Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 35
□ Draumar var nefnilega prinsipp, a.m.k. hjá Pétri, aö spila; frekar að fara í túr sem vitaö var að yrði taptúr, bara til þess að það sæist um þaö auglýsing og heyrðist auglýsing um að við værum að spila, því ef hljómsveit fékk ekki helgi að spila þá var hún lásí.” Hver er þessi S. Kaldalóns? Allir textar á plötum hljóm- sveitanna voru á ensku því þær áttu að slá í gegn í útlöndunum. En þetta varð til þess að margar plötur heyröust ekkert í útvarpinu því þaö var stefna í útvarpinu að spila ekki íslenska músík með enskum texta. Björgvin rifjar upp viðskipti við útvarpið: „Ég man að við fórum allir niður í útvarp með nýja plötu að hitta Jón. Hann sagðist ekki mundu spila íslensk lög með enskum texta, en hann og Pétur höfðu tekið þessa stefnu. Hann fór síðan að finna að plötu- umslaginu þar sem stóð: Ö. Oskarsson og B. Gíslason. „Hvaða menn eru þetta?” spyr hann. Eg man að við stóðum inni á hljóm- plötudeild og ég fór í næsta plötu- bunka, fletti honum dálítið, dró síðan út eina plötu og sagði svo: „Hver er hann, þessi S. Kalda- lóns?” Það kom nú dálítill svipur áhann.” Kyrjaðu og þú færð allt sem þú vilt í þessu kemur ljósmyndarinn og vill að þeir drífi sig í einhver dress en þeir malda í móinn og segjast ekki komast í þau, ennfremur segir Björgvin að samkvæmt kenningum voodoomanna eigi maður ekki að láta taka mynd af sér þar sem myndin steli sálinni. „Múhameðstrúarmenn láta ekki heldur taka mynd af sér,” segir Ragnar ljósmyndari. Gunnar fer þá að spekúlera í því hvort kollegi þeirra, Herbert Guðmundsson, láti taka af sér myndir þar sem hann sé orðinn búddatrúar. Þá man Björgvin nýja sögu um Herbert: „Hann er að kyrja núna alveg á fullu. Þetta á að virka þannig að það á allt að ganga upp sem hann óskar sér. Þaö var til dæmis ekk- ert mál aö komast í sjónvarpið um daginn. Hann fór bara heim til Bryndísar og þégar hún sagðist vera alveg tilbúin með efni í þáttinn og að þar ættu nú eiginlega bara að vera sjómenn í tilefni af sjómannadeginum þá sagði Hebbi bara: „Ég er líka sjómaður.” Og hann komstinn.” Björgvin sagðist vera búinn að læra að kyrja hjá Hebba og hann gæti hæglega kennt Gunnari og síðan eiga þeim að vera allir vegir færir. Spil Kæri draumráðandi. Fyrir stuttu dreymdi mig draum sem mig langar að fá ráðningu á. Mig dreymdi að ég væri með spilastokk og ætlaði að leggja kapal. Eg lagði niður spilin eftir settum reglum og þá sá ég að það vantaði nokkur spil. Eg fór að leita og fann tvo eða þrjá gosa, tígultiu, rauða niu og eitt- hvað af hjarta og laufi lika. Ég ætlaði að fara að athuga hvort nokkur fleiri spil vantaði en þá vaknaði ég svo að lengri varð þessi draumur ekki. Eg vona að þú getir hjálpað mér með þvi að ráða þennan draum. Með fyrirfram kæru þakklæti. Rósa. Spilin benda eindregið til þess að tíðinda sé að vænta í peninga- og at- vinnumálum þínum í framtíðinni og þar verði talsverðar sviptingar. Þú þarft að vera á varðbergi gagnvart svikulum mann- gerðum og fara varlega í aila áhættu sem þú tekur. Tveir eða þrír menn koma þar við sögu og eru mis- jafnir. Ef þú manst hvort gosarnir voru rauðir eða svartir geturðu fengið að vita að þeir rauðu þykja að jafnaði betri félagsskapur en þeir svörtu. Aðrir litir í spilunum benda til þess að fremur farsælt sé yfir þessu brölti þínum þrátt fyrir að það sé viðburðaríkt og meiri líkur á að dæmið gangi upp hjá þér en ekki, sérstaklega ef þú gætir þess vel að taka enga óþarfa áhættu og lítur á þennan draum sem leiðsögn og kannski smáviðvörun. Sprenging Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum fyrir nokkru og langar að fá að vita hvað hann táknar. Mér fannst ég vera á vinnu- staðnum mínum og einn vinnufélaganna var að hella upp á kaffi á miðjum staðnum (ekki á venjuleg- um kaffistað). Allt i einu komu eins og smáblossar úr kaffivélinni (sem hann stóð hjá) og síðan sprenging, ég held tvær, mjög öflugar, og ég prisaði mig sæla og þótt- ist heppin að ekki kom gat á gólfið því að á hæðinni fyrir neðan er mjög eldfim starfsemi. Mér brá svo að ég vakn- aði upp með andfælum og var með hjartslátt. Hvað merkir svona lag- að? Með bestu kveðju, Draumsóley. Kæra draumsóley! Það er ekki góðs viti að verða fyrir sprengingu í draumi. Á hinn bóginn gegnir öðru máli þegar fólk er vitni að sprengingu en sleppur sjálft skaðlaust. Á sama veg er það að dreyma að maður helli niður kaffi. Að dreyma að maður sjái eld er fremur góðs viti ef maður brennir sig ekki. Ef allt er dregið saman gæti þessi draumur bent til þess að yfirvofandi séu miklar breytingar og afdrifaríkar á vinnustað þínum. Líkast til mun sá sem þú sást hella upp á kaffíð þurfa að skipta um starf eða á annan hátt missa þá aðstöðu sem hann eða hún hefur haft á staðnum. Þessar breytingar munu ekki raska þinni stöðu til hins verra en líklegt er að þær muni samt valda þér nokkru hugar- angri meðan á stendur. Gættu samt að því að þessar breytingar skaði þig ekki fjárhagslega. I draumnum eru vísbend- ingar um að svo geti orðið. 34- tbl. Vikan 35 © King Features Syndicate, Inc., 1978. Wörld rights reserved.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.