Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 56

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 56
\ ^ Pósturinn —.. / > \ i r*'— A I R M A I L ' - 1 jt. A,. ' PAR AVION ísland 50Ö " u^LAN8 ISIA Algjörlega glötuð ; <'raoou>oms tnooLOoms Kœri Póstur. Nú veröur þú ad hjálpa mér. Ég er í vanda stödd. Þannig er mál með vexti að ég á enga vini sem ég get treyst eða vinkonur. Það er alveg sama Iwað ég geri, aldrei eignast ég vinkonu. Það skeður aldrei neitt og það er mjög fábrotið sem liœgt er að gera. Eg hefverið í íþróttum og ég er þar alltaf ein á báti, er ein á böllum og ein úti á kvöldin. Eg reyndi að fremja sjálfsmorð í fyrra en það mistókst. Það er ekki ár síðan ég byrjaði að drekka og er að hœtta þessu sulli. Eg er þá alltaf með svoleiðis skítamóral að eng- inn þolir mig. En þegar ég er edrú þá er ég svo feimin að það má ekkert segja við mig, þá fer ég alveg í klessu. En ég get verið í góðu skapi og þá flippa ég algjörlega út. Svona er ég. Eg hugsa alltaf alvarlega um lífið. Svo er ég 18 ára hrein mey. Finnst þér það asnalegt að ég sé hrein mey eins og það er mikið kynsvall íkringum mig? Nú koma spurningar: 1. Hvar get ég lœrt færeysku ? 2. Hvar get ég fengið allar Bítlaplölurnar? 3. Kemur franska pillan hingað? 4. Efég fengi mér pilluna, hvenœr myndi hún þá virka? Hvenœr má þá hafa sam- farir? 5. Hvernig heldur þú að það sé best að ná sér í vin- konu eða vin? Jœja, nú œtla ég ekki að vera frek og taka allt plássið af ykkur. Ein óhamingjusöm á íslandi. Þú þjáist af alvarlegri feimni og minnimáttarkennd svo jaðrar við taugaveiklun og það er á góðri leið með aö eitra allt þitt líf. Þú einangrar þig frá öðru fólki án þess að vilja það í raun og veru og líður því illa. Ef það sæist ekki á heimilisfanginu að þú býrð í litlum bæ úti á landi myndi Pósturinn ráðleggja þér að fara til sálfræö- ings til þess að fá aðstoð viö að yfirvinna þessar leiðu kenndir en sjálfsagt er enginn sálfræðingur í bænum þínum, eða hvað? Ef svo er þá ættir þú að fá viðtal hjá honum. Minnimáttarkennd og félagsleg einangrun, eins og hún lýsir sér í þínu tilfelli, er vandamál sem margir eiga viö að glíma. Og þaö er einnig vandamál sem hægt er aðvinna bugá. Þú eignast ekki vini vegna þess að þú ert hrædd við fólk. Sestu niður og hugsaðu málið. Hvers vegna ættir þú að vera hrædd við fólk? Það er bara fólk eins og þú, með kosti og galla og margt líka feimiö. Ert þú sjálf líka eins ómöguleg og þú vilt vera láta? Vitanlega ekki. Þú veist sjálf að þú býrð yfir ótal kostum og hefur margt að miðla öðrum. Þú ert hins vegar búin að flækja þig í víta- hring minnimáttarkenndar og ótta sem erfitt getur verið að komast út úr. Þú ert ekkert smábarn lengur og ef til vill væri gott hjá þér að fara að heiman og skipta alveg um umhverfi. Hvernig væri að fara að heiman? Fara í skóla, til dæmis heimavistarskóla, eða vinnu annars staðar á landinu? Settu þér um leið það takmark að reyna að komast út úr þessari vitleysu. Vertu afslöppuö og eðlileg við fólk, vertu þú sjálf. Hættu að hugsa stöðugt um hvað þú sért ömurleg og hvað öðrum hljóti að finnast þú ömurleg og svo framvegis. Þú ert ekkert ömurleg. Þú hefur bara ýmsa galla eins og allt fólk og svona svartagallshugsanir þjóna engum tilgangi nema gera sjálfri þérmikinn skaða. Veltu fyrir þér hvað þú myndir viija gera í lífinu, hvað þú vildir læra og svo framvegis. Þú getur farið hægt í sakimar í samskiptum við fólk til að byrja með en aukið þau svo smátt og smátt og, fyrir alla muni, einangraðu þig ekki. Ræktaðu áhugamál þín. Fólk eins og þú hefur oft haft ómetanlegt gagn að því aö taka þátt í leikstarfsemi, kór, íþrótt- um og ýmiss konar félagsskap en þú verður að gera þaö með opnum huga. Það er erfitt aö þurfa að taka fyrstu skrefin, blanda sér í hópinn, og það er kannski miklu þægilegra að sitja meö sorgarsvip úti í homi og vorkenna sér. En þú getur bókaö að þá em sáralitlar Mkur á því að ein- hverjir aðrir komi stökkvandi og krefjist þess að fá þig í hópinn. Taktu frumkvæðið sjáif, hægt og rólega en ákveðið. Auðvitað er ekkert asnalegt að vera 18 ára hrein mey, skárra væri það. Það er engin keppni í gangi um hver missir meydóminn fyrst. Það gerist ekki fyrr en þú hefur hitt einhvern sem þig langar til aö sofa hjá og það getur gerst hvenær sem er á ævinni. Það er sjálfsagt fullgróft af þér að tala um kynsvall í kringum þig en sennilega er til fullt af fólki sem er afkastameira í þessum efnum en annað, en þannig eru bara ekki allir. Fyrir suma skipta gæðin meira máli en magnið. 1. Færeyska er víst hvergi kennd hér svo Pósturinn viti en einhvern tíma var hún þó kennd í Menntaskólanum við Hamrahlíð. (Hvers vegna drífur þú þig bara ekki til Færeyja og færð þér vinnu þar og lærir færeysku? Hún er það lík íslensku að námið veitist ís- lendingum auðvelt.) 2. Bítlaplöturnar hafa fengist í hljómplötuverslunum í Reykja- vík, flestar hverjar, en svo hefur einnig veriö hægt að kaupa sett í kassa með þeim öllum á einu bretti. 3. Með frönsku pillunni áttu sennilega við þessa sem konan tekur inn daginn eftir samfarir. Ef hún reynist vel í rannsóknum kemur hún væntanlega til landsins þegar hún verður almennt sett á markað í heiminum. 4. Þessi venjulega pilla er talin alveg örugg 14 dögum eftir að byrjað er að taka hana inn í fyrsta skipti en áhrifa pillunnar gætir samt alveg frá fyrsta degi inn- töku. Svarið við síðustu spurningunni felst að svo miklu leyti sem hægt er að svara henni í meginmálinu hér á undan. Vertu bjartsýn. Hafðu hugfast að ef þú vilt laga ástandið í raun og veru þá geturðu það. 56 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.