Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 46

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. Shirley Conran y'%/? ^/eiðna gerði sér allt í einu ljóst að hún hafði geflð honum gullvæga ástæðu til að fara að skammast en var skyndilega alveg sama. , ,Ég á við það að þú ert ekki bara eigingjarn elskhugi heldur læturðu sem þú sért það ekki. Það ei falskt og óheiðarlegt þegar þú snýrð þér á hina ^hliðina til að fara að sofa þegar þú veist að ég er logandi að innan en þú lætur sem þú vitir það ekki. Ég elskaði þig þegar ég giftist þér og ég vildi ekki segja neitt til þess að særa þig, og satt að segja hélt ég að þú þyrftir bara að fá smáæfíngu. Ég hélt reyndar að við þyrftum þess bæði. Ef þú værir bara eins og þá, þá væri ég ekkert að hafa orð á þessu, en þú hefur versnað.” Robert varð enn rauðari. „Fyrst hélt ég að þú værir of þreyttur, Robert. Ég hélt að vinnan tæki svo mjög á þig en síðan sá ég að þetta var bara venjuleg leti og eigingirni. Og það var líka svolítið annað ógeðslegra; þú vildir ekki vera neitt með mér. Ef þú gætir bara ýtt á hnapp og látið mig hverfa, þegar þú ert búinn að fá það, þá myndir þú gera það.” Robert varð fjólublár. ,,Þú ert eina konan sem hefur nokkru sinni kvartað — og það er bara vegna þess að þú gerir óhóflegar kröfur! /? fJXt/ei 'eiðna dró djúpt andann og sagði síðan það sem hún hafði verið að æfa í hugan- um mánuðum saman: ,,Ég get fróað sjálfri mér svo ég fái full- nægingu á fimm mínútum. Ég mældi það með eldhúsklukk- unni. Það tekur ekki lengri tíma að örva mig ef ég er ekki þjökuð af áhyggjum eða stressi; ekki mikið lengur en þig. En þú ert ekkert að hafa fyrir því að komast að því hvað mér finnst gott. Það er langt síðan ég gaf þér það í skyn en nú skal ég fúslega segja þér það hreint TUTTUGASTIOG FJÓRÐIHLUTI Þaðsemáundanergengið. . . Arið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París . . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. ,Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínum heima- vistarskóla í Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem fram- reiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Að skóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er bams- hafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar fer Júdý að vinna hjá Dior tiskuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upp- rennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik fer Júdý heim til Banda- ríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrir- tæki. Sögunni víkur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Felix er tmgverskur flótta- maður. Hann fer með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lilí, eins og Fehx kallaði hana. Maxín heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar fomgripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endur- byggingu á gömlum herragarði sem er í eigu félítils greifa og kampavínsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast þrjá syni. út og sýna þér það líka svo þú getir ekki haldið áfram að þykj- ast ekkert vita. ,,Þú vilt geldan mann, hel- vítis tíkin þín!” „Nei, það er ekki satt. Ég er ekki bara þessi blíða og eftirláta Betty Grable-týpa eða hvaða draumadís sem þú kannt að ímynda þér að þú sért með þegar það er bara ég. Þú vilt frekar ríða einhverri ímyndaðri Betty Grable en mér eins og ég er vegna þess að hún bregst við þér alveg eins og þú vilt og veldur þér engum vandræðum. Gamla, góða Betty hverfur þegar þú þarft hennar ekki lengur með og ýtir á hnappinn, er það ekki? Ég ætla ekki að fara að keppa við einhverja goðsögn, við einhverja ósýni- lega, eftirláta kynbombu. Ég vil raunveruleika og heiðar- leika. Ég vil alvörusamband við alvörukarlmann.” , .Kjaftforuga hóran þín. ’ ’ „Það ert þú sem ert forugur og óþroskaður í hugsun. Ætli konur af kynslóð mömmu hefðu ekki farið fínlegar í þetta. Þær hefðu sagt að þú værir hugsunarlaus eða skildir ekki þarfir kvenna eða eitthvað svoleiðis. En ég ætla einu sinni að tala alveg hreint út, Robert, vegna þess að ég vil ekki að það leiki nokkur vafi á því sem ég meina. Ég vil ekki að þú hag- ræðir þessu samtali eftir þínu höfði. Ég er að segja að ég vii ekki láta nota mig aðeins til kynmaka. Ég vil láta elska mig. Ég vil trúnaðarsamband og ástúð og gagnkvæma um- hyggju, ekki neinn skyndi- drátt, þakka þér fyrir! Hún hélt að Robert myndi berja sig en það gerði hann ekki. Hann starði bara á hana og strunsaði út til þess að sofa í öðru herbergi. I þrjá daga gekk hann um með sjálfsánægjusvip og talaði ekki við konu sína. Þegar hann kom aftur upp í til hennar hagaði hann sér ná- kvæmlega eins og samtal þeirra hefði aldrei átt sér stað. Heiðna grét. Hún hafði von- að að þegar sljákkaði í honum færi hann ef til vill að hugsa eitthvað um það sem hún sagði. En það gerði hann ekki. Og hún reyndi aldrei aftur. 46 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.