Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 8
margir þjónar. Rölta svo þessi tíu skref niöur á ströndina þar sem íslenski og ameríski fáninn blakta hlið viö hlið. 150 manns í mat í garði Eposito-hjónanna hafði verið komið fyrir geysistóru tjaldi. Þar var lagt á borð fyrir 150 manns í mat. Dansgólf var í öðrum væng tjaldsins og auövitað hljómsveit. Allt var yfirbragð veislunnar nú orðið slíkt að sögu- manni þótti sem hann væri kominn á Southfork Ranch i Dallas. Svaramaður brúðgumans stóð nú upp, hélt stutta ræðu og bað menn gera sér veitingar að góðu. Allir gestir klingdu glösum og íslendingar óttuðust að nú vildu allir endilega fá að taka til máls. Sú var þó ekki raunin heldur mun það alsiða hér í þessu landi að klingja glösum þegar gestir vilja aö brúðhjónin kyssist. Almennt er látið undan slíkum þrýstingi. Matreiðslumeistarar sneiddu nú niður heilt naut á diska veislu- gesta, dans var stiginn eftir matinn og til að kóróna veislu- höldin flugu þyrlur yfir svæðið síðar um kvöldið til að taka loft- myndir. Þegar líða tók á veisluna létu brúðhjónin sig hverfa í einnar nætur brúðkaupsferð til nærliggj- andi þorps. Þau þurftu nefnilega að mæta í morgunverð hjá foreldr- um brúðarinnar morguninn eftir, klukkan 10. Er sá dagur í raun þriðji dagur brúðkaupsins því kvöldið fyrir brúðkaup þykir við hæfi að faðir brúðgumans bjóði fjölskyldu brúðarinnar til kvöld- verðar. Síðan kemur brúökaups- dagurinn og svo morgunverðar- boðið, samtals þrír dagar. Bara lítið vatn í sparslið Síðan kom þjóðvegur 495 aftur til sögunnar; í þetta skipti til suð- vesturs, í átt til Brooklyn. í aftur- sætinu í bíl brúðhjónanna voru sparslspaði, málningarrúlla, 'lnálningarbakki, pensill og lítið notaöur sandpappír. Höfuö tengdasonarins fullt af leið- beiningum frá lífsreyndum tengdaföður. Bara lítið vatn í sparslið, láta harðna vel. Muna svo eftir að þvo græjurnar og setja þær á sinn stað í bílskúrnum. Það tók ekki nema klukkustund að keyra frá Long Island til Brooklyn. Brúðkaupsferðin var búin. Skyldi nokkurn tímann verða íbúð úr þessu? Svaramaður brúðgumans, Baldur Þorsteinsson, ávarpar gesti i upphafi veislunnar. Þyrlur flugu yfir og tóku loftmyndir. Brúðhjónin fylgjast með af bryggjunni. Dansað i tjaldinu við undirleik hljómsveitar. 8 Vikan 34* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.