Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 20
eina kollsteypan hefur orðið hjá heimilunum — hún er staðreynd. — Telurðu okkur fljóta sofandi að feigðarósi? Já. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér þaö ljóst hve menning þjóðar getur hruniö á ótrúlega stuttum tíma. Litlu bömin, sem í dag eru sett fyrir framan myndbönd heim- ilanna af því að enginn hefur hreinlega orku afgangs til að tala við þau eða til að sinna þeim — þessi böm eiga nú þegar í lestrar- örðugleikum, þau geta ekki lært að lesa vegna þess að þau vantar orðaforða. Ef þetta gengur svona áfram á meöan mamma og pabbi eru að rembast við að byggja kannski of stórt hús — stærra hús en þau þyrftu strangt tekiö að nota — þá er ég hrædd um að viö vöknum upp við vondan draum áður en við er litið. Afkoma þjóðar er ævinlega í beinu hlutfalli við menningar- ástand hennar. Þess vegna er afkoman í hættu ef menningin hrynur. — Ertu skipulögð i öllu þvi sam þú hefur að gera? Jú, veistu það, ég reyni að gera ekki nema eitt í einu. Það má segja að framhjáhald mitt frá því sé að hugsa niðri í þingsal um eitthvert bókarkorn sem ég er með í kollinum. En ég held að það trufli ekki það sem ég er annars að gera. . . Þegar maöur elst upp á fjórtán manna heimili, þar sem er auðvitað aldrei friður, þá þjálfar maður þennan hæfileika að geta unnið algjörlega einbeittur aö ein- hverju þótt það sé fjöldi manns í kringum mann. Margar bóka minna hef ég skrifað með allt krakkagerið í kringum mig — og það truflar mig ekki. — Skipuleggurðu starfið langt fram í tímann? Nei, það geri ég nú ekki. Ég vinn nokkuö reglulega, ég er niðri á skrifstofu í þinginu frá svona níu eða tíu á morgnana þegar ekki eru nefndarfundir og annað slíkt. Ég er svo við þingstörf allan daginn og kem oftast heim um sjöleytið. Á kvöldin reyni ég að vera ekki að drattast heim meö vinnu ef ég get mögulega komist hjá því — ég vil nú aðeins hafa tíma með fjöl- skyldunni. Það er hreinn viðburður að ekki sé taliö sjálfsagt að stjórnmálamenn séu á fundum á laugardögum og sunnudögum — ráðstefnum hér og þar, aö sýna áhuga á öllu milli himins og jarðar. Satt að segja vottar stundum fyrir ótrúlegu virðingar- leysi fyrir lífi manns. Stjórnmálamenn eru af- skaplega hræddir við að láta þessa skoðun í ljósi því þeir eru jú alltaf aö klappa kjósendum sínum og hafa þá góða. En auðvitað eru þessi störf ekkert öðruvísi en önnur störf og Alþingi eins og hver annar vinnustaður. Við þurfum líka stöku sinnum aö teygja úr okkur. — Finnst þór uppeldi barnanna hafa tekist? Ja, ég ætla nú ekki að fara aö stimpla blessuö bömin sem einhver fyrirmyndarböm. Það eina sem ég hef gert vísvitandi í uppeldinu er að gefa þeim aldrei í skyn að ég sé eitthvað betri en fólk almennt. Þau verði bara að taka mér eins og ég er. Þess vegna hafa þau ekki orðiö fyrir neinum óskaplegum vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft aö detta af neinum stalli. Ég held ég megi segja þaö að bömin mín, sem eru á aldrinum 15 til 27 ára, séu öll fremur jákvæðar manneskjur sem treysta fólki, þykir svolítið vænt um fólk — enda væri ég frekar aumur sósíalisti ef ég gæti ekki gefið bömunum mínum það í veganesti. Ég skal ekki neita því að þau hafa verið áhugasamari um bóka- skrif mín en stjórnmál en þau hafa gert sér ljóst, og ég hef reynt að skýra það fyrir þeim, að auðvitað fylgja því bæði kostir og gallar aö vera bam svona kerlingar eins og mín. Mér hefði örugglega ekki þótt neitt gaman að eiga svona mömmu sem er alltaf á almanna- færi og milli tannanna á fólki. Þau taka því með miklu jafnaðargeði þótt eitthvað hvessi og ég held að við séum bara nokkuð góðir vinir og ég ætlast ekki til meira af bömunum mínum. — Er erfitt að vera opinber persóna? Auðvitað eru hversdagslegustu vandamál þekkts fólks oft blásin upp í ógurlegar stærðargráður og við höfum jafnvel varla leyfi til að hafa vandamál. Að því leyti er þetta kannski miskunnarlausara líf en allur þorri manna lifir. Sjálfsagt er það ekki auðveldara fyrir fjölskylduna þegar það er móðirin sem er í þessari stöðu. Það segir jú dálítið að ég hef um nokkurra ára skeiö haldiö heimili ein meö bömum mínum. Ég hef átt tvo eiginmenn sem báðir eru meðal bestu manneskja sem ég hef kynnst og ég á þeim báðum mikið að þakka, enda báðir nánir vinir mínir og ég vona að sú vinátta haldist. — Hefurðu náð þeim árangri á þingi sem þú hefur stefnt að? Auðvitað ekki. En ég er ekkert óhamingjusöm — mér er auðvitað ljóst að ég breyti ekki þjóðfélaginu ein, það gerir enginn. En ég hef fengið allmörg þingmál í gegn, það er eitthvað á annan tug, og ég hika ekki viö að segja að nokkuö margir þegnar þessa lands njóti góðs af. Eg nenni nú ekki að fara aö telja upp einhvem afrekalista en það hafa orðiö verulegar breytingar fyrir málflutning minn — og annarra auðvitaö. Ég nefni sem dæmi: atvinnuleysistryggingar giftra kvenna, en þær voru nær engar, ýmsar úrbætur í mál- efnum fatlaðra og aldraðra, frum- varpiö um Þýðingarsjóö íslands flutti ég ásamt einum þingmanni öðrum, breytingu á erfðalögum, sem varð núna, og hitt og þetta sem ég gæti tínt til. — En mál sem þú hefðir viljað koma í gegn. . . Þau eru auðvitað fjölmörg. — . . . og stöðvun þeirra valdið vonbrigðum? Já, drottinn minn. Á síðasta þingi flutti ég tillögu um að ísland yrði lýst kjamorkuvopnalaust svæði og landið gengi fram fyrir skjöldu og hafnaði vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þetta náðist ekki í gegn — en þó náðist sá áfangi aö þingið sendi frá sér yfirlýsingu í þá átt. Leiðinlegast við það að vinna á Alþingi er að jafnvel þótt maður sé með mál, sem enginn er í raun og veru á móti, getur maður átt á hættu að það sé fellt eöa látið gleymast vegna þess að pólitísku flokkamir þurfa að metast um þessar frægu rósir sem við þurfum öll að safna. — Og í flokknum hefur stundum verið fyrirstaða? Auðvitað er ágreiningur í þing- flokki Alþýðubandalagsins eins og hjá öllum stjómmálaflokkum. Ástæðan fyrir því að ég hef leyft mér að gagnrýna flokkinn minn er auðvitað sú að mér er ekki sama umhann. Ég tel að Alþýöubandalagið sé í vissum vanda. Ég held að flokkur og verkalýðshreyfing hafi ekki fylgst með þeim þjóðfélagsbreyt- ingum sem hafa verið að gerast. Sú meðvitaða alþýða, láglauna- alþýöa, sem nú er virk í verka- lýðsmálum, það eru opinberir starfsmenn. Það þýðir ekki að halda í gamlar lummur og segja að annars vegar séu hálaunaðir opinberir starfsmenn og hins vegar láglaunafólk innan ASl. Ég er líka hrædd við þessa uppgjöf sem felst í klofningi flokkanna á vinstri vængnum. Kvennalistinn og ég höfum stundum eldað saman grátt silfur. Það er ekki vegna þess að ég skilji ekki þá þreytu sem kemur í fólk þegar ekkert gerist lengi, lengi. En þessar konur veröa að gera sér grein fyrir því að með því að kljúfa hreyfingu vinstri manna í landinu eru þær einungis að styrkja afturhaldið. Og þaö ætluðu þær ekki að gera. Það er engin spuming um það að borgar- stjórinn í Reykjavík má verulega þakka þeim sitt núverandi embætti. — Þú átt þó akki við afl Kvenna- listinn só ástæðan fyrir uppgangi hægri aflanna í landinu? Nei, ég er ekki aö segja það. En með því að kljúfa vinstri hreyf- inguna í landinu í ótal parta er afturhaldinu gefinn f jöldi atkvæða sem eykur styrk þess. Ég held að þetta sé afskaplega hættulegt. Ég geri ráð fyrir því að flestir finni það núna að á tímum núverandi ríkisstjómar eru kjör manna æði miklu lakari heldur en þau voru í tíð síðustu ríkis- stjórnar, jafnvel þó að það væri líka íhaldsríkisstjórn, en þó með alþýðubandalagsmenn innan- borðs. — Vill fólk fá sterkan leiðtoga? Það er auðvitað þreytumerki þegar fólk gefst upp viö að taka eigin ákvarðanir og viU fá ein- hvem einn leiðtoga til að hugsa fyrir sig. Það er dæmigerð þreyta og orkuleysi og þess nýtur auðvitað til dæmis borgarstjórinn í Reykjavík. Þaö tekur minni tíma fyrir hann að ráöa þessu einn. Eg er ekki frá því að margir vilji hafa svona einn röskan mann sem „tekur til hendinni”, eins og það er kallað, og þá er ekki verið aö hugsa mikið um hvað hann gerir. Viö sjáum þetta á þessu undarlega fylgi Jóns Baldvins Hannibalssonar — mig langar til þess að vita hvað hann hefur gert á þingi sem veldur þessari fylgis- aukningu. Ýmsir aðrir fulltrúar Alþýöuflokksins á þingi hafa betur til þessarar umtöluðu fylgis- aukningar unnið en Jón Baldvin. — Mundir þú vilja vera leiðtogi? Nei, þakka þér fyrir — aldeilis ómögulega! Ég held að þetta klæði Alþýðubandalagiö afskap- lega illa. Við þurfum ekkert á svo- leiöis toppfígúru að halda. — Ertu litt gefin fyrir hörkuna? Ég er stundum allt of góð við alla, alltof góð stelpa. Konur eru ekki eins grimmar í málflutningi, við erum vægari, ég held að það sé engin spuming. — En ættuð þifl afl verc vœ'jar? Já, ég held það. Það þjónar engum tilgangi að vera and- styggilegur. En við erum kannski stundum einum of tillitssamar. Það er þessi móðurþörf, að hlífa öllu sem lifir og andar. Það er eins og sýnin hennar Steinunnar í Galdra-Lofti — rjúpan sem breiðir vængina yfir allt og alla. Það er eitthvað svoleiðis í okkur. 20 Vikan 34* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.