Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 29

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 29
Þetta er leikur A-liðsins á móti Breiðabliki þar sem A-liðið tapaði því miður 1—4 en við áttum nú samt leikinn (ekki vera fúlir, Breiðablik). maturinn var klukkan átta. Viö boröuöum morgunmat alla dagana á veitingastað sem heitir Skútinn. Viö áttum svo aö keppa við Reyni, Sandgerði, kl. 20 mínútur í 10. Þá keppti A-liöið hjá okkur en B-liðið keppti svo klukkan 20 mínútur yfir 10. A-liöiö vann 4—0 en B-liðið vann 2—0. Viö borðuðum hádegismat og kvöldmat á Bjössabar. Það var góður matur þar. Við fengum tvisvar djúpsteiktan fisk, tvisvar hamborgara, einu sinni kjúkling og einu sinni steik og einu sinni þurftum við að borga matinn sjálfir og fengum okkur pylsur. Klukkan 1 kepptum við á móti Breiðabliki. A-liðið tapaði 1—4 en það var jafntefli hjá B-liðinu, 1—1. Klukkan hálffjögur fórum við í sund. Laugin var bara upphituð og vatnið salt. Síðan fórum viö að sjá menn spranga í klettunum. Sumir fóru í skólann. Um kvöldið var keppni í knattþrautum og viö stóðum okkur bara vel. Þar sem þessi keppni var voru grillaðar pylsur. Halldór í okkar liði átti af- mæli þennan dag og fékk senda sælgætisköku að heiman. Við borðuðum hana um kvöldið áður en við fórum að sofa. 3. DAGUR Næsta dag fórum við eftir morgunmat á innanhússmótið. Já, við fengum kókópuffs, komfleks, brauð og mjólk í morgunmat á Skútanum. Við máttum velja. Við urðum í 2. sæti í okkar riðli í A- liðinu og komumst ekki áfram og í B-liðinu var þetta eins. Síðan fórum við heim í skólann og svo að borða kjúkling í hádeginu. Síðan fórum viö að keppa við Fylki. A- liöið vann 4—0 en B-liðið vann 2— 0. Mamma hans Benna, sem var meö í ferðinni, gaf okkur Öpal út á það að við unnum. Við borðuðum kvöldmat á Skútanum en fórum síðan á kvöldvöku í íþróttahúsinu. Það var mjög gaman. Jón Páll kom í heimsókn og skemmti okkur og lét fyrirliöa liðanna reyna að halda á steinum. Það var líka breikað. Þegar við komum aftur í stofuna okkar í skólanum sagði mamma Benna okkur söguna um Ronju ræningjadóttur. Það var mjög skemmtilegt og síðan fórum viðaðsofa. 4. DAGUR Morguninn eftir vöknuðum við og burstuðum í okkur tennurnar. Síðan klæddum við okkur og fórum að borða morgunmat á Skútanum. Eftir morgunmat fórum við aftur í skólann og klæddum okkur fyrir leikinn viö Akranes. Og svona fór staðan við ÍA. Það var jafntefli hjá B-liðinu, 1—1. ÍA komst áfram en ekki Valur. 1 A-liðinu var staðan svona 0—0 og Valur komst heldur ekki á- fram þar. Eftir þetta fórum við heim í skólann en síðan að keppa við Tý. A-liðið vann 7—6 eftir víta- keppni. B-Iiðið tapaði á móti KA, 4—2. A-liðiö keppti svo við Þór í Vestmannaeyjum um 5.-6. sætið og við urðum í 6. sæti. B-liðið keppti við ÍBK og tapaði 2—0 og varð í 8. sæti hjá B-liðunum. Nú fórum við í skólann og skipt- um um föt og fórum á bíó. Þetta var mynd með Bud Spencer og hún var sko frábær. Eftir bíó fórum við í skoðunarferð. Við fórum á Náttúrugripasafniö og svo sýndi maöurinn í rútunni okkur húsið sem Ásgeir Sigurvins- son er að láta byggja fyrir sig í Vestmannaeyjum. Það er rosa- lega stórt, fleiri hundruö fer- metrar og Ásgeir ætlar aö flytja þangað þegar hann er hættur í at- vinnuknattspymu í útlöndum. Við fengum líka að sjá mynd í kletti en hún var alveg eins og fíll. Svo sáum við stað þar sem ekki hafði verið land áður en það gaus í Vest- mannaeyjum. Við fengum aö grafa hendurnar ofan í sandinn, það rauk úr sandinum og hann var mjög heitur. Það er víst hægt að spæla egg þarna. Svo fengum við að heyra um Guðlaug sem synti í land og bjargaðist. Síðan fórum við í skólann að sofa. Hjá Skútanum í Eyjum. Allir áttu að fara i röð . . . . . . og þarna erum við komnir inn i Skútann eftir langa bið. Við þurftum að bíða mjög lengi hverju sinni. Það var oft fjör á kvöldin i skólastofunni. Hér eru Sigfús, Helgi, Einar, Arnar og Thor að spila. 5. DAGUR Þennan dag vöknuöum við og fórum auðvitað að borða morgun- mat á Skútanum. Síðan fórum við í skólann og A-liðiö þurfti aö fara í sund en B-liðið keppti viö ÍBK. IBK vann, 2—0. Við borðuðum pylsur í hádeginu og þetta var eina máltíðin sem við þurftum að borga af vasapeningunum, hitt var innifalið. A-lið keppti við Þór og B-liðið horfði á. A-liðið tapaði í vítakeppni eftir jafntefli. Síðan fórum við í skólann og pökkuðum dótinu okkar, aftur að borða á Skútanum og síöan fórum við á lokaathöfnina um kvöldið. Það var ofsalega gaman. Þar var kosinn markmaður mótsins, leik- maður mótsins, hann var ofsalega líkur Maradonna, svo var kosinn markakóngur og prúðasta lið mótsins. I matsal var prúöasta liöið Víðir, Garði, en í skólanum, þar sem við sváfum, var líka Víðir, Garði, og Breiðablik. A-liðiö hjá Val varð í sjötta sæti af 20 en B-liðið í áttunda sæti af 20. Svo fórum við í skólann að sofa. 6. DAGUR Við vöknuðum klukkan eitthvað um sex um morguninn og fengum morgunmat í skólastofunum, öll liðin; snúða, rúnnstykki og svala. Síðan fórum viö meö Herjólfi klukkan hálfátta og allir fengu snúða úr bakaríi, svala og mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni áður en þeir fóru í skipið. Veðrið á leiöinni var frábært því það var blanka- logn og skipið vaggaði ekkert. Svo fórum við með rútu til Reykja- víkur og þá var ferðin búin. 34. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.