Vikan - 02.05.1985, Qupperneq 48
\Tpó sturinn
A I R M A I L
PAR AVION
Við erum svo feitar
og aldrei boðið í partí
Kœri Póstur.
Vid erum hér þrjár niður-
brotnar manneskjur. Þannig
er mál með vexti ad vid erum
/neð svo hrœðilega minni-
mállarkennd af því að við
erum svo feitar. Okkur er lil
dœmis aldrei boðið í partí.
Við regndum einu sinni að
lialda partí en þaö kom
enginn.
Svo fáum við ,,aldrei” að
vera lengur úti en til ,,hálf-
tólf”, ekki einu sinni um
helgar.
Síðan er það aðalvanda-
málið: enginn strákur lítur
við okkur. Hvað eigum við
að gera?
Elsku Póstur, hjálpaðu
okkur, við getum ómögulega
lifað þetta af lengur. Með
fgrirfram þökk fgrir
birtinguna.
Þrjár.
Þið skuluð gera ykkur grein
fyrir því, stúlkur mínar, aö þið
eruð ekki nokkurn hlut verri
manneskjur en aðrir þótt þið séuð
í feitara lagi. Það eru margir sem
þurfa að stríða við einhvers konar
útlitsvandamál og þá er um aö
gera aö horfast í augu við það og
bera sig vel í staö þess að fyllast
minnimáttarkennd og feimni. Fita
er einnig nokkuð sem vel er hægt
að ráða við meö góöum megrunar-
kúr og sjálfsaga. Hættið aö borða
allt sælgæti og kökur, boröiö
minna smjör og sleppiö öllu
mæjónesi, skerið fituna af kjötinu,
borðið mikið af fiski án feiti, græn-
meti og ávöxtum, létt-
mjólkurvörum, notiö gervisykur í
staö sykurs ef þið verðið að hafa
sætt. Borðiö yfirleitt minna í öli
mál en áður, hættið öllu áti milli
mála og drekkið mikið af vatni.
Fariö út að hlaupa, synda og hjóla
og hamist í leikfiminni í
skólanum. Þetta var nú bara
svona heilræöi ef þið viljið fækka
aukakílóunum. Aðalatriöið er þó
að vera hressilegar og glaðlegar í
framkomu og elskulegar við alla
sem eiga það skilið.
Þið ættuð ekki að vera alltaf
saman eins og lagkaka heldur
vera meira með krökkum hver í
sínu lagi annað slagið.
Hvað þýöir „aldrei” innan
gæsalappa? Póstinn grunar aö þið
séuð frekar ungar og þykir því
ekkert skrítiö þótt þið fáiö ekki að
vera lengur úti á kvöldin. Það er
líka hægt að gera margt og mikið
til hálftólf.
Þegar þiö takið að hressast og
blómstra í stað þess að sitja heima
í fýlu yfir því hvað þiö séuö feitar
og fara sjálfar út á meðal fólks í
stað þess aö hanga bara saman
þrjár líður örugglega ekki á löngu
áöur en strákarnir koma í búntum
til ykkar.
Te ogjohn
Taylor
Kœri Póstur.
Ég œtla að biðja þig að
svara þessum spurningum
fgrir mig.
1. Er koffín í tei?
2. Er mikil tedrgkkja
hœttuleg fgrir tennurnar?
3. Geturðu gefiö mér upp-
tgsingar um John Taglor í
Duran Duran ?
Eg vona að þú getir svarað
þessum spurningum fgrir
mig.
Bœbœ.
Ein forvitin.
Já, það er koffín í tei og meira aö
segja í mun meira mæli en í kaffi.
Te er alls ekkert hættulegt fyrir
tennurnar ef þaö er drukkið sykur-
laust. Te inniheldur hins vegar
flúor og er því fremur hollt fyrir
tennurnar en hitt, það er enn og
aftur ef það er drukkiö sykurlaust.
John Taylor heitir víst fullu
nafni Nigel John Taylor og er
fæddur 20. júní 1960 í Birming-
ham. Hann eignaðist sinn fyrsta
gítar þegar hann var 15 ára en
byrjaði ekki að leika á hann að
ráði fyrr en hann var 17 ára og
sneri sér svo aö bassanum þegar
hann varð 19 ára. Hann var ásamt
Nick Rhodes einn af stofnendum
Duran Duran. Hann er sagöur vera
hreinskilinn, ófeiminn og skap-
góður. Honum þykir gaman að
slappa af með James Bond í
myndbandstækinu. Hann á einn
gylltan Aston Martin og VW Golf
og er að spá í aö fá sér Mercedes
Benz af sportgerðinni, enda segist
hann vera með brjálaöa bíladellu
og dreymir um að eiga nýjan bíl
fyrir hvern dag vikunnar.
Flasa
Hœ, kœri Póstur.
Þú ert nú alltaf svo ráða-
góður og þess vegna leita ég
til þín í þeirri von að þú
svarir þessu bréfi mínu.
Viltu vera svo vœnn, kœri
Póstur, að láta Helgu alls
ekki komast í það. Ég er 14
ára og á við vandamál að
stríða. Þannig er að ég er
með svo mikla flösu. Það
hreint og beint hj'gnur stans-
laust úr hárinu þannig að
fötin mín eru alltaf öll í
flösu. Ég hef prófað flösu-
sjampó en mér finnst það
ekki gera neitt gagn. Er
þetta einhver sjúkdómur sem
ég get alls ekki losnað við ?
Flasa er ekki sjúkdómur.
Margir halda að flasa stafi af því
að það séu of margar bakteríur í
hárinu. Þetta er ekki rétt og flasa
veldur ekki hárlosi eins og sumir
halda. Flasa er ósköp eðlilegt
fyrirbæri og er meira áberandi
hjá sumum en öðrum. Flasa er
flögur sem losna úr hornhúðinni
og stundum flagnar hornhúðin
meira en ella og silfurhvítar
flögur falla. Flasa er algengust á
yngri árum en minnkar venjulega
um þrítugt eða hverfur jafnvel að
mestu. Þetta getur auðvitað líka
gerst miklu fyrr.
Venjulegri flösu, eins og þú
virðist eiga við að stríða, er hægt
að halda í skefjum með því að þvo
hárið á venjulegan hátt þrisvar í
viku með hárþvottaefni sem
inniheldur seleníum súlfíö
(selsun). Við það flagnar minna
úr hornlagi húðarinnar. Þetta
skalt þú athuga í apóteki og
jafnvel tala við sérfróða á hár-
greiðslustofu. Þú getur svo hugg-
að þig við það að flösumyndun
minnkar venjulega þegar líður á
vorið og á sumrin. Og þaö er nú að
koma sumar.
48 Vikan 18. tbl.