Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 18
ur sú ætt til Hafnarfjarðar og þar ólst mamrpa upp við talsvert betri kjör en pabbi. Pabbi var togarasjómaður alla sína starfsævi, náttúrlega fjarri heimilinu, og hann hafði ekki efni á að taka sér frí. Mamma er bamflesta einstæð móðir sem ég hef kynnst. Það bjargaði henni að afi og amma voru á heimilinu líka. Þetta voru fjórtán manns í heimili og húsið samtals svona sextíu fermetrar; ósköp sætt, lítið tveggja hæða hús við Jófríðar- staðaveginn, ennþá gjörsamlega óbreytt. Mamma og pabbi búa þar núorðið ein. Þarna var mjög gestkvæmt. Við lékum okkur ekki mikið heima hjá öðrum krökkum, þeir komu held- ur til okkar. Það er að vísu öllum óskiljanlegt hvernig þetta gekk í svona litlu húsi — en viö erum löngu hætt aö velta því fyrir okk- ur. — Þú ert þá að lýsa þessu i „Sitji guðs englar"? Ætli maöur sé nú ekki alltaf aö lýsa einhverju sem maður þekkir. Jú, ekki neita ég því nú, ég á að minnsta kosti erfitt meö að afneita klaustrinu! — Þú hefur snemma verið fróðleiksfús? Eg man alls ekki eftir mér ólæsri og nú er ég ekki aö skrökva! Amma kenndi mér áreiðanlega að lesa, ég man ekkert eftir því. Sannsögulasta fólk segir að ég hafi verið alveg læs þriggja ára. Satt að segja er mín fyrsta æskuminning sú að ég stóð með pabba mínum í bókabúð Valdi- mars Long í Hafnarfirði og var að lesa upphátt fyrir fólk og láta þaö dást að mér! Eg held aö þaö ætti ekki að segja frá þessu því þetta er ábyggilega til þess falliö að eyöileggja böm. En þetta hlýtur að hafa verið óskaplega hlægileg sjón því ég var auðvitað eins og ég er enn þann dag í dag allra kvenna minnst — og sem bam var ég næstum ósýnileg! — Hvenær byrjaðirðu að skrifa? Ég skrifaði nú alltaf, hafði gam- an af að skrifa. Ég skrifaði grein- ar í Þjóðviljann um hitt og þetta en fyrsta bókin mín kom ekki út fyrr en 1974. Ég var ekkert ung- lamb þegar ég sendi hana frá mér, 39 ára gömul. En ég er í góðum fé- lagsskap, Astrid Lindgren var á sama aldri þegar hún sendi frá sér fyrstu bókina. — Þekkirðu hana? Ég get nú ekki sagt það. Ég hitti bana þegar hún kom hér um dag- inn. Yndisleg kona og mjög gam- an að hitta hana. Oskaplega óskemmd kona þrátt fyrir sinn mikla frama. Mætti vera mörgum fordæmi. — Þú hefur nú sjólf hlotið talsverð- an frama — ert þú óskemmd? Já, þaö held ég. Ég hef nú ekki alltaf verið hvers manns hugljúfi, en — já, ég get ekki sagt að ég hafi breyst nokkum skapaðan hlut vegna þessa; kannski af því að ég var orðin fullorðin, þetta hefði kannski verið hættulegt ef ég hefði veriðmjögung. Og hafi ég verið að gera mér einhverjar hugmyndir um sjálfa mig þá hafa krakkamir mínir haldið mér niðri á jörðinni og bent mér á að passa mig! — Tveir strákar og tvær stelpur? Já, já, að sjálfsögðu — jöfnuðurinn í lagi þar! — Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í félagsstörfum? Það er svolítið skrítin saga. Pólitísk áhrif vom óskaplega lítil í bamæsku. Foreldrar minir blönduöu sér ekki á nokkum hátt í stjómmál og pabba hef ég nú allt- af sterklega grunaðan um að hafa kosiö íhaldið fram eftir öllu. Ég var í menntaskóla á þeim tíma sem lítill áhugi var á stjóm- málum. Við snobbuðum eins og við lifandi gátum fyrir listinni og bókmenntunum. En pólitíkin hef- ur alltaf gengið í bylgjum í menntaskólunum og ég var þama á alveg dauöum tíma. Ég var komin langt yfir tvítugt þegar ég fór að gera mér grein fyrir þeirri staðreynd að í raun og veru var ég búin að skipta um stétt — nokkuö sem ég held að allt- of margir íslendingar gangi í gegnum án þess að hugsa um þaö. Nú var ég komin í allt annan þjóð- félagshóp en ég hafði alist upp í — allt í einu átti maður ekki lengur neina vini úr verkalýðsstétt; þetta var allt fólk sem hefur háskóla- próf í hinu og þessu. Þá fór ég að hugsa um hvað gamli menntaskólinn hélt okkur — meðvitað eða ómeðvitað — óra- langt frá öllum öðrum þjóðfélags- hópum. Auðvitað er þessi skóli ekkert einsdæmi en maður var hæfilega einangraður þama — í skóla sem var jú óneitanlega upp- eldisstöð fyrir væntanlega ráða- stétt. Upp úr þessu fór ég að kvaka eitthvað í Þjóðviljanum. Ég var í hópi stofnenda Samtaka hemáms- andstæðinga og laöaðist auðvitað að vinstri hreyfingunni í landinu. Ég átti fyrstu bömin á þessum tíma og hafði lausan tíma, sem ég hafði ekki haft áður, og fór að vinna svolítið innan Alþýðubanda- lagsins. Og áður en varði var farið að tala við mig um að taka sæti á framboðslista. Satt að segja vildi ég það alls ekki en Kjartan Olafs- son vinur okkar er ýtinn maöur og venjulega fóru samtölin á þann veg að ég sagði: „Nei, Kjartan, ég get þetta ekki, má ekki vera að því og hef enga hæfileika til þess.” En Kjartan svaraöi án þess aö láta sér bregða: „Þakka þér fyrir, félagi, ég vissi að þú mundir ekki bregðast.” — þar með var ég kominn á lista! Þau skipti, sem ég hef farið í framboð, hef ég gert það sámauð- ug — þar til í síðustu kosningum var ég farin að horfast í augu við það að þetta væri mitt starf. Núna lít ég á mig sem stjómmálamann í fullu starfi og sé vilji flokksins að ég haldi því áfram þá er ég alveg tilbúin til þess. — Leiðist þér stundum? Ég hef aldrei haft hæfileika til aö láta mér leiðast. Þaö er eiginlega alveg sama hvað ég tek mér fyrir hendur. Ég hef unniö viö ýmislegt og aldrei leiðst neitt af því, hvort sem það var að pakka fiski, taka upp kartöflur, vinna í Tryggingastofnun eða að vera á þingi. Mér finnst gaman að því verki sem ég er að gera í það skiptið. Ég er ekki viss um að allir hafi þennan hæfileika en hann er mjög heppilegur. En þetta er líka nokk- uð sem maður hefur úr æsku. Ég man eftir því frá æskuárum að mér hafi leiöst. Ég man eftir ein- hverjum svona sorglegum sunnu- dögum þegar var voðalega lítið um að vera. Það var jú enginn sem fór með mann í bíltúr, þaö var aldrei neinn sem hafði ofan af fyrir manni. Einhvem tíma mjög snemma ákvað ég að einasta ráöið við þessu — þessari depurð á sunnu- degi — væri bara að gera eitthvað. Ég á afskaplega erfitt meö að sjá sjálfa mig sitja og láta mér leiðast. — Hvað gerðirðu þá? Það voru ótrúlegustu hlutir. Ég málaði, ég skrifaði bók þegar ég var 13 ára — reyndar með mikilli fyrirhöfn. — Heila bók? Já, já, það var alveg heil bók, bamabók, sem ég meira að segja myndskreytti. Því miöur er það handrit glataö, ég vildi gefa töluvert tU þess aö eiga það í dag. Ég tók mér far með strætisvagni til Reykjavíkur og bankaði upp á hjá bókaforlagi en það bara heyrðist aldrei neitt meira frá því. Aumingja útgefandinn hefur ekki haft brjóst í sér tU aö segja það sem hann vildi sagt hafa. — Þú hefur ekki verið feimin við hlutína. Nei, ég býst viö að mér hafi fundist þetta svo gott efni að þetta ætti fuUan rétt á sér. Ég hafði satt að segja ekki aUt of mikið sjálfs- traust og var í óttalegri beyglu með sjálfa mig fram eftir aldri. Samt bjó ég að þessari bjargföstu trú, að það væri annaöhvort að duga eða drepast. En þaö segir hins vegar ekkert um að ég hafi ekki haft töluverðan hjartslátt þegar ég geröi svona hluti. — Það felst í því talsvert uppeldi að vera elst. Aumingja systkini mín, þetta hlýtur að hafa verið hræðUegt fyrir þau. En sem betur fer erum við ÖU afskaplega góðir vinir og við höldum mjög mikið saman. Það er eiginlega alveg dæmalaust aö tíu krakkar skuU hittast reglulega og umgangast sem vinir því það gerum við. — Foreldrarnir hafa haft þennan metnað að þið færuð öll mennta- veginn? Já, það var ekki dregið úr okkur við það. Samt uröum við elstu krakkamir fyrir hálfgeröu hnútu- kasti þegar við fórum í langskóla- nám meö eina fyrirvinnu á heimil- inu. En í þessu samfélagi var sam- hjálp. Ég fór stundum í næsta hús til nágrannakonu tU þess að fá lánað fyrir strætó, það var ekki til fyrir strætisvagnafargjaldi tU að ég kæmist í menntaskólann. Heima hjá mér var aldrei sími. Það var bara kaUað úr næsta húsi „Það er síminn.” Fólk kom hvert öðru talsvert við. — Hvaða aðdraganda á það að þú gerist vinstrisinnuð? Ég svara því eins og breskir intellektúalar, vinir mínir, sem aldrei komust hjálparlaust í nær- buxumar og ólust upp við sérrí- drykkju í háskólum heimsins og einkaskólum. Ég held að það sé sjálfgefið að einhverju marki að manneskja, sem menntast og hugsar um samhengi hlutanna, hljóti aö komast að þeirri niður- stöðu að félagshyggja og sam- vinna manna sé eina rétta og skynsamlega leiöin tU þess aö vera til. En það er svo erfitt að tala um sósíalisma á Islandi, þá heldur fólk að maður sé aö lofa og prísa þessa ferköntuðu leiðindagaura í Sovétríkjunum eöa einhverja ein- ræðisherra í svoköUuðum sósíal- ískum ríkjum, en það er ekki það sem ég á við. Auðvitað er sósíal- ískur flokkur nákvæmlega jafn- góður eða vondur og fólkið sem stjómar honum og er í honum. SósíaUsmi gerist ekkert af sjálfu sér. Þjóðfélag verður ekki einhvem veginn, það er gert einhvem veg- inn. Sósíalísk rUci, sem svo nefna sig, geta orðið afskræming á sama hátt og auðvaldsrUdn — en það þýðir ekki að sósíalisminn sé ekki í fuUu gUdi. 18 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.