Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 14
einu, opnaði efri partinn og skreiö út. Þá sá ég að matarkista, sem var aftan viö hurðina, haföi runniö fyrir hana og því var ógerlegt aö opna neöri partinn af henni. Eg skreiö út og upp í bakborösgang- inn og þá sá ég aö báturinn lá svo aö segja alveg á hliöinni því einn skips- félagi minn kom labbandi eftir bak- borðssíðunni á bátnum. Ég skreið upp stigann, þaö er nú varla hægt aö tala um aö fara upp stigann því hann var svo aö segja láréttur, og upp á báta- pall. Þegar þangaö kom sá ég þaö í myrkrinu að skipstjórinn var aö gera- einhverjar örvæntingarfullar tilraunir til aö keyra bátinn upp úr þessu. Bátur- inn var keyröur alveg á fullu, nótin var farin aö dragast út meö ægilegum hávaða því blýteinninn slóst utan í lunninguna og var hljóöiö eins og vél- byssuskothríö. Allir geröu sér grein fyrir hvaö var aö gerast og fóru því upp á stýrishús þar sem báturinn var. Flóð af minningum Þaö er dálítiö skrítiö en á þessari leiö frá borðsalnum og upp á stýrishús mundi ég einhver ósköp úr ævi minni. Ég hlýt aö hafa veriö mjög fljótur á leiöinni, þó svo aö mér hafi kannski fundist þetta vera langur tími meðan þaö var aö gerast. En á þessari leiö þá bara rann í gegnum hausinn á mér alveg flóö af minningum og ég hef oft hugsaö um þaö eftir á hversu rosalega fljótvirk tölva mannsheilinn getur veriö aö ryöja þessu svona fram í einu hendingskasti. Ég var kominn meö konu og fjögur börn og fannst þaö helvíti hart aö vera bráðungur og eiga ekki aö fá aö lifa lengur því manni leist ekki of vel á þetta, þaö drapst þarna á öllum ljósum og þaö haföi kviknað í kabyssunni þegar báturinn fór á hliöina, þannig aö hún reykti einhver skelfing og lá reykurinn þarna yfir. Vitni að hetjudáð Á leiö minni þarna frá borösalnum og upp varð ég vitni aö því sem ég mundi kalla hetjudáð og er þaö í eina skiptið sem ég hef oröið vitni aö svo- leiðis löguöu. Einn skipsfélagi minn haföi náð sér í björgunarhring, annar skipsfélagi stóö viö hliöina á honum og voru þeir aö tala saman. Ég heyröi hvaö þeim fór á milli og sagöi sá sem ekki haföi hringinn viö hinn aö hann væri ósyndur og kæmi ekki til meö aö geta bjargað sér; hvort hann væri til í aö láta sig hafa hringinn? Hinn lét hann strax hafa hringinn og svaraði án nokkurrar umhugsunar. „Þú ferð ekkert f yrr en viö f örum allir. ’ ’ Ég hef fylgst dálítiö meö þessum manni, hann varö skipstjóri seinna og er enn. Hefur honum gengið sérlega vel í starfi og er ég alveg sannfæröur um aö þaö býr í honum sannkölluö hetja og lít ég alltaf á hann sem slíkan eftir þennan atburö. Bras með bátinn Þegar viö komum upp á stýrishúsið lá báturinn svo aö segja á hliðinni og voru tveir menn viö kassann, sem báturinn var í, og voru þeir aö reyna aö ná bátnum upp úr kassanum. Þaö gekk illa og virtist vera sem kassinn væri svo þröngt smiöaöur utan um bátinn aö þeir næöu ekki aö losa hann úr, líklega vegna þess aö báturinn sporöreistist alltaf í kassanum vegna þess aö þeir lyftu honum ekki jafnt upp. Nytsamlegt námskeið Um veturinn, þegar ég var í skólanum, fékk ég vitneskju um aö þaö væri í gangi námskeið niðri á bryggju á vegum Slysavarnafélagsins í meö- ferö og notkun gúmmibjörgunarbáta. Ég skellti mér á þetta námskeið og fylgdist meö því sem þar var aö gerast. Þarna var erindreki frá Slysa- varnafélaginu og var hann svo snjall aö hann haföi með sér og notaði viö sýnikennslu bát sem menn höföu bjargast í. Þetta var báturinn af m.b. Stíganda og voru mennirnir búnir aö vera í bátnum í átta eöa níu sólar- hringa þegar þeim var bjargaö. Þetta geröi kennsluna öllu áhrifameiri og vakti meiri athygli manna. Þessi erindreki sagöi frá því aö ef línan í bátinn færi í flækju og eitthvað klikkaöi þá væri loftflaskan undir öörum endanum á bátnum. Þar væri hægt aö rífa í vír, sem væri næstur flöskunni, og ef hann klikkaði þá væri hægt aö blása upp bátinn meö því aö losa eina skrúfu, meö vasahníf, og spenna ventilinn í loftflöskunni uppi. Óstjórnleg spenna Þetta mundi ég allt jjegar ég var kominn þarna upp á stýrishús svo aö ég fór aö skipta mér af því sem var aö gerast þarna viö kassann sem bátur- inn lá í. Þetta gerðist allt á svipstundu og þaö gerði miklu erfiðara fyrir aö radarinn var í gangi og snerist þarna yfir höföunum á okkur allan tímann. Þá gerðist þaö, þegar viö vorum þrír farnir aö brasa þarna viö bátinn, Um borð i Berg, fullum af sild. að ég heyri aö sá sem ég var aö segja frá aö heföi framið hetjudáö segir: „Þaö þýöir ekkert aö þaö séu allir aö göslast í þessu, þaö verður bara einn sem sér um þetta og viö leyfum Adda bara aðeins aöprófa sig á þessu.” Þá bökkuöu hinir tveir, sem voru viö kassann, frá og ég fór aö reyna aö grína ofan í kassann þarna í myrkrinu og sá hvað var aö ske. Ég sá að bát- urinn var sporðreistur út í kassann og haföi af aö ýta honum niöur og rífa hann síöan upp úr en þá var línan öll í flækju því þeir höföu reynt aö opna bátinn í kassanum í þeirri von aö báturinn myndi sprengja kassann af sér. Ég mundi vel eftir oröum erindrek- ans frá námskeiöinu og reif segl- pokann utan af bátnum og fann flöskuna og vírinn. Ég vaföi vírnum utan um höndina á mér og rykkti í en það virtist allt vera kolfast því ekkert skeði. Ég rykkti margsinnis í og aö lokum tók ég á öllu sem ég átti til og þá loksins opnaöist báturinn. Viö þetta gekk virinn svolítið inn í höndina á mér en ég slasaði mig nú ekkert mikiö,” segir Addi, en þó má enn sjá greinileg merki þess á hendi hans því hann ber þar ör eftir þetta. „Þaö var orðin óstjórnleg spenna þarna og ég man hvaö mér létti óskaplega þegar ég heyrði að loftið blést í bátinn. Þá skeði það um leið og ég henti bátnum eins langt frá mér og ég mögulega gat aö eitthvað ýtti meö heljarafli ofan á hálsinn á mér. Ég fór á kaf og fann aö ég var kolfastur. Þaö var eins og tíminn stöövaðist, mér fannst eins og sjórinn væri allur oröinn mjólkurlitaður. Ég vissi svo ekkert hvaö skeöi en mér var seinna sagt að um leið og ég henti bátnum frá mér heföi rekkverkið brotnaö ofan af stýrishúsinu og lenti ég undir því. Skipsfélagar mínir sáu mig bögglast þarna undir en gátu ekkert gert til þess aö bjarga mér því í sömu mund fór hreinlega allt á kaf. Einhvern veginn hef ég þó losnað eöa haft af aö losa mig, allavega skaut mér upp og í myrkrinu sá ég hausa þarna allt í kringum mig og bátinn viö hliöina á mér. Mér tókst aö brölta upp í bátinn og menn voru aö koma synd- andi aö bátnum þarna í myrkrinu og maður sá móta fyrir hausunum í kring- um sig þegar maöur var meö hausinn alvegniöri viösjó. Allir í bátinn Menn tíndust þarna upp í bátinn einn af öörum, þaö var lítiö talaö saman en menn voru svona aö kíkja í kringum sig eftir félögunum. Mér er þaö ákaf- lega minnisstætt aö ég sá einn mann á sundi, aö mér fannst, langt í burtu frá bátnum og ég hugsaði sem svo aö þennan mann fengjum viö aldrei aö sjá aftur. En hann var svo fjári sprækur aö hann synti á fullri ferö á eftir bátnum og náöi að komast upp í hann. Þegar hann var kominn upp í bátinn þá sáum viö aö þetta var skipstjórinn, Kristinn Pálsson, hann var mikill sundmaður og ég held aö hann hafi þarna bjargaö sér á hreysti sinni. Þegar Kristinn var kominn um borö tók hann viö allri stjórn og kom skipulagi á hlutina. Hann gekk úr skugga um þaö að allir væru um borö og sagöi okkur síðan frá því aö hann heföi náö aö kalla út eitt neyöarkall en hann vissi nú ekki hvort þaö heföi heyrst því að stööin var köld og þurfti nokkum tíma til aö hitna. Það var fariö að kveikja á neyðar- blysum til þess aö vekja athygli á 14 ViRan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.