Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 19
Ég held því ekki fram að með sósíalisma sé stefnt að einhvers konar Eden, þar sem allur vandi er leystur. Það er ekkert einfalt og auövelt aö vera til og á heldur ekki að vera það. Á hinn bóginn er mik- ilvægt að fólk þjáist fyrir rétta hiuti, að það finni til vegna aivöruvandamála en ekki gervi- vandamála nútímans. . . ef þú skilur hvað ég á við. Ég held að það sé svo hættulegt að vera hvorki glaöur né hryggur og vita varla muninn á þessu tvennu. Auðvitað leið mér oft illa sem krakka, drottinn minn dýri! Jafnvel þótt það væri alltaf einhver heima. Auðvitað fann ég til. En þaö er ekkert skelfilegt að finna til ef maður veit af hverju þaö er og ef manni finnst það rétt- lætanlegt. Ég held að það sé mjög mikilvægt í sambandi við uppeldi barna að hlífa þeim ekki við að finna til. Það má ekki skilja við börn með einhverjar óræðar tilfinningar sem eru hvorki sorg né gleði, ég held að þannig komi leiöindin til sögunnar. Mér finnst ég merkja í nútímabörnum skort á hæfni til að hafa ofan af fyrir sér — ráða fram úr sínum eigin leiðindum. Ég hef hugsað mikið um þetta, ég held að þetta sé afskaplega mikilvægt í lífi hverrar manneskju. . . — Að geta ráðið við sin eigin leiðindi. . . Já, og fundiö til — geta verið glaður eða sorgbitinn og þora að vera það — ég held að það sé mjög mikilvægt. — Borit Aas ritaði bók um drottnunaraðferðir sem konur eru beittar, þær eru ekki teknar alvar- lega eða ekki virtar viðlits. . . Ég skal viðurkenna það að ég er orðin ógurlega þreytt á þessari umræðu. Kannski vegna þess að ég hef aldrei haft mikinn tíma til að velta mér upp úr þessu. Ég þekki Berit Aas og ég get verið sammála henni um afskaplega margahluti. Ég held að eftir ýmsar hremmingar, sem hafa ekki verið auðveldari fyrir karlmenn en kvenfólk, séu þessi hlutverk að breytast en ég held að það sé enn langt í land og þetta er óskaplega flókinn hlutur. Kynslóð eftir kynslóð hafa karl- menn verið aldir upp við það að eiga að stjórna löndum, eiga konur og sjá fyrir þeim, þeir voru ekki aldir upp fyrir þessa byltingu. Við sjáum afleiðingarnar og getum deilt um hvort þær eru góðar eða vondar — hjónabönd eru á ansi miklu valtari fæti en þau voru. Nú er ég ekki að mæla því bót að konur séu fastar í hjónaböndum hvort sem þau eru góð eða vond, eins og tíökaðist áður fyrr. En ég held að það sé afskaplega langt í það að karlar taki á sig jafnan hlut í tilverunni almennt og líti á konur sem vitsmunaverur. — En, í guö- anna bænum, líka sem kynverur! Ég ætla að vona að svo langt göngum viö ekki aö við verðum eins og heypoki fyrir ykkur! Það sem ég get orðið reið yfir er að kvenréttindahreyfingin hefur skipt sér lítið af þeim þúsundum íslenskra kvenna sem aldrei hafa spekúlerað í hvort þær búa við jafnrétti eða ekki. Þær hafa fyrr og síðar tekið við aflanum, gengið til heyja og alið upp börn og eng- inn hefur spurt hvort þær væru kúgaðar eða ekki, þær einfaldlega unnu sín störf. Enn þann dag í dag verka þess- ar konur allan íslenskan fisk fyrir skítalaun, langan vinnudag, eiga aldrei grænan eyri afgangs. Ég sá það í barnæsku að hamingja þess- ara kvenna felst í því að sjá sér og sínum farborða — því miður allt of illa því þær hafa svo lág laun. Ég lái þeim ekki þótt þær horfi svo- lítið furöu lostnar á það sem ég kalla hálsklútaliðið sem flykkist á ráðstefnur út um allan heim og veltir sér upp úr skýrslum um það hversu margar konur vinni úti. Jafnvel stjórnmálaflokkur eins og Alþýðubandalagið hefur hoppaö inn á þetta sænska félags- fræðikjaftæði um ekki neitt. Það segir manni ekki nokkurn skapaðan hlut hvort hlutfall úti- vinnandi kvenna eykst eða minnk- ar. Ég sé þaö að minnsta kosti ekki fyrr en ég veit að einhverjum líður betur. Ég er ekki tilbúin að vinna að þjóðfélagi þar sem börn eru ellefu tíma á dag á dag- vistunarstofnunum. — Og sumir hafa það betra en aðrir. . . Þessi nútímaheimur, sem blasir við svona miðstéttarkerlingu eins og mér og fleirum, er heimur hinna hraustu á réttum aldri, vel menntaðs fóJks — sem getur liðið aldeilis bærilega. Það getur vel verið að við séum öll svo vel að okkur að við getum rætt á síðkvöldum yfir rauðvíninu hvað við leysum þetta nú allt vel. En þetta kemur bara ekki fólki við sem hefur hvorki tíma, peninga né menntun til þess að njóta neins af þessu. Þúsundir manna á Islandi lifa góðu lífi og í heild eru til nógir peningar á íslandi, peningarnir eru bára ekki jafnaögengilegir fyrir alla. Auðvaldshyggjan er farin að stjórna okkar einkalífi. Það er búið að berja það inn í eftirstríðs- kynslóðina á íslandi að það eitt sé arðbært sem skili beinhörðum peningum. Og um leið og einhver manneskja er ekki beinlínis gróðavænleg, arðbær, eins og það heitir í þingskjölum, þá er ekki pláss í lífi okkar fyrir hana; aðeins fyrir fólk sem er ungt og hraust og getur unnið inn mikla peninga. Þess vegna nennir enginn lengur að eiga börn — þau eru ekki arðbær. Það borgar sig ekki að eiga börn, það hefur reyndar aldrei borgað sig. Svo er þaö eldra fólkiö. Mér hefur svo oft blöskrað þetta virðingarleysi fyrir fólki sem er komið aðeins yfir miðjan aldur — það er talað við fólk sem er komið yfir sextugt eins og þaö sé á ein- hvern hátt þroskaheft! Ég er að vísu ekki eldri en þetta, en ég verð að segja alveg eins og er, ég hef ekki fundið hjá mér neina minni löngun til lífsnautna ennþá — meiri ef eitthvað er. Og ég ætla mér svo sannarlega ekki að hætta að hafa gaman af að vera til. Ég ætla mér svo sannarlega að nota mér þann rétt aö njóta þess sem ég hef unnið til. — Hvað þarf að ske — hvað um láglaunafólk, getur það gert sér einhverjar vonir? Já, ég held að það geti vel verið von fyrir það. Hins vegar er lág- launafólk alltof máttlaust sjálft, en það er ekki eitthvað sem hefur gerst — það er nokkuð sem hefur verið gert. Ef fólki er haldið í 12 tíma erfiðri vinnu á dag þá er af- skaplega lítill tími þegar heim er komið til þess að sinna fyrst heimilinu og hugsa síðan um þjóðmál. Þetta fólk hugsar auðvitað ekki um þjóðmál. Af þessum ástæðum er verka- lýöshreyfingin komin í afskaplega erfiðan bobba. Forystan hefur verið alltof sofandi fyrir þessu. Sko — kapítalistar hafa alltaf kunnað ráð til þess að halda fólki niðri og þeir hafa gert það á sví- virðilegan hátt yfir majónes- brauðinu niðri á Vinnuveitenda- sambandsskrifstofu. Verkalýðshreyfing veröur, ekkert síður en flokkspólitísk hreyfing, að horfast í augu við það að tímarnir breytast. Við erum ekki lengur að tala fyrir öreiga sem eiga alls ekki þak yfir höfuðið. Það er búiö að gera allan þorra manna á Islandi að eigna- mönnum. Fólk býr í „eigin” húsnæði, með skuldabagga upp á jafnvel milljónir — það er ekki auðvelt fyrir svoleiðis fólk að fara í verkfall. Það þolir enginn vinnu- missi í eina viku, þá hrynur greiðslukerfið! Fólk trúir ekki lengur á sam- hengið milli stjórnmála og dag- legs lífs. Þetta lýsir sér í því að stjórnmálamenn eru mestanpart hættir að tala til fólks um hluti sem það skilur. Það eru lesnar yfir fólki skýrslur Þjóðhagsstofn- unar að um svona mörg prósent rýrni þjóðartekjur, sem er ævin- lega lygi þegar allt kemur til alls. Að svona mörg prósent „þoli” at- vinnuvegimir. . . Mér finnst vinstri hreyfing á Islandi og verkalýðshreyfing trúa þessu kjaftæði alveg gagnrýnis- laust. Okkur er sagt að herða ólina, annars verði kollsteypa. En 34. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.