byrjað voru úr leik. Seinna svigið var á braut við hliðina á hinni og þar fóru menn hraðar vegna þess að keppendurnir voru nú búnir að hita sig upp en veðrið hafði versnað. Það var kalt og skýj- aður himinninn varpaði drungalegu villuljósi. Skyggni var næstum því við þau mörk sem varasöm teljast og Pierre velti því fyrir sér hvort keppn- inni yrði ef til vill aflýst. Góði guð, ekki það, bað hann. Þegar hann var kominn niður í þetta sinn fann hann ekki fyrir neinni kæti, aðeins þreytu og kvíða. Hann taldi að tími sinn hefði verið góður, en var hann nógu góður? ann renndi sér yfír að stóru tilkynningatöflunni þar sem tímarnir birtust, stóð fyrir framan hana með bakið í svigbrautina og horfði á þegar þeir komu upp. Maxín hélt sig frá honum og hélt niðri í sér andanum. Brautin hafði heimtað meira en sitt; einn hafði flogið yfir hlið í snar- brattri, ísi lagðri brekku. Ann- ar keppandi fékk staur í and- litið en fékk sem betur fór aðeins heilahristing og glóðar- auga. Einn keppenda lenti í ís- hröngli og tók glæsilega dýfu inn í varnargirðinguna um- hverfis brautina, dreifði áhorf- endum í allar áttir og þríbraut vinstri fótinn fyrir neðan hné. Pierre hélt vongóður niðri í sér andanum og gat ekki að því gert að hann gladdist með sjálf- um sér þremur mínútum seinna þegar helsti keppi- nautur hans, Klaus Werner, vafði öðru skíðinu sínu snyrti- lega utan um staur og fór tignarlega á handahlaupum út fyrir brautina, ómeiddur. Skyndilega birtist talan 8 á töflunni með tímann 1,56 mínútur. Maxín klöngraðist gegnum snjóinn til þess að hendast upp um hálsinn á Pierre og hrópaði um leið; „Pierre, þú sigraðir, þú sigraðir!” Og henni til undrunar — og honum líka — kyssti hann hana af svo mikilli tilfinningu að hún náði ekki andanum. Pierre hvíslaði: ,,Ég verð að fara með liðinu, elskan. Ég hitti þig á Chesa eftir hálf- tíma.” Þá var hann umkringd- ur skíðakennurum, aðdáend- um og félögum sínum úr keppninni sem hlógu og klöppuðu honum á bakið. Maxín beið eftir honum á Chesa. Þau voru bæði í of miklu uppnámi til þess að geta borðað þó þau fengju sér af Maxín vildi fara en hana langaði líka til þess að vera kyrr. Pierre byrjaði strax að af- klæða hana og kyssti hana í hvert sinn sem hún ætlaði- að opna munninn. Hún vildi að hann hætti en hún vildi líka að hann héldi áfram. Ætti hún að segja honum að hún hefði aldrei gengið lengra en niður að mitti? Hann brosti kæruleysislega til hennar og krækti brjóstahaldaranum hennar frá með annarri hendi eins og þaulæfður. ,,Hafðu ekki áhyggjur, ég hef hundrað sinn- hinni ófrávíkjanlegu kampa- vínsflösku. Eftir hálftíma lagði Pierre, sem snerti varla nokkurn tíma áfengi, hand- legginn utan um hana og sagði: ,,Eigum við nú að fara upp á herbergið mitt? ’ ’ ,,Nú?” spurði Maxín tvístígandi, langaði til þess en var þó hrædd. „Nú.” Þau þrömmuðu eftir götunum og hamingjuóskun- um rigndi yfir Pierre. Hvað ætli það tæki langan tíma? Maxín velti því fyrir sér um leið og hún gekk við hlið hans. ö^jálkahúsið, þar sem skíðaliðið bjó, var tómt. Þau þrömmuðu upp tréstigana í þungum skíðaskónum. í herbergi Pierre voru tvö mjó rúm. Hann setti öskubakk- ann fram á gang áður en hann læsti herberginu — það var ákveðið merki til herbergis- félaganna. um áður lent í þessari að- stöðu.” „Hundrað sinnum?” spurði Maxín og henni létti en var um leið hneyksluð og reið. , Jæja, nógu oft.” Hann átti í nokkru basli með skíðabux- urnar hennar því hún klemmdi þær upp við sig. Því fór hann að tína af sjálfum sér spjarirnar. Maxín lokaði augunum þegar hann renndi niður buxnaklauf- inni. Síðan opnaði hún þau, hoppaði upp í rúmið og faldi höfuðið undir sænginni eins og strútur. „Pierre, það er hábjartur dagur. Ég fer hjá mér. Hver sem er gæti séð inn um glugg- ann.” ,,Við erum á þriðju hæð,” sagði Pierre hlæjandi en dró samt blúndugardínurnar fyrir til þess að þóknast henni. Q> ’ýjs' kyndilega lá hann allsnakinn við hliðina á henni. Hann reyndi að færa hendurn- ar á henni varlega frá andlitinu og kyssti ber brjóstin á henni óhikað. Maxín fannst það óumræðilega æsandi. Það toguðust á í henni blygðun og ákafi, hún vafði sig ósjálfrátt utan um Pierre og gróf andlitið í bringu hans til þess að hún sæi ekki neitt. Síðan stífnaði hún aftur. Nú fann hún fyrir vöðvastæltri nekt hans og losta. Og hún fann einnig fyrir nokkru öðru. Hún dró laumu- lega að sér höndina en Pierre tók ákveðið í hana og færði hana varlega niður á við. Maxín kippti henni snöggt til baka. Aftur færði Pierre höndina mjúklega en krefjandi niður og skellti henni utan um hold sitt. Maxín reyndi að láta sem hún ætti ekkert í þessari hendi. Hún var skelfingu lostin við að gera einhverja vitleysu, við að særa hann. Átti að sveigja hann aftur? Snúa í hringi? Gæti hann dottið af? Það var barið harkalega að dyrum. „Monsieur Boursal! Ljósmyndararnir eru niðri! ’ ’ Þau stirðnuðu bæði. Pierre bölvaði og settist reiðilega upp. „Segðu þeim að ég sé.... segðu þeim að ég sé sofandi. Örþreyttur. Seinna.” Það varð aftur þögn, síðan heyrðist fótatakið fjarlægjast eftir ganginum. ierre sneri sér aftur að því sem var fyrirliggjandi. Maxín var hissa á því að strokur hennar skyldu hafa slík áhrif á hann, gætu gert hann svo hjálparvana, að hún lægi hér undir hlýrri sænginni og gerði þennan karlmann hamslausan bara með því að koma varfærnislega við hittið á honum. „Við skulum færa þig úr þessum árans buxum,” muldr- aði Pierre um leið og spjarirnar af Maxín flugu um herbergið undan sænginni. Hún lagði í að gægjast laumulega niður og stirðnaði aftur. Stærðin! Þetta var óhugs- andi, hún yrði klofin í tvennt! „Ég er hrædd, ég held að við 44 Vikan 18. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.