Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 22
Hjartalaga endi pedalasveifarinnar rennur eftir öxulfletinum sem sést á miðri myndinni. Árangurinn af samspili þessara skringilega löguðu hluta er mishraður gangur pedalans þannig að hjólreiðamaðurinn spyrnir og getur svo slakað á. Nýjasta tækni fyrir hjólreiðamenn — betri nýting fótorkunnar Áhugamenn um orkusparnað þeysa gjarnan um á reiðhjólum. En þau farartæki nýta orkuna ekki eins vel og skyldi, eða svo segir Bandaríkjamaðurinn Larry Brown, fyrrverandi verkfræðiráð- gjafi, útskrifaður frá MIT-háskól- anum. Honum fannst tími til kom- inn að bæta hönnunina. Larry lét ekki sitja við orðin tóm. Hann greip pennann og hannaði nýtt drif fyrir reiðhjól og gaf því nafnið Powercam. Drifið gerir það að verkum að maður þarf færri snúninga með pedölunum til að ná sama afli og á venjulegu hjóli. Miðaö við sömu líkamsorku kemst hjólreiða- maðurinn með Powercam lengra á sínu hjóli en sá sem er á venju- / legu, keðjudrifnu hjóli. Lífeðlis- fræðingar hafa sýnt fram á aö með sama kalóríubruna kemst sá sem er á Powercam-hjóli lengra. Jafnvel þótt hreintrúarmenn hristi hausinn fer þeim fjölgandi sem sigra í hjólreiðakeppnum á Powercam-hjólum. Flestir kannast við venjuleg reiðhjól sem maður knýr áfram með því að stíga tvo pedala á sveifum sem snúa keðjuhjólinu. Þetta keðjuhjól snýst í hringi og snýr þar með afturhjólinu af því að þau eru samtengd með keðju. Kannski vita ekki eins margir að hjólreiðamaðurinn nær bestri orkunýtingu með því að hjóla 60 snúninga á mínútu. Hægt er aö komast hraðar með því að breyta hlutfalli keðjuhjóls og afturhjóls þannig að afturhjóhð snúist fleiri snúninga og hjólið komist á meiri hraða. En þá þyngist stigið fyrir hjólareiða- manninn, hann þarf að stíga fast- ar og í keppni getur hann ofreynt hnjáliði og skemmt þá. Keppnismenn á reiðhjólum hafa því horfið frá bestu orkunýtingu á 60 snúningum og fara hraðar með því að hjóla hraðar; þeir snúa keðjuhjólinu 90 til 120 snúninga á mínútu. Þeir reyna líka að jafna átakið og dreifa því yfir allan 360 gráða snúning pedalans með því að stíga niður OG toga upp með tá- klemmum sem festa fæturna við pedalana. Ef við hugsum okkur keðju- hjólið sem klukkuskífu þá skila fæturnir mestri orku á þeim hluta hringferilsins sem jafngildir bihnu milli klukkan eitt (litli vísir) og klukkan fimm. Afgangur snúningsins er nokkurs konar dauður hluti; þar tekur fóturinn mun minna á. Larry Brown vissi þetta að sjálf- sögðu og hannaði drif sem er sér- hæft til að taka við aflinu á þeim hluta hringsins sem fæturnir skila mestri orku. Tilfinningin fyrir því að hjóla verður talsvert öðruvísi en maöur á að venjast, Ukist fremur því að ganga upp stiga — maöur stígur, hvílir og stígur. Og kapparnir eru þegar teknir aö sigra á Powercam-hjólum. Á venjulegu reiðhjóU eru pedalasveifar og keðjutannhjól föst saman en laus í sundur í Powercam-drifi (sjá mynd). Á biUnu milli klukkan eitt og fimm fer sveifin hraðar en keðju- hringurinn. Á afgangi snúningsins fer sveifin hægar»Maður spyrnir fótunum niður þar sem átakið er mest en síðan slakar hjólreiða- maðurinn á og lætur snúnings- tregðuna bera sveifarnar þar til þarf að taka á aftur. „Maður nær talsverðri hvUd þann hluta af hringnum sem ekki þarf að spyrna,” segir Larry Brown. Þar sem átakið er mest á réttum stað finnst hjólreiðamann- inum fyrirstaðan UtU og hann getur haft gírahlutfaUið hærra án þess að meiða hnén. Ef gírahlut- faUið er hærra þarf ekki að stíga eins oft. Bandaríkjamaðurinn Scott Dickson, sem fyrstur landa sinna lauk 12.000 kUómetra hjól- reiðakeppni mUli Parísar og Brest, segist hafa sparað sér 150.000 pedalastig á leiðinni með því að nota Powercam. Og Jim Cerrato, sem setti nýtt met á 3000 kílómetra leið mUli Texas og Kanada, notaði Powercam til að hUfa fótunum. Rannsókn á súrefnismettun blóðsins á æfingahjóU með og án Powercam leiddi í ljós að súrefnis- magnið var minna hjá þeim sem voru á Powercam-hjólum. Þar eð súrefnisnotkun gefur vel til kynna hve mikU orka er notuð nýttist orkan betur þegar Powercam var notað. Því miður geta ekki alUr notað þetta nýja drif. Bygging þess veldur því að ekki er hægt að taka á því létta spretti. Það nýtist hins vegar vel á löngum leiðum þar sem úthaldið skiptir höfuðmáU. Þetta er tilvaUö tæki fyrir venju- lega hjólreiðamenn sem setjast í hnakkinn sér til heilsubótar, án þess að ætla að láta gæðinginn geysast áfram. 22 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.