Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 42
Vinsælir leikarar Klassapían Jacqueline Bisset í fyrra varö Jacqueline 40 ára. Hún á að baki næstum jafnmargar kvikmyndir og hefur eytt helmingi ævi sinnar sem kvikmynda- leikkona. Þaö var áriö 1965 sem Bisset hóf feril sinn fyrir framan kvikmyndavélina. Það var í smá- hlutverki í The Knack sem Richard Lester stjórnaði. Þetta og annað jafnlítið leiddi til þess að hún fékk fyrsta „hlutverkið” sitt. Var það í Casino Royale. í þeirri mynd reyndi hún að tæla og drepa sjálfan James Bond sem David Nokkrar kvikmyndir með Jacqueline Bisset sem hægt er aö fá á myndbandaleigum: Day for Night, The Detective, Rich and Famous, Bullitt, Class, Murdor on the Orient Express, Undor the Volcano. Ævintýri á gúmmíbátum ★ ★ Up the Creek. Leikstjóri: Robert Butler. Aðalhlutverk: Tim Matheson, Stephen Furst og James B. Sikking. Sýningartími 95 mín. Aðstandendur Up the Creek hafa greinilega stúderaö hina vinsælu kvikmynd National Lampoon, Ani- mal House, áður en þeir lögðu út í gerð þessarar myndar. Það má segja að hugmyndin að Up the Creek sé sú sama, aðeins útfærö á annan hátt. Og aö sjálfsögöu er enginn John Belushi til aö kitla hláturtaugar áhorfenda. Söguþráðurinn er í stuttu máli aö Lepetomane-háskólinn má muna betri daga. Skólastjórinn ætlar sér að breyta þessu og neyðir fjóra nemendur, sem eru þekktari að öðru en námsafrekum, til að taka þátt í keppni sem er í því fólgin að fara á gúmmíbátum niður straumþunga á. Fljótlega verður ljóst að ekki veröur barist heiðarlega um fyrsta sætið. Sigurstranglegasta sveitrn fær til liös við sig keppnisstjórann og fyllir hann bát hennar af alls konar tækjum sem eiga að koma í veg fyrir að aðrir fari fram úr henni. Önnur sveit frá herskóla er með heilan farm af sprengiefni. Ekki má gleyma stelpunum sem mættar eru á staðinn og gera sitt til aö vinskapur- inn veröi ekki mikill meðal kepp- enda. Það á mikið eftir að ske áður en keppninni lýkur: bátar sprengdir í loft upp, mönnum rænt, alls konar skemmdarverk á bátunum, svo eitthvaö sé talið upp, en að sjálf- sögðu standa okkar menn uppi sem sigurvegarar í lokin þótt aldrei hafi þeir róið báti fyrr. Það er lítið um dauf atriði í Up the Creek. Það er mikill hraöi í myndinni og mörg atriöi nokkuö skemmtileg. Aðalgallinn er aftur á móti sá aö leik- ararnir upp til hópa eru ekki nógu fyndnir. Það má hlæja að ýmsum uppátækjum og brellum en aldrei að leikurunum sjálfum. Til þess vantar þá hæfileika gamanleikarans. Niven lék í þetta skiptiö. Næsta hlutverk hennar var með Albert Finney og Audrey Hepburn í Two for the Road. Sautján árum síðar lék hún aftur með Albert Finney, nú í Under the Volcano. Leikur hún þar eiginkonu bresks konsúls sem er drykkfelldur í meira lagi. Myndin er gerð eftir margverðlaunaðri bók Malcolms Lowry. Milli Two for the Road Og Under the Volcano er langur listi af per- sónum sem Bisset hefur leikið og getið sér gott orð fyrir. Frami Jacqueline Bisset í Holly- wood var skjótur. Eftir að Mia Farrow hætti við að leika í The Detective fékk hún hlutverkið og á móti henni lék Frank Sinatra. Og strax þar á eftir lék hún með Steve McQueen í klassískri kvikmynd, Bullitt. Það má segja að eftir þessi tvö hlutverk hafi hún fest sig í sessi í Hollywood. Fljótlega var farið að tala um Bisset sem kyntákn og voru blaða- menn og Ijósmyndarar á hælunum á henni hvert sem hún fór. Öll þessi athygli og slúðrið sem fylgdi fór í taugarnar á henni. Hún fór til Evrópu og gerði Day for Night með Francois Truffaut sem leikstjóra. Þar lék hún leikkonu sem er aö ná sér eftir taugaáfall. Eftir þá mynd fór hún að verða vandlátari á hlutverk og hefur neitað svo til öllum hlutverkum þar sem lagt er meira upp úr kyn- þokka en leikhæfileikum. Það hefur oft farið í taugarnar á framleiðendum að Jacqueline Bisset hefur aldrei viljað klæða sig úr fötunum að nokkru ráði. Hafa þeir gengið svo langt að reyna að falsa myndir á auglýsingaspjöldum oftar en einu sinni. Má nefna auglýsinga- spjaldið fyrir The Deep. Spjaldið sýndi hana neðansjávar og sáust Æfingin skapar meistarann ★ ★★ The Karate Kid. Leikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk. Ralph Macchio, Noriyuki „Pat" Morita og Elisabeth Shue. Sýningartími 122 mín. The Karate Kid er hin besta skemmtun. John G. Avildsen, sem leikstýrir myndinni, hefur greinilega tekið viömiðun af annarri vinsælli mynd sem hann stjórnaði, nefnilega Rocky. Öll uppbygging myndarinnar er í líkingu við hana. Daniel (Ralph Macchio) ernýflutt- ur til Kalifomíu frá austurströnd- inni. Hann er fljótur að kynnast nýjum vinum. Hann lítur hýru auga Ali (Elisabeth Shue). Þessi aðdáun hans á stúlkunni hefur vandræði í för með sér. Fyrrverandi unnusti Ali er ekki á því aö sleppa henni. Hann er karatemeistari og fær Daniel að kenna á því oftar en einu sinni. Japanskur húsvörður, þar sem Daniel býr, kann ýmislegt fyrir sér í karate og eftir að hafa bjargað honum úr klóm karatestrákanna tekur hann að sér að kenna honum sjálfsvarnarlistina. Veröur Daniel að leggja hart að sér við æfingarnar sem eru ekki eins og hann hafði hugsað sér. Meö tímanum kemst Daniel í góða æfingu og er tilbúinn aö mæta unnustanum fyrrverandi á miklu karatemóti... Því verður ekki neitað að The Karate Kid er nokkuð spennandi og húmorinn er aldrei langt undan. Söguþræðinum fylgir aö sjálfsögðu popptónlist sem hefur notið nokkurra vinsælda. Ralph Macchio er stráks- legur og lítur út fyrir að vera yngri en hann er. Hann fer virkilega vel með hlutverk sitt. Hann fellur þó í skuggann fyrir „Pat” Morita, þjálfaranum, sem er mjög góöur í hlutverki hins sjálfmenntaða heim- spekings. Þrátt fyrir aö The Karate Kid höfði fyrst og fremst til yngri áhorfenda ættu samt allir aö geta skemmt sér yfir þessari ágætu afþreyingarmynd. ' ! 42 Vikan 34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.