Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 34
Last Call for Alcohol fleiri staðir til að spila á. En þetta sé nú ekkert líkt því sem það var áður þegar hljómsveit var að æfa í hverjum bílskúr og allir höföu nóg aðgera. „Ég man að við höfðum alltaf það mikið að gera að við spiluðum alltaf að minnsta kosti tvö kvöld í viku og oftast þrjú kvöld. Það var fastur rúntur sem við vorum alltaf bókaðir á, kannski ár fram í tímann: Hvoll, Festi og Tónabæ. Síðan spiluðum við oft í Klúbbn- um, Stapa og Ungó.” Stöðug mannaskipti og uppstokkun Þeir Gunnar og Björgvin spil- uöu í mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina; stundum spiluðu þeir í sömu hljómsveitinni en oftar sinn í hvorri. Það var alltaf ein- hver að hætta í einni hljómsveit og byrja í annarri en í blaðaviðtölum harðneituðu viðkomandi menn því að þeir væru að hætta. Daginn eft- ir mátti svo lesa í blöðunum að þeir væru hættir. Gunnar spilaði með hljómsveit sem hét Stofnþel. (Nafnið var skýrt þannig: „Þel” er íslenska merking orðsins „feel- ing” og stofn annaðhvort „upp- haf” eða „undirstaöa”.) Úr þeirri hljómsveit fór hann, ásamt söngv- ara hennar, Herbert Guðmunds- syni, yfir í Tilveru. Síðan hætti Til- vera — í fullu bróðerni, eins og það hét — og þaðan lá leið Gunn- ars í Svanfríði árið 1972. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum var hljómsveitin nefnd í höfuðið á undirfagurri þjónustupíu í Glaum- bæ. Söngvari Svanfríðar var Pét- ur Kristjánsson. Hljómsveitin, varð óhemjuvinsæl og talað var um að þarna væri kominn keppi- nautur vinsælustu hljómsveitar- innar, Trúbrots. Svanfríður var líka kosin vin- sælasta hljómsveitin í vinsælda- kosningum Tónabæjar og talaö var um aö Náttúra væri ekki eins vin- sæl þar, en í henni var Björg- vin, og að hún væri hljómsveit sem nyti sín betur á öðrum og rólegri stöðum. Svanfríðarmenn gáfu sjálfir út plötu þar sem útgef- endur voru ekki tilkippilegir. í Kanaútvarpinu voru vinsælda- kosningar milli þriggja íslenskra hljómsveita: Trúbrots, Náttúru og Svanfríðar. Sú síðastnefnda vann. Um Svanfríði og Náttúru segir í blaðadómi Jens R. Ingólfssonar: „Náttúra er blóm sem sprakk fallega út, Svanfríður raketta sem laumaðist hljóölega aftan að fólk- inu og sprakk svo með hávaða og eldglæringum.” Á sama tíma er komin upplausn í Náttúru. 1973 hættu þrjár vinsæl- ar hljómsveitir, Svanfríður, Nátt- úra og Ástarkveöja, og í þeirra stað kom Pelican. Úr Svanfríöi komu þeir Gunnar og Pétur en Björgvin úr Náttúru. Pelican var hljómsveit sem strax sló í gegn. Nafniö var haft alþjóðlegt þar sem nöfn eins og Svanfríður vöfðust fyrir Könunum uppi á velli en þar spiluðu íslenskar hljómsveitir oft. Svanfríður varð að „Scanfridur” eða „SwanFreak”. „Last Call for Alcohol" „Eg man eftir skemmtilegu at- viki sem gerðist þegar við vorum að spila uppi á Velli einu sinni,” segir Björgvin. „Alveg undir lokin á ballinu kom framkvæmdastjór- inn upp á svið og stoppaði hljóm- sveitina í miðju lagi og sagöi „Last Call for Alcohol.” Eyðilagöi hann þarna lagið til að segja aö verið væri að loka barnum. Næstu helgi á eftir erum við svo aö spila þarna aftur og kemur þá ekki gæ- inn æðandi upp á svið aftur. Geiri var í miðju trommusólói og segir: „Ég stoppa sko ekki neitt.” Gæinn fór þá bara og tók af honum kjuðuna og tilkynnti síðan að það væri sprengja í húsinu og allir yrðuaðfara út.” Ekki halda þeir strákarnir að íslenskar hljómsveitir í dag fari mikið upp á Völl að spila, kannski einna helst Rúnar Júl. og þeir, því enginn peningur sé í því. „Það var nú ekki merkilegt sem við fengum,” segir Gunnar. En Björgvin segir að þaö hafi verið þess virði að fara þarna upp eftir því þó þeir hafi ekki haft mik- inn pening upp úr krafsinu þá fengu þeir alltaf bjór og steik. Og báðir voru sammála um að það hefði verið spennandi aö spila þarna því það hefði verið eins og að vera kominn til útlanda. Stuttbuxur í Ameríku Gunnar hætti síöan í Pelican en Björgvin hélt áfram. Pelican fór í ævintýraferð til Ameríku að spila. „Ég man eftir einni góðri sögu af Pétri í Ameríkuferð. Reyndar held ég hann hafi verið að spila í Póker þá. Þeir voru í Mississippi og það var hryllilega heitt. Pétur ætlaði að kaupa sér stuttbuxur og fann þrennar í pakka á góðu veröi í einni búðinni. Hann er svo að spóka sig í nýju stuttbuxunum um allt en skilur ekkert í því hvað allir glápa á hann né að honum skuli vera vísað út úr verslunum og veitingahúsum. Það er svo ekki fyrr en farið er að skoða myndir, sem teknar voru af honum í stutt- buxunum, að sannleikurinn kem- ur í ljós: Hann haföi keypt nær- buxur en ekki stuttbuxur.” „Já, þaö skeði alltaf allt í kring- um Pétur,” segir Gunnar, „ég man til dæmis eftir einu frá Englandsferð. Á þessum tíma hafði Pétur mjög gaman af því að taka niður um sig við hin ýmsu tækifæri. Við erum þarna að labba í úthverfi þar sem ekki nokkur sála var á ferli og Pétur er að sprella og rífur niður um sig. En í því kemur fyrir hornið tveggja hæða strætisvagn, fullur af fólki.” Pelicanar i Paradís Eftir Ameríkuferð Pelicana kom upp misklíð í hljómsveitinni. Pétur vildi skipta um tempó og æfa upp nýtt prógramm meö meiri ballmúsík en hinir meðlim- irnir voru ekki á sama máli og lyktaði þeirri misklíö með því að Pétur var rekinn úr hljóm- sveitinni eftir tveggja ára sam- starf. En Pétur var ekki lengi að smala saman í nýja hljómsveit. Meðal annarra fékk hann Gunnar til samstarfs og ný hljómsveit leit dagsins ljós; Paradís. Síðan leið ekki á löngu áður en Pelicanar voru komnir í Paradís því Pelican leystist upp og Pétur krækti í Björgvin og Ásgeir trommuleik- ara. „Paradís var stórfyrirtæki. Ég held það hafi engin hljómsveit verið með eins mikið af græjum og við,” segir Gunnar. Björgvin sam- þykkir það og bætir viö: „Við vorum nú alveg brjálaðir í, græjur. Pétur var alltaf með það nýjasta og besta. Hann fór reglulega út til að fylgjast með því sem var nýtt hjá erlendum hljóm- sveitum. Ég held við höfum verið fyrstir meö „synthesizer”. Hann var kallaður Grímur og hann er víst ennígangi.” „Þegar við vorum að spila ein- hvers staðar fóru aðstoðarmenn- irnir á staöinn um hádegið til að stilla upp og gera klárt og viö komum svo um sexleytið í öðrum bíl,” segir Gunnar. „Við vorum með rótara, ljósamann, bílstjóra, tvo, því við þurftum tvo bíla undir allar græjurnar, mixermann og diskótekara, Gísla Svein Loftsson. Það var sko stíll á þessu hjá okkur.” Paradís spilaöi síðan á Lista- hátíð 1976 og fékk hljómsveitin yfirleitt jákvæða dóma. „Viss blöð gáfu okkur krítík eft- ir því hvernig maður stóð í brans- anum hverju sinni,” segir Gunnar. Blööin skrifuðu eftir því hvort hljómsveitin var hægri eða vinstri sinnuð. Þjóöviljinn var til dæmis stundum jákvæður og stundum neikvæður. Þegar Para- dís spilaöi á listahátíð fengum við ágætisdóma nema hjá Þjóðviljan- um. „Við vorum nú óttalegir poppar- ar, spiluðum svona „Duran”fíl- ingu. Við vorum þarna með reyk- vél sem var algjörlega mislukk- uð; virkaði álíka vel og við hefð- um verið með ketil.” Björgvin hlær mikið að þessari minningu. Ánægðir með sitt Hvað eru þeir svo að gera í dag? Gunnar hætti þegar þeir voru í Paradís, haustið 1976. Hann ákvað að halda áfram námi og lauk raf- fræðiprófi frá Iðnskólanum og fór síðan í framhaldsnám í Tækniskólann. Að námi loknu starfaöi hann við fagið um tíma en byrjaði að vinna sem hljóðupp- tökumaður hjá sjónvarpinu núna í vor. Hann er mjög ánægður í því starfi og segist ekki vilja skipta við Björgvin og vera að spila enn. „Hann er kominn hinum megin við gleriö,” segir Björgvin. „Ég hef nú tekiö mér pásur og hef ekkert verið að spila með fastri hljómsveit lengi. Ég hef mest verið að spila undir á plötum og í fyrravetur var ég að vinna við leikhús, spilaði undir í Litlu hryllingsbúðinni sem var virki- lega gaman. En núna er ég kominn á það stig að ég vil helst vinna að einhverju skapandi og svo er nú alltaf þessi draumur að gefa út plötu. Ég er búinn að eiga tilbúið efni á plötu í meira en ár en það er erfitt aö fá útgefendur. Ég hef nú reyndar ekki verið að reyna að pína þessu inn á þá. Þá er ég núna í fyrsta sinn að semja músík fyrir kvikmynd. Þetta er barna- og unglingamynd sem verið er að taka upp núna í sumar norður við Mývatn og verður myndin sýnd í haust. Þaö hefur verið draumur hjá mér í mörg ár að gera músík við mynd.” Þeir tengjast því aftur í gegnum kvikmyndina sem þeir segja að hafi opnað nýjan markað fyrir tónlistarmenn. Á tímum popphljómsveitanna hafi sköpun verið í algjöru lágmarki. „Það var alltaf svo mikil keyrsla á böndunum að það gafst aldrei neinn tími til að vinna að nýjum útsetningum, sem var mikill galli,” segir Gunnar. „Það 34 Vikan 34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.