Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 49

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 49
er allt fullbókað hjá okkur þrjá mánuði fram í tímann. Þetta gengur reglulega vel síðan nýi vatnslækningatankurinn var tekinn í notkun. Guð minn góður, þú varst ekki lengi að klára úr glasinu, ertu viss um að þú viljir annað?” Breytingin á móður Heiðnu vakti undrun hennar. Hún og Selma voru í brakandi, hvítum einkennissloppum og kölluðu sig framkvæmdastjóra og næringarráðgjafa. Þær töluðu saman lágum, blíðum rómi jafnvel þegar þær voru einar. Frú Trelawney var ómáluð, gekk með stór skjaldböku- spangargleraugu og var byrjuð að æfa jóga. Eftir að Heiðna hafði sofið fjórar nætur í litlu þjónustu- fólksskonsunni sagði frú Trelawney: ,,Ég er búin að tala um þetta við Selmu og við höfum ákveðið að láta þig hafa eitt af gestaherbergjunum — herbergi ráðskonunnar — þegar það losnar. En þú verður að haga þér almennilega. Þú veist hvað ég á við. Ekkert áfengi, elskan. Ekki ein einasta pínulítil, falin flaska. Þú veist að ég get ekki tekið áhættuna af því.” C/eiðnu langaði ekkert lengur til þess að búa á Trelawney. Ókunnugt fólk í náttsloppum gekk eftir of- hituðum göngunum eða dreypti á þunnu tei í garðstof- unni. Hún var búin að ákveða að flytja inn í hús veiðivarðar- ins sem stóð autt um það bil einn og hálfan kílómetra frá húsinu. Frú Trelawney var búin að ákveða að breyta litla húsinu í lúxusíbúð en þegar hún sagði: ,,Því miður, elskan,” þá leit Heiðna kuldalega á hana og svaraði: „Elskan mín góða, I gleymdu því ekki að ég á Trelawney.” í gráa, litla húsinu voru aflóga húsgögn úr stóra húsinu og frú Hocken kom einu sinni í viku til þess að þrífa. ,,Þú þarft 1 að hafa einhvern félagsskap, ungfrú Heiðna,” sagði hún einn morguninn og hallaði sér fram á sópinn. ,,Góðan hund eða kött. Frú Tregerick var að segja mér að síðanjim hennar dó er enginn til þess að fara út með hundinn þeirra. Það er fjárhundur. Skaðar ekkert að líta á hann.” Búster var svartur og hvítur, loðinn og á stærð við hæginda- stól. í sameiningu viðhéldu þau stöðugri óreiðu í húsinu. I því var stöðugt lykt af blautum hundi. Á hverjum degi fór Búster með Heiðnu í göngu- ferð og kippti handleggnum á henni næstum því úr liði þegar hann togaði í ólina. Búster gerði það að verkum að Heiðna var ekki alein í húsinu allan daginn, hangandi uppi í sófa- bakaðar baunir með vodka út á úr hundaskálinni og gat varla borið skeiðina upp að munnin- um. Hún kastaði skeiðinni í móður sína. „Heiðna! Góða, hertu þig upp!” , ,Fólk segir þetta bara þegar það er ekki hægt.” Móðir hennar spurði hana hvort hún vildi ef til vill ræða við lækninn á stofnuninni sem gat hjálpað fólki sem var illa haldið af ýmiss konar sjúkleg- um ávana. ,,Það er fullseint að fara að bera mig fyrir brjósti nú,” æpti Heiðna. skriflinu sem brakaði í þegar hún teygði sig eftir vodkaflösk- unm. ún var bitur og ótta- slegin — misheppnuð. Hvern- ig og hvar hafði hún gert svo hræðilega vitleysu? Hefði ein- hver önnur getað gert Robert hamingjusaman? Hefði hún átt að reyna lengur, betur? Það tók meiri orku frá henni en hún átti til að hafa það yfir aftur í huganum og hver væri svo til- gangurinn með því? Þetta færi hvort sem er allt illa. Það var betra að vera bara heima hjá elsku Búster og vodkanu og hætta að hugsa um karlmenn sem ekki gátu elskað. Morgun einn gekk frú Tre- lawney yfir að lida húsinu. Þar fann hún Heiðnu sitjandi á gólfinu í gúmmístígvélum og gömlum reiðbuxum og engu öðru. Hún hafði verið að éta egar Heiðna kom til Englands var hún aðeins með hundrað fimmtíu og sex pund í vasanum, allt það sem hafði verið inni á reikningnum henn- ar í Ottomanbankanum. Eftir tveggja mánaða dvöl í Eng- landi voru aðeins eftir sautján shillingar og fjögur pens svo Heiðna ákvað að biðja móður sína um peninga. Hún beið fram á kvöldið með að ganga heim að Trelawney. Eftir klukkan sex hafði móðir henn- ar enga ástæðu til þess að lykta af henni með þessu hvassa, þrungna augnaráði. Frú Trelawney var að athuga megrunarmatseðla við skrif- borðið sitt á skrifstofunni. ,,Kem eftir fimm mínútur, elskan,” tautaði hún og gægð- ist yfir skjaldbökuskeljarspöng- ina. ,,Fáðu þér sjálf. . .” En Heiðna var þegar farin að hella gini og tónikvatnií glas. „Elskan, áttu enga kjóla? Ég hef bara séð þig í gúmmístígvélum og^ gallabuxum síðan þú komst.” „Veistu það, mamma, það er svo guðdómleg tilbreyting frá Karíró. Það var eiginlega^ fullt starf að klæða sig þarnai úti, maður var alltaf að skipta um föt. Hryllilega leiðinlegt. Og svo á ég enga peninga fyrir fötum, og það er það sem ég vildi ræða við þig. ” ,,Þú meinar að þú ætlist til að ég sjái fyrir þér?” , ,Ég veit ekki hver annar ætti að gera það núna í augnablik- inu.” ,,Það var leitt að þú skyldir ekki hugleiða það áður en þú fórst frá manninum þínum. ’ ’ „Mamma, langar til til þess að vita hvers vegna ég fór svona alltí einu?” , ,Það er mál ykkar Roberts. ,,En viltu vita það?” ,,Nei.” Frú Trelawney vildi ekki blanda sér í málið, hún hafði aldrei viljað blanda sér í neitt. , ,En ég verð að fá eitthvað til að lifa á, ég á ekkert annað en Trelawney.” ,,Þú þarft ekki að vera sífellt að núa mér því um nasir, elsk- an. Ef Selma hefði ekki komið til hefðum við orðið að selja það.” ,,En fyrst þér gengur svona vel núna þá hlýtur þú að geta látið mig hafa smáframfærslu- eyri? Þú þyrftir hvort sem er að borga leigu ef þú flyttir heilsu- hælið. Ég er alveg til í að vinna ef ég finn einhvern sem vill mig í vinnu, en hvað get ég gert? Ég bý ekki yfir neinni frambærilegri kunnáttu. Ekki bjóst þú mig undir að vinna fyrir mér. Ég er einskis nýt. ’ ’ ,,Ég held að þú ættir ekki að fá þér annan drykk, elskan. Ef þú gætir bara hætt því þá gæti ég kannski látið þig hafa vinnu á vatnslækningadeildinni. ’ ’ , ,Við að sprauta úr slöngum á feita, gamla karla? ’ ’ ,,Þú getur stundum verið al- veg ótrúlega dónaleg. ’ ’ „Hvernig er málum landar- eignarinnar eiginlega háttað — 34. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.