Vikan


Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 30

Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 30
Við sundlaugina í Hátúni 10. Stefán hefur notað sundlaugina mikið i þjálfunarskyni. Hann er heldur ekki alveg óvanur vatninu, fyrrverandi unglingalandsliðsmaður i sundi. eitthvaö til að hafa fyrir stafni. Aðalatriðið er að setjast ekki í helgan stein og bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Maður verður sjálfur að hafa frum- kvæðið. Ég veit að margir sem fatlast á besta aldri eins og ég leggjast í þunglyndi og draga sig inn í skelina. Þá eru þeir líka að bjóða hættunni heim. Kannski er feimni og framtaks- leysi algengasta fötlun á ís- landi. Ef einmanaleikinn sækir að mér þá gríp ég til bláu bókar- innar." Bláa bókin hans Stebba Stefán á bláa vasabók sem hann skilur aldrei við sig. Þar eru allir vinirnir og kunningjarnir á skrá og símanúmerin hjá þeim. ,,Ég á mjög marga vini og kunningja, bæði frá gamalli tíð og þá sem ég hef kynnst á síðastliðnum árum. Það er ágætt að hafa bláu bókina ef mann langar á bíó eða ball eða til að gera eitthvað allt annað. Ég gæti auðvitað farið einn en hef bara ekkert gaman af því, maður er manns gaman. En ég bíð ekkert endilega eftir þvi að haft sé samband við mig. Ég get alveg eins hringt sjálfur. Það er nefnilega algeng staðreynd að fatlað fólk biður eftir því að einhver frændinn eða gamli kunninginn hafi sam- band og bjóði í biltúr á Þingvöll eða á bíó. Þessu þarf að breyta. Fatlaðir einstaklingar eiga að vera fullgildar félagsverur en ekki eitthvert ölmusufólk eða píslarvottar." Fílósófískt andrúmsloft ,,Ég fer mikið á böll," svarar Stefán þegar ég spyr hann hvert hann fari aðallega til að skemmta sér. ,,Og yfirleitt sæki ég mikið burt af staðnum. Mér finnst það bráðnauðsynlegt því ,,Það verður að hafa feisið í lagi áður en maður skellir sér i mynda- tökuna." annars mundi maður einangr- ast og verða „fangi hússins" eins og ég tek stundum til orða. Ég get notað ferðaþjónustu fatlaðra, það er bara verst að öllum er skammtaður mánaðar- legur kvóti og ég er oft fljótur að klára kvótann. Það þarf líka að panta bílinn fyrir klukkan fjögur daginn áður ef maður ætlar að nota hann svo þar duga engar skyndiákvarðanir. Ég hef líka sótt töluvert á bjórstofurnar og fer reglulega á Gauk á Stöng. Ég sækist eftir þessu fílósófíska andrúmslofti sem mér finnst svífa þar yfir vötnunum. Ég er hins vegar algjörlega á móti því að leyfa bjórinn hér á landi. Ég er hræddur við þá ómenningu sem fylgir bjórnum alltaf. Börn og unglingar mundu neyta áfengis í auknum mæli og fleiri og fleiri færu að synda gegnum vinnudaginn undir áhrifum. Ég rígbind mig reyndar ekki við Reykjavík þegar ég fer burt 30 Vikan 28. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.