Vikan - 02.05.1985, Síða 54
Barna-Vikan
Þýð.: Jóhann J.
Kristjánsson.
Ævintýrið
um Fing-Fang
Þótt páskarnir séu liðnir með öllu súkkulaðiátinu er líklega í
lagi að birta eina súkkulaðisögu.
Þekkið þið söguna um Mídas
konung sem breytti öllu sem hann
snerti í gull?
Þetta var víst ekkert þægilegt
fyrir Mídas konung. En einu sinni
var lítill Kínverjadrengur sem gat
breytt öllu sem hann snerti í súkku-
laði — og það var nú miklu betra.
Hér er sagan um litla Kínverja-
drenginn.
Hann hét Fing-Fang og var sonur
fátæks bónda sem þrælaöi daga og
nætur fyrir ríkan og voldugan
mandarínahöfðingja. En þrátt fyrir
að fátæki bóndinn ynni svona mikið
þá fékk hann mjög litla borgun.
Hann hafði aldrei efni á öðru en hrís-
grjónum og vatni handa sér og konu
sinni og tíu börnum þeirra.
Dag nokkurn fór litli Fing-Fang —
sem var yngsti sonurinn — niöur að
fljótinu til að reyna að ná í eitthvað
sem flyti á öldunum og gæti reynst
gagnlegt. Hann kom auga á litla
öskju. Hann teygði sig eftir henni
og opnaði hana mjög forvitinn. I
öskjunni lágu nokkur súkkulaði-
stykki sem voru pökkuð inn í alla
vega litan silfurpappír. Fing-Fang
vissi ekki hvað súkulaöi var og
horfði hissa á molana. Þá steig allt í
einu reykur upp úr jörðinni og smátt
og smátt kom lögun á reykinn. Fing-
Fang varð mjög hissa þegar hann
heyrði rödd segja: „Jæja, Fing-
Fang, hvernig líkar þér súkku-
laðið?”
Röddin kom úr reyknum sem hafði
tekið á sig gervi kínversks virðulegs
vitrings. Fing-Fang varð mjög
hræddur. ,,Ég veit ekki hvað súkku-
laöi er,” sagði hann virðulega.
„Smakkaöu á því,” sagöi andinn
sem sveimaði í kringum drenginn.
Litlu síðar tuggði Fing-Fang fyrsta
súkkulaðibitann. Og honum þótti
bragðið svo gott að hann borðaði tvo
í viðbót án þess aö hugsa nokkuð út í
hvaö hann var að gera.
„Hvernig finnst þér þetta?”
spurði andinn.
„Þetta er það besta sem til er í
heiminum,” sagði Fing-Fang. „Ég
vildi óska að ég hefði miklu meira af
þessu svo ég gæti gefið pabba og
mömmu og systkinum mínum. Ég
held ég vildi bara að ég gæti borðaö
súkkulaði alla ævi.
„Það er bara svona,” sagði andinn
sem var í mjög góðu skapi.
„Þú skalt fá ósk þína uppfyllta. 1
hvert skipti sem þú snertir eitthvað
með litla litlafingri skal það sem þú
snertir verða að súkkulaði.”
Síðan varð andinn aftur reykur og
hvarf niður í holu í jörðinni en Fing-
Fang stóð undrandi eftir og vissi
ekki hvort þetta var allt saman
draumur.
„Ég verð bara að athuga þetta
strax,” hugsaði hann með sér og
snerti gamla stráhattinn sinn með
litlafingri.
Hatturinn varö að súkkulaði og
Fing-Fang borðaði hann upp til
agna.
„Húrra,” hrópaði hann, „þetta
var ekki draumur,” ég get breytt
öllum hlutum í súkkulaöi. Nú ætla ég
heim og koma pabba og mömmu á
óvart!”
Hann hljóp heim og í fátæklega
kofanum þeirra sat öll fjölskyldan
og beið á meöan mamma var aö
sjóða hrísgrjón.
„Augnablik,” sagði Fing-Fang og
stakk litlafingri niður í hrísgrjóna-
pottinn. Æ, hann hafði næstum
gleymt aö þau voru brennheit.
„Hvaða uppátæki er þetta?” sagði
mamma hans. En þegar hún leit
ofan í pottinn varð hún heldur en
ekki hissa. I staö hvítra hrísgrjóna
var potturinn fullur af brúnum
kornum.
„Smakkiö á þessu” hrópaöi Fing-
Fang og allir fengu sér af súkku-
laðinu.
Svona nokkuð höfðu þau aldrei
smakkað áður. Fing-Fang gekk nú
um og breytti öllu mögulegu: stein-
um, hálmi og hverju sem hann snerti
á. Hann breytti hlutum sem enginn
hafði not fyrir í besta súkkulaði og
faðir hans og systkini fóru með það á
markað og seldu. Auðvitað urðu þau
leið á að eta stöðugt súkkulaðLæn
þegar þau seldu það sem Fing-Fang
hafði breytt gátu þau keypt annað
góðgæti og þurftu ekki að vinna eins
og þrælar. Þau reistu sér nýtt hús í
stað gamla kofans og leið mjög vel.
Auðvitað fékk enginn að vita hvaðan
súkkulaðið kom — nema foreldrar
og systkini hans, þau vissu að sjálf-
sögðu hvernig á öllu stóð. En
mandarínahöfðinginn frétti að til
væri maður sem heföi til sölu
heilmikið súkkulaði.
54 Vikan 18. tbl.