Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 45

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 45
Það hnussaði í konunni hans Larsens. — Mér þætti gaman að sjá þaö svínakjöt. Ef frú Jensen heldur því fram að hún fái það á fjörutíu og átta krónur hálft kíló þá... — Við vitum ekki hvað hún borgar á kílóið, frú Larsen. Það er einmitt kílóverðiö sem við erum að reyna að finna út, skilurðu? — Jæja, ég veit allavega að það var tvö hundruö og áttatíu krónur í fyrradag. Það var líka til eitt- hvað á 256 krónur kílóið en það leit nú ekkert sérlega kræsilega út. Ætlar frú Jensen að vera meö gesti í mat? — Jensen hvað? spuröi ég skilningsvana. — Nú, ertu ekki að tala um frú Jensen á númer tólf? Ef svo er þarftu ekkert að reikna út kíló- verðiö því Jensen kaupir sitt kjöt í Kjötbæ þar sem hann... Ég gafst upp og dró mig í hlé. Ég hafði hins vegar áhuga á að vita í hvaða skóla Larsen hafði eiginlega gengiö. Hann hlýtur að hafa fleygt mörgum pappírs- kúium í reikningstímunum, ef hann hafði þá verið með reikning á stundaskránni. Ég gekk niöur- lútur til baka meö reikningsdæmið og hélt áfram að glíma við þaö. Ég er enn ekki, þegar þetta er skrifað, búinn að finna neitt út úr því. En ég skal! Þaö er bara þetta með að byrja á réttum enda. Það skal verða leyst, jafnvel þó það kosti mig fjögurra ára kjöt- iðnaðarnám hjá Sörra kjöt- vinnslumanni til að komast aö því hvaö kíló af nautakjöti og kíló af svínakjöti kostar. En kannski notar Sörri kjöt- kaupmaður ekki reikningsbók alþýðuskólans frá 1964 þegar hann reiknar út verðið á nautakjöti og svínakjöti. Stjörnuspá Hruturinn 21. mars-20. april Þú verður eiröarlaus og fremur skapstygg- ur á næstunni. Þaö er því skynsamlegt aö reyna að létta sér að- eins upp og slappa af. Fjármálin eru í óreiðu. Nautið 21. april - 21. mai Þú verst ekki söfnun um þessar mundir. Það er margt sem kemur óvænt í því sambandi. Notfærðu þér aðstöðuna eins vel og þú getur. Þessi óvenjulega heppni gæti orðið þér til gæfu. Tviburarnir 22. mai-21. júni Hvernig væri nú að reyna eitthvað nýtt? Framkvæmdu eitt- hvað af þessum gömlu, spennandi ævintýradraumum. Næstu dagar bjóða upp á mörg eftir- sóknarverð tækifæri. Krabbinn 22. júni - 23. júli Gríptu gæsina þegar hún gefst. Allt viröist leika í lyndi. Þú munt koma auga á dásemdir lífsins ef þú ert ekki of kröfuharð- ur. Laugardagurinn veröur skemmtileg- Ljónið 24. júli - 23. ágúst Vikan verður illu heilli fremur erfið. Sérstaklega á vinnan eftir aö veröa mikil og erfiö. Taktu þessu með góða skapinu. Etir rigninguna kemur sól. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þaö er margt til að auka ánægjuna. Láttu allar áhyggjur lönd og leiö. Þú hefur fulla ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina. Helgin er ástföngnu fólki hag- stæð. Vogin 24. sept. - 23. okt. Reyndu að meta rétt þær aðstæður sem þú býrð við. Þú ættir að kappkosta að skilja þær. Aðeins með því móti geturðu brugðist rétt við verkefni sem þú hefur nýlega fengið í hendur. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv. Vikan verður mjög venjuleg, það dregur ekki til tíðinda fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudagskvöld. Þú færð sennilega fréttir af gömlum félögum. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Það er enginn vafi á því aö þú ert heldur nískur. Þaö gerir þér erfitt fyrir. Léttu þér upp ærlega og þeim sem eru þér næstir og hafa mest þurft að hafa af samhalds- semi þinni að segja. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Leggðu ekki of hart að þér í vinnunni. Ef þér verður boðið í ferðalag á laugardag skaltu ekki flana að neinu. Ef þér finnst ekki allt í fullkomnu lagi skaltu ekkert vera að fara. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Lausn ýmissa mála berst þér í hendur fyrirhafnarlaust. Það er einkum í peninga- málum sem þetta gerist. Vertu ekki að sýna neina linkind í þeim málum. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Þú keppist við alla vinnu sem þú tekur að þér. Þér verður því oftast eitthvað úr hlutunum og hefur alltaf nóg að gera. Ýmislegt færðu að gera í vikunni. Var- astu að vera meö of margt á prjónunum. 34> tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.