Vikan


Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 6

Vikan - 22.08.1985, Blaðsíða 6
Horft til Atlantshafs við suðurströnd Long Island með þjóðfánana I baksýn. Óskar Magnússon skrifarfrá Washington: Þyrlur, nautog berfætti Svona eru brúðkaup í Bandaríkjunum Þjóðvegur númer 495, hraðbraut Long Island, liggur eftir endilöngum Long Island-skaganum í átt að amerísku brúðkaupi í friðsælu sveitaþorpi. Und- anfarna daga hafa ættingjar víðs vegar að úr Bandaríkjum Norður-Ameríku og frá lýðveldinu Islandi safnast saman í þorpinu Belport þar sem bara eru ein umferðarljós. Taka má hægri beygju, í átt að kirkjunni, þótt rautt Ijós logi. Nú skal fara fram amerískt brúðkaup með öllu því sem viðeigandi þykir að til- heyri í New York og annars staðar í Bandaríkjunum. Brúðguminn er Magnús Gylfi Þorsteinsson og brúðurin Susan Eposito, bæði lögfræðingar: Magnús Gylfi að íslenskum rétti, Susan að bandarískum. Austurrískt réttarkerfi og skíðalönd leiddu þau saman þegar þau stunduðu framhaldsnám þar. Magnús Gylfi er sonur Þorsteins Baldurssonar stórkaupmanns og Katrínar Magnúsdóttur. Berfættur milli Brúðkaupið fer fram í lítilli og vinalegri kirkju í Belport, heima- bæ brúðarinnar. Kirkjuna má helst þekkja á því að á hana hefur nýlega verið sett nýtt þak. Að öðru leyti sker hún sig ekki mikið frá glæsilegum og veraldlegum einbýlishúsum í sömu götu. Gestir tínast í kirkjuna hægt og rólega, allir snyrtilega til fara, þó hver sé á sína vísu. Reffilegur maður á miðjum aldri er til dæmis í ljósbleikum jakka og köflóttum buxum og við frekari rannsókn kemur í ljós að hann er berfættur í skónum. Hann er sterkefnaður og auk þess einkavinur fjölskyld- unnar. Honum leyfist því sitthvað sem öðrum leyfist ekki. Hinir verða að vera í sokkunum enn um sinn. Annan karlmann má sjá í bláum bleiserjakka, hvítri skyrtu með bindi og í eldrauðum buxum. Ekki eru vituð nánari deili á honum. Aðrir eru klæddir á hefð- bundinn hátt, konur jafnt sem karlar. 6 VíKan 34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.