Vikan - 02.05.1985, Page 59
Vinsældir golfíþróttarinnar hafa
aukist mjög ört á undanförnum árum
og er hún nú ekki lengur íþrótt ,,riku"
mannanna, heldur almenningsiþrótt,
íþrótt ungra sem aldinna, karla og
kvenna. Golfiþróttin er kannski fram-
ar öllu fjölskylduíþrótt.
Golfíþróttin hefur nú verið stunduð
á islandi i 50 ár. Þann 14. desember
verður Golfklúbbur Reykjavíkur 50
ára, en hann er sá elsti á íslandi.
Næstelsti klúbburinn er Golfklúbbur
Akureyrar en hann verður fimmtugur
á næsta ári.
Á íslandi eru nú um þaö bil 25 golf-
klúbbar vítt og breitt um landið og er
það vafalaust heimsmet, miðað við
fólksfjölda.
Eins og annars staðar á landinu á
golfíþróttin vaxandi gengi að fagna á
Akureyri. Golfbakterían hefur
gagntekið starfsmenn heilu fyrirtækj-
anna, svo sem Slippstöðvarinnar,
Landsbankans, Útvegsbankans,
Mjólkurstöðvarinnar, SiS og Híbýla,
svo nokkur stórfyrirtæki séu nefnd.
Fyrirtæki á Akureyri hafa löngum
verið mjög velviljuö í garð Golfklúbbs
Akureyrar og stutt við bakið á starf-
semi hans.
Tilefni þessara skrifa er þaö að á
liönu hausti var í annað sinn haldiö
svonefnt Bautamót á Golfvellinum að
Jaðri. Til þessa móts var boöið starfs-
fólki í veitingahúsum á Akureyri og í
Reykjavik, starfsfólki ferðaskrifstofa
og blaðamönnum.
Eins og flestir vita er Bautinn einn
vinsælasti matsölustaður á Akureyri,
en eigendur hans eru þeir félagarnir
Stefán Gunnlaugsson og Hallgrímur
Arason en þeir reka einnig veitinga-
staöinn Smiðjuna I sömu húsa-
kynnum og Bautinn er. Báðir þessir
veitingastaöir njóta vinsælda bæjar-
búa, ekki siöur en feröamanna.
Eins og fyrr segir var þetta annað
áriö í röð sem Bautamótið var haldiö
og hafa forráöamenn fullan hug á að
gera mótið að árvissum viðburði. Til
mótsins að þessu sinni komu u.þ.b.
30 manns, ámóta margir að sunnan
og noröan.
Verðlaunagripur sá sem keppt er
um er einn sá glæsilegasti sem um
getur í íþróttakeppni hérlendis.
Gripurinn er veittur þeim sem bestum
árangri nær með forgjöf. Sigurvegari
varð að þessu sinni Birgir Viðar Hall-
dórsson, veitingamaður og fyrrum
landsþekktur rallari. Birgir lék Jaðars-
völlinn á 64 höggum nettó. I ööru
sæti með-forgjöf varð Hallgrímur Ara-
son (Bautinn), en í þriðja til fjórða
sæti urðu jafnir þeir Ragnar Lár
(Vikan) og Kjartan Bragason (Bíla-
leigan Geysir). Ragnar vann hlutkesti
og hlaut því þriðju verðlaun fyrir hönd
Vikunnar.
Án forgjafar sigraði Baldur Svein-
björnsson (Islendingur) glæsilega, en
hann lék á 73 höggum. I ööru sæti
varð Sigurður Runólfsson (Hótel
Saga) á 83 höggum en í þriöja sæti
varð Þorbergur Ólafsson (Borgar-
salan) á 85 höggum. Þess skal getiö
að leikiö var af fremstu teigum
(rauðum).
Aukaverðlaun, eitt dúsín af John
Letters golfboltum, gaf Heildverslun-
in Tak hf. og voru þau veitt þeim sem
næstur var holu eftir upphafshögg á
18. og siðustu braut. Lengst af átti
Þorbergur Ólafsson besta upphafs-
höggið en sá sem sló siöasta höggið á
brautinni ,,stal" verðlaununum frá
Þorbergi meö því aö komast ennþá
nær holunni. Þessi „síðasti" kepp-
andi var fulltrúi Vikunnar, Ragnar
Lár.
Mótsslit og verðlaunaafhending fór
fram að kvöldi keppnisdags í Smiðj-
unni. Var þar haldið veglegt hóf með
veitingum góðum í mat og drykk. Þar
voru haldnar ræður ágætar og lýstu
menn yfir ánægju sinni með fram-
kvæmd mótsins og óskuöu þess að
Bautamótiö yrði fastur liöur ár hvert.
Frá vinstri: Ragnar Lár, Hallgrimur Arason og Birgir Viðar.
Guðrún Ófeigsdóttir var ein af þeim heppnu og hlaut vinning i happ-
drættinu, máltíð fyrir tvo í Smiðjunni. Hér þakkar hún Hallgrimi Arasyni
fyrir vinninginn, en svo skemmtilega vill til að hún er eiginkona hans og var
mönnum skemmt er hún hlaut þennan vinning.
Hallgrímur Arason óskar Baldri Sveinbjörnssyni til hamingju með frammi-
stöðuna. Á milli þeirra tveggja eru þeir Þorbergur Ólafsson, t.v., og Sig-
urður Runólfsson, formaður Nesklúbbsins.
í hófinu var dregið í happdrætti, en happdrættismiði fylgdi hverju sæti við
veisluborðið. Það er Súsanna Möller sem dregur vinningsnúmer úr bikarn-
um góða. Hallgrímur fylgist með.
18. tbl. Vikan 59